Vikan - 19.11.1981, Side 33
Þrek og lífsgleði — Útsýn leggur til beztu aðstöðuna og
þjónustuna — fyrir lægsta verð. Vegna hagstæðra samninga
nemur afsláttur þinn þúsundum króna — án aðildar.
FEGURÐ FJALLANNA í:
Noregi
Austurríki
ttalíu
Geilo
Þessi vinsæla skíðamiðstöð Norðmanna
er um það bil miðja vegu milli Ósló og
Bergen. Næstum 90 km af vel merktum
skíðabrautum og brekkurnar eru yfir 20
talsins.
GISTISTAÐIR:
Geilo Mountain Lodge m/hálfu fæði
Geilo Hotel m/fullu fæði
BROTTFÖR:
Föstudaga frá janúar til marzloka.
Páskaferð 2. apríl. Verð frá 5.195,-
FERÐATILHÖGUN:
Flogið til Osló, en þaðan er lestarferð til
Geilo ca 2 tímar
Vikulegar ferðir frá 8. jan. til 19. marz.
Kitzbuhel
Kitzbiihel er lukt háum fjöllum, veðurfar
er milt og stillt og sterkrar háfjallasólar
nýtur þar nær undantekningalaust
daglangt. Þarna eru einhver frægustu og
beztu skíðalönd í heimi, svo sem
Hahnenkamm-svæðið stórkostlega, þar
sem frægasta brunkeppni heims fer fram
árlega, „Hahnenkamm Renne”.
Kitzbuhler Horn með Raintal, Bichlalm,
Jochberg og síðast en ekki síst Pass
Thurn-svæðið, sem lengst allra skíða-
landa varðveitir góðan skíðasnjó. A
Kitzbiihelsvæðinu eru yfir 40 skíðalyftur
og á annað hundrað skíðabrautir. Þar
finna allir braut við sitt hæfi. í Kitzbiihel
eru 30 km af frábærum brautum fyrir
skíðagöngu. Um 150 skíðakennarar eru á
staðnum, sem veita tilsögn í öllum
greinum skíðaíþróttarinnar.
Sérstök áherzla er lögð á byrjendakennslu.
GISTISTAÐIR:
Hotel Zum Jágerwirt og Park Hotel
Pension Licht og Gástehaus Porstendorff
Hótelíbúðir Haus Horn
Verð frá kr. 4.420.
FERÐATILHÖGUN:
Vikulegar ferðir frá 9. jan. til marzloka.
Flogið til Innsbruck um Luxemborg.
Akstur frá Innsbruck um hálf önnur klst.
íslenskur fararstjóri.
Lech
Skíðasvæði Lech, Oberlech, Ziirs og Zug
eru undralönd vetrarins, sem bjóða full-
komin skilyrði, bæði fyrir byrjendur og
þá sem lengst eru komnir í skíðaíþrótt-
inni. Á þessu kjörsvæði „alpagreinanna”
gleyma menn heldur ekki göngubraut-
unum, sem eru yfir 15 km langar og vel
við haldið. Notalegir, fjörugir skemmti-
staðir, strax og skíðaævintýrum dagsins
lýkur. Síðast en ekki sízt er það hin
þekkta austurríska gestrisni, sem laðar
gesti í faðm hinna tignarlegu Alpa.
BROTTFÖR:
30. jan., 13. og 27. febr. — 2 vikur.
FERÐATILHÖGUN:
Flogið er til Zúrich um London með
Flugleiðum og Svissair. Akstur frá Zúrich
til Lech tekur ca 2 klst.
Vinsælir gististaðir:
Gasthof Stúlzis — m/ hálfu fæði kr.
8.750,00
Haus Mallaun — m/morgunverði kr.
6.400,00
Bergheim hótelíbúðir með
1 eða 2 svefnherbergjum: Verð frá kr.
5.580,00
Öll herbergi með einkabaði.
íslenzkur fararstjóri.
Selva
ítölsku Alparnir eru rómaðir fyrir fegurð
og öll skilyrði eru hin ákjósanlegustu til
skíðaiðkana.
GISTISTAÐIR:
Hotel Sun Valley m/ hálfu fæði:
Verð kr. 3.960,-
Pension Elvis m/morgunverði:
Verð frá kr. 4.115,-
Aukaferð 27. des. — 9. jan.
Gististaðir: Hotel Anterleghes m/hálfu
fæði
Pension Nives m/morgunverði. Verð frá
6.700,00
FERÐATILHÖGUN:
Flogið til Innsbruck um Luxemborg
Akstur til Selva ca 2 klst.
Vikulegar ferðir frá 9. jan. til marzloka.
47. tbl. Víkan 33