Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 19

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 19
Framhaldssaga hærði maðurinn stuttaralega til hans kolli, en hægði ekki á sér. Mennirnir tveir gengu fram á gang- inn. Gaunt heyrði lágvært muldur, því næst opnuðust dyr, og hurð var skellt harkalega. Þegar Leifur kom aftur inn í skrifstofuna, settist hann á borðbrúnina, lamdi hnefanum fast í borðið og rumdi gremjulega. — Vandræði?spurðiGaunt. — Ég þoli ekki, að þessi andskotans Svii labbi hér inn og þykist geta sagt mér fyrir verkum, hreytti Leifur út úr sér og strauk fingrunum reiðilega gegnum þunnt, rautt hárið. — Honum skjátlast hrapallega, ef hann heldur, að ég segi bara takk fyrir og kyssi á tærnar á honum. — En þú hentir honum ekki bein- línis út, sagði Gaunt. — Nei, viðurkenndi Leifur, og ill- kvittnislegt bros lýsti upp breitt andlitið. — Hann vill eyða meiri peningum. Hann heimtar að við fljúgum fleiri ferðir fyrir hann, sem getur spillt fyrir mér öðrum samböndum, hann heimtar að ráða, hvaða flugmann ég sendi inn eftir, UNDIR FÖLSKU FLAGGI hann heimtar þetta, og hann heimtar hitt. Og fjandinn hafi það, ég læt þetta flest eftir honum. En ekki allt, svo hann fari ekki að halda, að það sé hann, sem stjórnar bér.Og hann skal fá að blæða fyrir það. — Það virðist sanngjarnt, samsinnti Gaunt. — Þannig er það í viðskipta- heiminum. Áður en þú veist af, verður þér boðin innganga i rótarýklúbb. Leifur hló, stóð upp af borðinu og gekk yfir að skjalaskáp. Hann opnaði skápinn og rótaði í honum. — Hvernig væri, að ég léti þig hafa eitthvert lestrarefni og þú kæmir svo aftur hingað á morgun, til dæmis um hádegisbilið? lagði hann til um leið og hann sneri sér við með einhverja pappíra i höndunum. — Þetta er yfirlit yfir stöðu Arkival Air, sem við tókum saman eftir að Jamie dó, lögfræðingurinn okkar hélt, að við kynnum að lenda í ein- hverjum greiðsluvandamálum. Hann tróð pappírunum i umslag og rétti Gaunt. — Nú, og hér sérðu mynd af Jamie. Þetta var augnabliksmynd í litum, Itekin að sumarlagi. James Douglas stóð við hlið lítillar flugvélar. Hann virtist hafa verið hár og grannvaxinn.laglegur, með mjótt yfirskegg og svart hár, sem byrjað var að grána. Hann var í galla- buxum og skyrtu, opinni í hálsinn, og um varirnar lék háðslegt bros. — Hvernig kynntust þið? spurði Gaunt, rétti Leifi myndina aftur, en tróð umslaginu með skjölunum í innri jakka- vasa. — Það var fyrir sex eða sjö árum, svaraði Leifur og virti myndina fyrir sér. — Ég hafði séð hann hérna á flugvellin- um nokkrum sinnum. Hann flaug fyrir annað lítið flugfélag. Hann átti svolítið af peningum, langaði að vera sjálfs . sín herra, en íslensk lög banna útlendingum að reka fyrirtæki hér. Hann yppti öxlum og þagnaði. — Varst þú sjálfur ekkert viðriðinn flug? - Ég? Leifur brosti breitt. — Nei, fjandinn hafi það. Ég var sjómaður i húð og hár. En Jamie var góður flugmaður. Hann hafði starfað i Konunglega flughernum, fengið orðu i Kóreustríðinu. Síðan — ja, ég held hann hafi lent í einhverjum vandræðum. En okkur gekk vel að vinnasaman. Hann gekk að skjalaskápnum, stakk myndinni á sinn stað og lokaði skápn- um. — Jæja, nú verö ég að ganga frá þessum málum fyrir Sviaskrattann. En fyrst — Anna! beljaði hann hástöfum. Hinn hrikalegi kroppur Önnu Jörgensdóttur birtist þegar i dyrunum. — Er Kristín farin heim? spurði maður hennar. 0/7= Icuisinesr lenri 1< oumier ranskt yrir agurkera l k 0\lr Við höfum hafið innflutning á eldhús- og baðinn- réttingum frá Henri Fournier, Frakklandi. Innrétt- ingarnar eru glæsilegar og vandaðar, enda hefur fyrirtækið áratuga reynslu að baki í framleiðslu og sölu slíkra innréttinga. í húsnæði okkar að Borgartúni 33 eru nútil sýnis nokkrar innréttingar af því fjölbreytta úrvali, sem Henri Fournier býður upp á. Verið velkomin að sjá og fræðast nánar um þessar innréttingar. Sendum upplýsingabæklinga til þeirra sem þess óska. • • | TJ~ 7/^ ! T T 13 Borgartúni 33, Reykjavík. I! il sf., Sími 21490 - 21846. MMH* MMMa M —.• MMMMI. mMM. MM mJ 50. tbl. Vlfcan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.