Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 79
Framhaldssaga
Hann gat að minnsta kosti vonað, að
hans hefði ekki enn orðið vart, svo var-
lega sem hann hafði farið.
Hann veitti því athygli, að uppi við
loft voru ferhyrningar, sem skáru sig
lítillega frá myrkrinu, voru vitundar ögn
ljósleitari. Það hlutu að vera gluggar.
Þeir voru með jöfnu millibili á veggjun-
um á þrjá vegu. Á einum veggnum voru
engir slíkir ferhyrningar. Gat verið, að
innan við þann vegg væru aðrar vistar-
verur? Var Katja ef til vill geymd þar?
Hann þóttist hafa gengið úr skugga
um, að inni i þessum stóra geimi væri
enginn. Hann þreifaði sig þvi eftir gafl-
veggnum. Jú, mikið rétt, þar rakst hann
á dyr. Og innan tíðar rakst hann á aðrar.
Tvöminni herbergi.. .
Átti hann að þora? Og hvorar dyrnar
átti hann að velja fyrst? Átti hann að
storma inn? Nei, ef til vill veldi hann
rangar dyr og auðveldaði óvininum að
koma aftan að sér.
Hann opnaði aðrar dyrnar með
ýtrustu varfærni. Ekkert gerðist. Ekkert
hljóð heyrðist. Hann steig inn fyrir.
Hann stóð kyrr stundarkorn og reyndi
að átta sig. Svo ætlaði hann að fara aftur
út og reyna hinar dyrnar, en allt í einu
stirðnaði hann upp. Hann fann daufan
ilm.
Hann þekkti þennan ilm.
Katja var — eða hafði nýlega verið
— í þessu herbergi!
Hann tók tvö skref innar i herbergið,
og ilmurinn varð greinilegri. Það var
ekki um að villast.
— Katja? sagði hann lágt.
Hann heyrði vesældarlegt, hálfkæft
uml rétt hjá sér. Hefði hann stigið eitt
skref i viðbót, hefði hann rekist á hana.
Hann kveikti á vasaljósinu.
Þarna sat hún, kefluð og rígbundin
við stólinn.
— Katja, hvíslaði hann með ósegjan-
legum létti. Nú máttu allir heimsins
þrjótar koma. Hann skyldi verja hana.
Því hann hafði fundið hana — á lifi!
Ekkert annað skipti máli þessa stundina.
Hann féll á kné við hlið hennar og
byrjaði aö leysa klútinn frá vitum
hennar. — Ertu ein?
Hún kinkaði ákaft kolli. Loks gat
Jonas leyst klútinn og náð út úr henni
keflinu. Andardráttur hennar kom í
gusum.
— Ó, Jonas, elsku, elsku Jonas,
kveinaði hún, og höfuð hennar féll að
öxl hans. — Þakka þér fyrir að koma!
— Ég lofaði að sjá til þess, að þú
kæmir I prófið annað kvöld, svaraði
hann loðmæltur.
— Flýttu þér! Leystu mig, áður en
hann kemur, sagði Katja óróleg.
— Hversu margir eru þeir? spurði
hann, meðan hann fékkst við hnútana.
Þeir voru þrælslega hnýttir, og hann
bölvaði yfir því að hafa ekki hníf til að
skera á þá.
— Berra er einn. Hann fór á bílnum
mínum til að sækja lykilinn. Jonas, ég
held hann ætli að drepa mig. í alvöru!
— Við skulum nú koma í veg fyrir
það, sagði Jonas sigurviss. — Hultén
fylgist með honum og lætur handtaka
hann, þegar hann er búinn að taka lykil-
inn.
En þar skjátlaðist honum.
N OKKRUM mínútum eftir að Jonas
hafði sett umslagið í ruslakörfuna kom
maður slangrandi eins og af hendingu og
stansaði viö ruslakörfuna. Svantesson
greip andann á lofti. Hann þekkti mann-
inn.
— Þetta hlýtur að vera Berra sjálfur,
sagði Hultén lágum rómi við aðstoðar-
mann sinn. — Bíddu stundarkorn og
eltu hann síðan, án þess að hann verði
þess var.
Stærð á hornsófa að eigin vali ^erð:
, . .. , Horn kr. 2.825.-
Otal möguleikar i upproðun Stóll kr. 1.552.-
Margar gerðir áklæða Borð 40x70 kr. 1.051-
Húsgagnasýning laugardag og sunnudag Borð 70x70 kr. 1.223. — ,
_ , , skammel kr. 870.—
Goo greioslukjor
H úsgag na versl u n i n Sídumú/a 4 — Sími 31900
5«. tbl. Vlkan 79