Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 10
Álfheiður Steinþórsdóttir
Þegar foreldrar
skilja
S kilnaöur er mikið skref fyrir flesta þá
sem reynt hafa. Hvort sem ákvörðun
um skilnað er tekin í bráðræði vegna
reiði og örvæntingar eða hún er undir-
búin með löngum aðdraganda er enginn
vafi á að skilnaður veldur miklu sálrænu
álagi. Sérstaklega á þetta við um hjónin
og börn þeirra en oft einnig nánustu
ættingja og vini fjölskyldunnar.
Flestir hafa innra með sér mynd af
fjölskyldu sem er hamingjusöm og
heldur saman í blíðu og stríðu. Á sama
hátt vilja allir foreldrar að börn þeirra
alist upp í heilsteyptri fjölskyldu. Þetta á
við um foreldra sem sjálfir koma frá
slíkri fjölskyldu en einnig og ekki síður á
það við um foreldra sem alist hafa upp í
fjölskyldu sem var sundruð. Það getur
því verið mjög sársaukafullt að gera sér
grein fyrir aö einmitt eigin fjölskylda
geti ekki haldið saman lengur.
Margir finna til sektarkenndar,
afbrýðisemi, biturleika og flestir finna
til öryggisleysis gagnvart þvi timabili
sem í hönd fer. Það er svo margt sem
nauðsynlega þarf að leysa meðan tog-
streitan er sem mest, svo sem húsnæðis-
mál, skiptingu innbús og eigna og við-
brögð ættingja. En þó fyrst og fremst:
Hvað um börnin?
Skilnuðum fjölgar
Skilnuðum fer stöðugt fjölgandi hér á
landi. Víða á Norðurlöndunum endar
fjórða hvert hjónaband með skilnaði. Á
íslandi eru þessar tölur ekki eins háar en
skilnuðum fjölgar ört. Nýlegar tölur frá
Hagstofu íslands sýndu 11 % aukningu
áeinu ári.
Það eru þvi æ fleiri foreldrar sem
þurfa að taka ákvörðun um forræði og
umgengni við börnin og æ fleiri börn eru
undir sálrænu álagi af þessum sökum.
Þetta álag er óhjákvæmilegt, ekki af
því að skilnaðurinn sé skaðlegur, þegar
litið er til framtíðarinnar, heldur vegna
þess að aðdragandinn, skilnaðurinn
sjálfur og tímabilið á eftir einkennist allt
af mikilli togstreitu í langflestum
tilvikum. Sérstaklega á þetta við þegar
ekk er tekiö tillit til þarfa barnanna á
t>.-ssu tímabili og þau búin undir þær
breytingar sem verða á högum þeirra.
Viðbrögð barna
Óhamingjusamt fjölskyldulif er alltaf
mjög erfitt fyrir börnin í fjölskyldunni,
enda skilja þau oft ekki ástæður fyrir
leiða, deilum eða þögn foreldra sinna.
Skilnaður foreldra veldur þó álagi af
öðrum toga.
Mörg börn hafa reynt að leiða hjá sér
ósætti foreldra í langan tíma. Þau hugsa
ef til vill innra með sér að mamma og
pabbi séu þrasgjöm en að þau séu ágæt
þess á milli. Fæst börn hugsa um skilnað
foreldra sinna sem raunhæfan mögu-
leika. Ákvörðunin kemur því oft eins og
XO Vikan SO. tbl.
þruma úr heiðskíru lofti yfir bömin. Þau
skilja hreint ekki hvers vegna foreldrar
þeirra grípa til þessa ráðs. Margir for-
eldrar eru undrandi yfir því hve
skilnaður virðist koma börnunum á
óvart, en þá er mikilvægt að hafa í huga
að böm hafa ekki þá yfirsýn sem
fullorðnir hafa og geta þar af leiðandi
ekki skilið mörg af þeim rökum sem
fullorðnir nota, auk þess sem þau hafa
verið tilfinningalega háð þessari fjöl-
skyldu frá fæðingu í flestum tilvikum.
í nýlegri rannsókn, sem vakið hefur
mikla athygli, sýna barnasálfræðing-
arnir Kelly og IVallerstein fram á að
viðbrögð og afstaða barna er mjög
misjöfn eftir aldursskeiðum.
Yngstu börnin sýna oft mikinn ótta.
Þau verða „litil” aftur og vilja láta hugsa
um sig eins og ungbörn.
3-5 ára börn hafa mjög auðugt
ímyndunarafl og geta á þessu tímabili
haft hræðilegar hugmyndir um það sem
gæti gerst.
Þessar hugmyndir eru litaðar af
óþroskuðum hæfileika þeirra til að skilja
hvað hefur gerst og þeirra eigin skynjun
á togstreitu foreldranna. Þau geta ekki
gert sér grein fyrir að foreldrar þeirra eru
að skilja hvort við annað og að reiði
þeirra beinist ekki gegn börnunum.
Óöryggi barna á þessu aldursskeiði
beinist einnig að fóstrum á dagheimilum
og leikskólum og yfirleitt öðrum
fullorðnum í nánasta umhverfi þeirra.
Börn á aldrinum 6-8 ára bregðast
oftar við með sterkum kvíða og sorg.
Kvíðinn getur verið svo mikill að börnin
fái alvarleg sálræn einkenni: svefntrufl-
anir, líkamleg einkenni og hegðunar-
erfiðleika heima og heiman. Ef barn á
þessu aldursskeiði er hjá móður og faðir
er sá sem hefur flutt að heiman getur
reiðin verið mikil í garð móður og
barnið kennt henni um að hafa rekið
föðurinn að heiman. Á þessu aldurs-
skeiði er barnið mjög upptekið af að
líkjast og taka til fyrirmyndar það for-
eldri sem er af sama kyni og það sjálft.
Drengir bregðast því oft mjög kröftuglega
við ef faðir fer að heiman og lýsa þörfum
sinum fyrir hann á ýmsan hátt. Þeir vilja
vera líkir honum í útliti, vinna sömu
störf þegar þeir verða stórir og reyna að
ganga eins og hann.
Á aldrinum 9-12 ára eru viðbrögðin
sjaldnast eins einhlít. Börn á þessu
aldursskeiði geta betur varið sig fyrir
álagi og eru oft mjög upptekin af ýmsum
verkefnum og félagsstarfi í og utan
skóla. Algengt er að þau verði mjög virk
á ýmsum sviðum og geti beint reiði og
krafti í þann farveg og fengið þannig út-
rás. En þessi aldurshópur kvartar oft
undan líkamlegum einkennum, svo sem
höfuðverk og magaverk. Þetta er sá
aldur þegar börn eiga oft einn eða tvo
góða vini og þau geta verið mjög traust í
vináttu sinni. Þau geta á sama hátt
tengst mjög náið þvi foreldri sem hefur
umsjá þeirra eftir skilnað og staðið með
því í blíðu og striðu.
Fyrir unglinga er skilnaður foreldra
oft mikið aukaálag á tímabili þegar álag
er hvort sem er á þeim á mörgum
sviðum og þeim ýtt út í sjálfstæði sem
þeir eru oft ekki tilbúnir til að ráða við.
Sumir unglingar fara að velta fyrir sér
hvort þeirra eigin framtíð verði svona,
að þeir skilji líka. Þeir geta oft tekið þá
ákvörðun að eiga ekki sjálfir börn og
gifta sig aldrei. Sorg og söknuður er oft
mjög sár og kemur fram í ýmsum
myndum. Þá getur brugðið til beggja
vona hvort unglingurinn „festist” í reiði
og biturleika eða hvort hann kemst yfir
þessi viðbrögð og nái þroska og sjálf-
stæði vegna þessarar lifsreynslu.
Margir unglingar, sem komast vel frá
þessu álagi, virðast frá byrjun hafa getað
haldið sér utan vandamáls foreldra og
foreldrar þeirra á sama hátt leyft þeim
að halda sig í hæfilegri fjarlægð, jafn-
hliða því sem ekki var gerð krafa til þess
að unglingarnir væru með í deilum
þeirra eða tækju afstöðu með öðru móti
hinu.
Að segja börnunum
Það er erfitt fyrir foreldra að setjast
með barni sínu eða börnum og segja
þeim frá ákvörðun um skilnað. Sumir
fresta því vikum saman til að þurfa ekki
að gera börnin leið, en einnig vegna þess
að þeir treysta sér ekki sjálfir til þess og
vilja ekki láta börnin sjá hvað þeim, for-
eldrunum, líður illa. Það er þó oftast
misráðið að fresta sliku samtali vegna
þess að börnin skynja þegar ákvörðunin
liggur i loftinu, bæði af andrúmsloftinu
á heimilinu og af samtölum við ættingja,
og geta orðið mjög kvíðafull.
Oft verða foreldrar undrandi yfir því
að börnin virðast gera sér mjög ljósa
grein fyrir að foreldrarnir eiga í erfið-
leikum, þó svo að þau hafi ekki gert sér .
grein fyrir að skilnaðurinn stæði fyrir
dyrum. Það er mikilvægt að útskýra
fyrir börnunum af hverju foreldrar sjá
ekki aðra leið út úr erfiðleikunum og að
þeir fullorðnu hafi tekið þessa ákvörðun
sjálfir. Börn þurfa nauðsynlega að finna
að foreldrar þeirra geti tekið ábyrgð á
þessu skrefi sjálfir vegna þess að þau
geta auðveldlega ímyndað sér að það sé