Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 26

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 26
Svipmynd ina. Ég hef heimili og fjölskyldu til að sjá fyrir og ég hef hugsjón til að lifa fyrir og ég myndi láta það njóta góðs af.” 13. Ef þú ættir að fara með eina. bók, eitt dýr og eina plötu á eyðiey, í þrjú ár, hvað yrði fyrir vaÚnu? „Bókina ætti ég ekki í vandræðum með að velja. Það er auðvitað biblían. Ég er ekkert gefinn fyrir dýr en ég held ég myndi velja hund. Plata, já. Þá dettur mér í hug að ég átti einu sinni hlut að einni plötu. Ekki það að ég syngi eða spilaði, en ég var með í útgáfu hennar. Hún heitir Unga kirkjan. Hún er uppgengin nú en það var ungt listafólk á Akureyri sem kom fram á henni. Hún hefur fylgt mér áfram og ætli ég myndi ekki velja hana.” 14. Hvaða hæfileika vildir þú helst vera gæddur? „Ég myndi óska að ég hefði hæfileika til að finna guðs vilja í vandamálum er að kirkjunni steðja og mátt til að framkvæma hann.” 15. Hvaða eiginleiki finnst þér mikilvæg- astur í fari sjálfs þín og annarra? „Bjartsýni. Og þolinmæði þegar á þarf að halda.” 16. Hvaða eiginleikar eru þér síst að skapi? „Önuglyndi og undirferli, — úrtölur.” 17. Getur þú rifjað upp skemmtilega bernskuminningu? „Það eru þá helst jólin. Ég átti í bernsku jól sem eru mér skemmtileg minning. Það var á Sjónarhæð á ísafirði, þar sem pabbi var prestur. Fjölskylda mín átti vin, það var kona sem bjó í Fjarðarstræti við sjóinn. Hún seldi kost og gerði hreint í kirkjunni. Hún hét Gústa, var aldrei kölluð annað, Ágústa Magnúsdóttir. Það má segja að þessi kona hafi lifað fyrir fjölskyldu mína. Á aðfangadagskvöld sendi þessi kona lítinn mann, sem var kostgangari hjá henni, með fangið fullt af bögglum og þá var lítill snáði á Sjónarhæð sem ekki vildi missa af atburð- inum. í stofunni var stórt jólatré, ölíu öðru var rutt út í horn, og mamma bjó til ýmis- legt gott sem varð enn betra þegar það var komið í silkipoka upp á tré. Svo var skemmtilegast að fá bögglana sína undan trénu, það var pabbi sem úthlutaði þeim. Svo var sungið í kringum jólatréð. Síðan fór pabbi til að gefa öðrum gleðileg jól, til Hnífsdals og á sjúkrahúsið. Það var gaman að taka á móti honum þegar hann kom til baka. Hann settist við borðið og sneiddi sér bita af kjötinu með sjálf- skeiðungnum sínum. Svo var það einn skemmtilegasti hlutinn þegar mamma sendi okkur Sigga bróður minn (Sigurður Sigur- geirsson deildarstjóri í Útvegsbankanum) með jólabaksturinn til fólksins sem var í Hlíðinni. Við vorum hlaðnir pinklum og í sparifötunumog það var dýrlegt að heyra hvernig marraði undir fótunum í snjónum. Þetta var árvisst, svo við vissum alltaf að það myndi gleðja fólkið. Þetta varð mér seinna efni í sögu sem kom út í bókinni Jólasögur. ” 18. Hver er uppáhaldsbrandarinn þinn? „Hann snertir mig sjálfan. Minnstu máli skiptir hvort hann er sannur eða ekki. Ég átti að vera í bil mínum á gatnamót- um við umferðarljós. Þar stoppa ég og ljósið verður grænt, gult, rautt og grænt, gult og rautt þar til bankað er i gluggann hjá mér og þar er lögregluþjónn og segir: „Séra Pétur, það eru ekki til fleiri litir!” Og það fylgir sögunni að þegar bíllinn fór af stað hafi það verið á rauðu.” 19. Hvaða matur finnst þér bestur? „Þessu á ég erfitt með að svara, ég er svo mikill matmaður. Afskaplega sest ég þó kátur þegar konan mín framreiðir sína ljúf- fengu kjötsúpu.” 20. Hver er eftirlætisdrykkur þinn? „Ef ég ætla að fá mér eitthvað gott að drekka þá er það nú Thule.” 21. Hver er besta sjónvarpsauglýsing sem þú manst? „Mér kemur i hug auglýsing þar sem Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason sátu og voru að rabba saman og Árni sagði Bessa einhverja stórfurðulega hluti og Bessi svaraði og horfði út í bláinn: „Það er bara svona!” ” 22. Hvernig og hvert vildir þú helst ferðast? „Ég á dýrlegar endurminningar um' ferðalög okkar hjóna um íslenska náttúru að sumarlagi og einnig er við fórum til ísrael 1979. Sú ferð liður mér seint úr minni. Og þegar maður hefur farið eitthvað skemmti- legt vill maður helst fara aftur.” 23. Hvernig myndir þú kjósa þér ævikvöldið? „Með konunni minni og við sömu hugðarefni og nú.” 24. Lífsmótto: „Það er ein setning úr Fjallræðunni sem hefur staðið mér, held ég, hvað næst: „Leitið fyrst guðs ríkis og þess réttlætis.” ” Zb Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.