Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 17
2. hluti Framhaldssaga Spennandi og vel skrifuð sakamálasaga sem gerist á íslandi. — Ríkið hefur einkasölu á áfengi hér og verðlag á áfengi er hátt. Smyglari, sem getur útvegað áfengi á lágu verði, verður aldrei vinafár. áföst því. Stórt, upplýst skilti var á fram- hlið viðbyggingarinnar. Þar stóð stórum stöfum „Arkival Air”. Þeir óku upp að húsinu og lögðu bílnum á stæði til hliðar. Leifur drap á bílnum og bjóst til aðstíga út. — Segðu mér eitt, sagði Gaunt og hélt aftur af honum. — Hvað kom eigin- lega fyrir Jamie Douglas? — Honum urðu á mistök, svaraði Leifur og andvarpaði. — Sérðu loftnetið þarna? Það var á þaki viðbyggingarinnar, hátt loftnet, sem teygði sig upp í svartan himininn, með rautt ljós í toppinn. Gaunt kinkaði kolli. — ÞettavarleikfangiðhansJamies. Leifur studdi olnbogunum á stýrið, andlit hans var alvarlegt í skímunni. — Það drap hann. Við vitum það eitt, að hann kom aftur hingað þetta kvöld einn síns liðs til að ljúka einhverju verkefni, og næsta morgun fannst hann dauður á þakinu við rætur loftnetsstangarinnar. Það var smábilun í loftnetinu, hann hafði með sér verkfæri til að gera við það — en talstöðin var í gangi inni á skrifstofunni. Gaunt hryllti sig. — Hafði hann fengið í sig straum? Leifur kinkaði kolli. — Talstöðin er mjög kraftmikil, sérfræðingarnir kalla það extra háa tíðni. Og þar sem hún var i gangi.. . Hann yppti þreknum öxlunum. — Það var leiðindaveður þennan dag, og hann hafði flogið mikið. — Þreytan gerir menn kærulausa, sagði Gaunt hljóðlega. — Hver fann hann? — Ég, svaraði Leifur stuttur I spuna. — Jæja, eigum við að koma inn? Þeir stigu út úr bílnum, og Leifur vísaði veginn að mjóum dyrum á hlið flugskýlisins. Hann opnaði þær, bauð Gaunt að ganga inn á undan sér, lokaði því næst á eftir þeim. Inni í flugskýlinu var hlýtt og bjart. Rauði rútukálfurinn stóð þar til hliðar, einnig sendiferðabíll og tveir aðrir smá- bílar, en í miðju skýlinu stóð rennileg, rauð, tveggja hreyfla Cessna, sex sæta. Renglulegur maður í samfestingi, sköll- óttur með hestsandlit, var að vinna við vélina. Leifur benti Gaunt að hinkra og gekk til mannsins. Þeir töluðu saman stundarkorn, maðurinn með hestsand- litið hristi höfuðið. En að lokum sló Leifur á öxl hans og sneri aftur til Gaunts. — Þetta er flugvirkinn okkar, Peter Close, svartsýnn Englendingur, sem hafði þó vit á því að giftast islenskri stelpu, sagði Leifur og vísaði Gaunt veg- inn þvert yfir flugskýlið að öðrum dyrum. — Einn af þeim, sem alltaf þarf að kvarta. Það var smávægileg bilun i öðrum hreyflinum. Hann er búinn að komast fyrir hana, en hann mátti til með að nudda svolítið. — Þannig eru allir viðgerðarmenn, samsinnti Gaunt skilningsríkur. — Hvenær kemur hin vélin ykkar aftur? — Bráðlega — eftir klukkustund eða svo í mesta lagi, alit eftir því hvað þeir verða fljótir að erinda i Álfaborg. Þessi snjókoma var mest hér um slóðir, svo að hún ætti ekki að hafa tafið. Leifur opnaði dyrnar og benti Gaunt að ganga inn fyrir. — Þekkirðu eitthvað til flugmála? — Ég kaupi mér miða og set allt mitt traust á, að maðurinn í flugstjórnarklef- anum kunni sitt fag, svaraði Gaunt, meðan þeir gengu eftir mjóum gangin- um. — Sama hér, þegar jörðu sleppir, viðurkenndi Leifur. — Já, og ég hef beltið spennt, þangað til vélin er lent aftur. Hann yppti öxlum. — Jamie var ekki sama sinnis. Hann flaug til skiptis við flugmennina tvo, sem eru ráðnir hjá okkur. Þeir hafa orðið að auka við sig. Þeir komu nú inn í skrifstofuna, stórt herbergi með nokkrum skrifborðum og skjalaskápum. Eina manneskjan þar inni, mikilfengleg, miðaldra kona, sat við eitt borðið og hamraði á ritvél, sem virtist einstaklega lítil i samanburði við hana. Hún hætti að vélrita, þegar hún varð þeirra vör, reis á fætur, brosti við Gaunt og sendi Leifi snöggt, spyrjandi augnaráð. — Hér færðu að kynnast hinum raunverulega forstjóra fyrirtækisins, sagði Leifur með hreykni í röddinni. — Þetta er konan mín, Anna Jörgensdóttir — og Anna, þetta er Jonathan Gaunt, sem við fengum skeytið um. Anna Jörgensdóttir var klædd blárri dragt við hvíta blússu. Hún var ivið hærri en eiginmaður hennar og gaf honum ekkert eftir á þverveginn. Hand- tak hennar var jafnskelfilega þétt og eiginmannsins. — Kallaðu hana Önnu, lagði Leifur til. — Við notum alltaf skírnarnöfn okkar. Gaunt kinkaði kolli. Það hlaut að einfalda hlutina í landi, þar sem nöfnum var raðað í símaskrá eftir skírnarnöfn- um, þar sem konur héldu sínu eigin nafni alla tíð, þótt þær giftust, og þar sem börn fengu eftirnafn með því einfaldlega að bæta son eða dóttir við nafn föður síns. Ekki var þó ólíklegt, að þessar siðvenjur gætu komið hjónum í klandur á hótelum erlendis. — Ágætt, sagði Anna Jörgensdóttir og sneri sér að manni sínum. — Hafið þið eitthvað getað spjallað saman? — Já, nóg að sinni að minnsta kosti. Hann klappaði henni ástúðlega á vænan afturendann. Það hljómaði eins og byssuskot. — Ég segi þér frá því síðar. Gefðu okkur kaffi, kona — og hvar eru allir? — Einhvers staðar hér, svaraði hún, svo hleypti hún brúnum. — Harald Nordur er hér, hann kveðst nauðsynlega þurfa að hitta þig. — Núna? Leifur bölvaði hljóðlega, sneri sér svo afsakandi að Gaunt. — Ég sagði þér frá honum. Hann rekur Álfaborg. Hvar er hann, Anna? — Ég vísaði honum inn á skrifstofu Jamies. Hún greip um handlegg hans, þegar hann sneri sér við til að fara. — Leifur, Erna frænka hringdi til að spyrja, hvort þú myndir eftir kvöldinu í kvöld. — 1 kvöld? Ég hélt... Leifur virtist undrandi, en lauk ekki við setninguna. Hann kipraði varirnar og kinkaði kolli. — Takk. Hringdu í hana fyrir mig og segðu, að við komum. Ég ætla að athuga, hvað Harald vill. Hann gekk þvert yfir herbergið, opnaði dyrnar að litilli einkaskrifstofu og gekk inn. Um leið og hann lokaði á eftir sér, heyrði Gaunt karlmannsrödd taka kveðju hans. — Er þetta fyrsta heimsókn þin til Islands, herra Gaunt? spurði Anna Jörgensdóttir kurteislega. — Önnur — en i fyrsta skipti, sem ég fæ tækifæri til að líta í kringum mig, sagði Gaunt og neri hökuna. — Ég tók eftir, að þú talaðir um skrifstofu Jamies. Leifur hlýtur að sakna hans. — Þeir voru ekki síður vinir en með- eigendur, sagði hún stillilega. Svo benti hún á stól. — Fáðu þér sæti, ég ætla að sækja kaffi handa þér. Gaunt settist, en hún gekk út úr her- berginu, furðu léttstig af svo stórvaxinni konu að vera. Á veggnum andspænis þar sem Gaunt sat var stórt Islandskort, 50. tbl. Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.