Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 37

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 37
Jólasmásaga Mamma myudi skilja samheldni þeirra en ég held að hún myndi ekki skilja þetta með jakkann og ég lái henni þaöekki. París er ekki eins og ég bjóst við. Við byrjum á að fara upp á Montparnasse að leita að hótelinu sem einhver mælti með og er ótrúlega ódýrt. Þau hin tala um hve ótrúlega ódýrt það sé svo ég held mér saman um að mér finnist það hálfógeðslegt. Þetta er mjög há bygging og við erum efst uppi og verðum að þramma alla leiðina upp í hringstiga sem brakar og brestur í og maður heldur að hann sé að hrynja í hverju þrepi. Herbergið virðist vera úr pappa og það eru pínulitlar svalir fyrir utan frönsku gluggana, járngrind umhverfis og svimandi langt niður á götuna fyrir neðan. Útsýnið er serlega rómantískt, yftr húsþök og kirkjuturna, en það er eitthvað subbulegt við staðinn. Ég býst við að rúmfötin séu skítug. í herberginu er einkennileg lykt sem ég kann ekki skil á og mér líður hálfilla ... Ég fyrir mitt leyti er ósköp fegiit að við stöldrum ekki lengi við að skoða út- sýnið. París að kvöldi dags er sérlega fögur. Fallegu, gömlu byggingarnar eru perlugráar og gylltar í skini götuljós- anna, brýrnar yíir Signu og nakin trén eru jafntignarleg og sagt hefur verið. Við lærum fljótlega að rata. Við komumst að þvi að það er ódýrt að borða í Latinuhverfinu og að það er þægilegt að ferðast með Metró (það er neðanjarðarlestinni) og ódýrt að auki. Við erum allt of siðprúð til að það hvarfli að okkur að skreppa á nektar- sýningar þrátt fyrir glitrandi auglýsing- arnar, þær tilheyra öðru tímaskeiði. Við finnum dansstað á Place du Teríe, það kostar engin ósköp, og ekki ’neldur rauð- vínið sem við drekkum, tórilistin er þræl- góð og þarna eru engir Englendingar. Svona á lífið að vera. Gestirnir ei u ungir Frakkar. Þegar við förum út og heim á hótel mætum við fólksstraumnum sem er að koma frá miðnæturmessu í Sacré-Coeur, Madeleine og Notre Dame og öllum litlu kirkjunum á Vinstribakkanum. Ég veit að herbergið bíður eftir mér. Mig langar til að vera úti alla nóttina. En við verðum að koma okkur upp á hótel fyrr eða síðar. Við tökum með okkur rauðvín upp á herbergi og sitjum og kjöftum fram eftir öllu. Hvort sem það er af þreytu eftir viðburðaríkan dag, áhrifum vínsins eða lélegu úthaldi þá rúlla ég útaf ein- hvern tíma nætur og opna augun aftur á jóladagsmorgun. Við vöknum til lífsins með stórum bollum af sterku kaffi og rúsínukökum og ég kemst á þá skoðun að það hafi verið vitleysa að ákveða að gefa hvert öðru ekki jólagjafir. Það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Ég held að við séum öll fegin þegar við förum af hótelinu. París er einkenni- lega tóm og yfirgefin þennan morgun — auð stræti, hvorki bílar né menn á ferli. Ég bjóst við að göturnar umhverfis Sorbonne væru yfirfullar af stúdentum. Ég ímyndaði mér að við gætum samein- ast hópi þeirra á kaffihúsunum við Boulevard St. Germain. En hvar er allt fólkið? Þeir einu sem sjást eru fáeinir utangarðsmenn. Ég hafði heyrt talað um umferðina í Paris, hvað allir keyrðu geðveikislega umhverfis Place de la Concorde, en það sjást aðeins örfáir bílar á hringsóli á þessu griðarstóra torgi. • Á Champs Elysées eru gangstéttar- kaffihúsin öll auð. Hvar er allt fólkið? Það byrjar að renna upp fyrir okkur að allir hafi farið heim — allir stúdent- arnir, allir hressu, ungu Parísarbúarnir. Frakkar eru að halda jól með fjölskyld- um sínum. Siðan fer að rigna, kalt og hráslagalegt vetrarregn. Það kemur upp smávanda- mál vegna jakkans eina. Við eyðum þess vegna ekki löngum tíma í ráf milli sögu- legra bygginga eða í vangaveltur yfir byggingafræði Pompidou-safnsins og stöldrum aðeins smástund á barnaleik- vellinum við fótskör Eiffelturnsins. Við ætlum í Louvre en það er lokað, þannig að við reikum upp eftir Rue de Rivoli, leitum skjóls undir húsvegg eða skoðum rándýran varninginn í búðar- gluggunum. Síðan förum við inn á enn eitt kaffi- húsið og pöntum hádegismat. Við erum fremur fámál og verðum að bíða lengi, lengi eftir matnum. Ég er næstum búin að gleyma hvað ég pantaði þegar matur- inn loksins kemur. Það reynist vera kótiletta með engu og sýnist ákaflega einmana þarna á diskinum. Ég legg samt í hana og hún Demantar djásn náttúrunríar í gullskarti frá Kjartani Ásmundssyni gullsmid Adalstrœti 8 90. tbl. Vlkan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.