Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 94

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 94
Ljósmyndun Kæri Póstur. Ég hef nú aldrei skrifað þér áður en ég vonast eftir svari. Ég er orðin 18 ára gömul og ég veit ekki ennþá hvað ég ætla mér að læra í framtíðinni svo ég verð að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvar get ég lœrt Ijós- myndun?Þarf ég að fara á samning? Hve mörg ár tekur það? Ein óákveðin. Ljósmyndun er löggilt iðngrein hér á landi og samkvæmt því á iðnskólinn að annast kennslu í bóklega hluta fagsins. Best er að; hafa samband við skólann sjálfan til þess að fá nánari upplýsingar um þessi mál. Ljósmyndanemi verður að vera á samningi en það mun vera illmögulegt að komast á slíkan eins og er. Reynandi er að tala við starfandi ljósmyndara, til dæmis á stærri ljósmyndastofum, og kanna horfurnar.Einnig er hægt að komast til náms í ljós- myndun erlendis en það er sömuleiðis erfitt og dýrt. Upp- lýsingar um ljósmyndaskóla ættu að fást í sendiráðum viðkomandi landa. TIL JÓLAGJAFA Svissnesk úr, öll þekktustu merkin. Gull- og silfurskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, borðsilfur bókahnífar og margt fleira. — ALLT VANDAÐAR VÖRUR — Sætir strákar í TEENS Kæri Póstur. Það er þannig að mig langar að spyrja þig hvort þú vitir heimilisfang og nafn á dökk- hærða stráknum í hljóm- sveitinni TEENS. Vona að þú getir hjálpað mér því hann er svo sætur. Takk fyrir allt gamalt og gott. Bæ, bœ, X Eftir því sem Póstinum virðist er fleiri en einn dökkhærður strákur i TEENS og allir eru þeir agalega sætir. En sennilega átt þú við söngvarann, hann Robby Bauer. Orðrómur er á kreiki um að Robby ætli að hætta í TEENS og snúa sér að öðru en hann á erfitt með að gera upp hug sinn. Hinir strákarnir, Uwe, Micha, Alex og Jörg, segjast munu halda áfram þótt Robby hætti. Utanáskrift aðdáendaklúbbs TEENS í Þýskalandi er: TEENS-Fan Club, Peter Woller, Hohen Friedbergstr 25, D-4000 Dusseldorf, West Germany. Hrifin af kærasta systur minnar Elsku hjartans Póstur. Þú verður að hjálpa mér núna því ég er í hryllilegum vandræðum. Þannig er að ég er alveg að deyja úr ást og veit ekkert hvað ég á að gera því hann er nefnilega með systur minni og þau eru mjög hrifin hvort af öðru. En hann er fjórum árum eldri en ég og er alveg æðislega sætur og skemmtilegur og alltaf mjög almennilegur við mig og meira en það. Mér finnst oft eins og hann sé dálítið hrifinn af mér líka, að minnsta kosti er hann alltaf eitthvað að tala við mig og vill alltaf hafa mig með og við skemmtum okkur alltaf svaka vel saman. Ég held að systir mín viti ekkert um þetta, að minnsta kosti þori ég ekkert að segja. En ég roðna mjög oft ogfer hjá mér þegar hann kemur svo ég held að þetta hljóti að vera alveg augljóst, eða mér finnst það. Samt mundi ég aldrei vilja skemma fyrir systur minni en ég er alveg að deyja úrástog get ekki gleymt honum og get ekki lifað án hans. Elsku Póstur, hjálpaðu mér nú fljótt og Helga má alls ekki éta þetta bréf. Ein örvæntingarfull. Hér er sannarlega úr vöndu að ráða. Leggðu málið vandlega niður fyrir þér. Þú segist halda að hann sé hrifinn af þér en jafnframt mjög hrifinn af systur þinni, ekki geta lifað án hans en ekki vilja skemma fyrir systur þinni. Þetta er nokkuð þver- sagnakennt en getur allt komið heim og saman þar sem til- veran er nú mótsagnakenndari og ruglingslegri en hún virðist á yfirborðinu. Þú verður samt sem áður að gera þér grein fyrir stöðu þinni. Pósturinn telur afar ólíklegt að kærasti systur þinnar sé alvarlega hrifinn af þér. Hann kann áreiðanlega mjög vel við þig og er jafnvel obbo- lítið skotinn í þér, en það er greinilega systirin sem hann er hrifinn af. Taktu þvi vináttu hans eins og hann ætlast til og gerðu þér engar grillur. Ást af þessu tagi er mjög algengt fyrir- bæri en gengur oftast yfir. Ef þú gefur tilfinningunum lausan tauminn i sambandi við strákinn áttu á hættu að eyðileggja fyrir honum og systur þinni og einnig að skemma það góða samband sem virðist ríkja á milli ykkar allra. Vertu meira með þínum vinum og beindu athyglinni að öðrum strákum. Smám saman mun þér takast að komast yfir þetta og eftir á verður þú fegin að eiga kærasta systurinnar að traustum og skemmtilegum vini. Við viljum komast út Kæri Póstur. Við erum hérna tvær og höfum aldrei skrifað þér áður. Okkur langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Við erum báðar 15 ára og okkur langar til að komast út að vinna. 1. Hvar getum við fengið vinnu við garðyrkjustörf úti? Og ef það er hægt, hvert eigum við þá að leita? 2. Hvað þurfum við að vera gamlar til að komast einar út á vegum ferðaskrifstofu? 3. Er hægt að fara í málaskóla úti á Italíu og ef það er hægt, hvert eigum við þá að leita? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, K.J.og Ó.G. 94 Vlkan f •. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.