Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 11

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 11
Fjölskyldumál þeim að kenna að foreldrarnir vilji ekki búa saman lengur, þau hafi verið óþekk og erfið. Börn geta líka tekið á sig mikla ábyrgð- með að reyna að koma foreldrunum saman aftur og lagt á sig mikla streitu og vonbrigði sem þau geta ekki ráðið við. Þess vegna er mjög mikilvægt að ákvörðunin sé skýr. Þau þurfa að vita hvar þau eigi að búa, hvort þau haldi áfram í sama skóla og hvað breytist hjá foreldrunum. Það foreldri, sem fer að heiman, þarf að gefa skýr svör um hvar það búi. Það er of erfitt fyrir barn að for- eldri, sem fer að heiman, búi bara einhvers staðar og sé kannski ekki með síma. Þá er eins og það sé hvergi og eitthvað hræðilegt geti hafa komið fyrir. Það mikilvægasta í samtalinu við börnin er að vera heiðarlegur. Það er alls ekki nauðsynlegt að gefa þeim lýsingu á ýmsum atvikum, sem leitt hafa til skilnaðar, heldur sýna og segja þeim frá hvernig foreldrunum líður, að þeim finnist þetta erfitt en um leið koma þvi til skila að foreldrarnir ráði þó við þetta og að þeir vilji reyna að gera þetta eins auðvelt og hægt er fyrir börnin þvi afstaðan til þeirra hafi ekkert breyst. Ef foreldrarnir sjálfir sýna sínar eigin tilfinningar hjálpa þeir börnunum að segja frá hvernig þeim líður og minnka hættuna á að þau loki sig af með þá ein- manakennd og söknuð sem oftast kemur upp. Á þessum tíma þurfa margir á utan- aðkomandi hjálp að halda enda sjálfsagt að fá alla þá aðstoð sem hægt er til að undirbúa börn og fullorðna sem best fyrir það tímabil sem í hönd fer. Einnig má nefna að á síðasta ári kom út á íslensku Bók barnanna um skilnað, sem er skrifuð sérstaklega fyrir börn og for- eldra þeirra. Eldri börn vilja gjarnan lesa bókina út af fyrir sig og hún getur hjálpað þeim síðar til að orða spurningar sínar til foreldranna. Umgengni eftir skilnað Sú mynd, sem barn hefur innra með sér af eigin persónu, er í mjög sterkum tengslum við báða foreldrana. Þó svo að foreldrar skilji, og annað foreldrið flytji að heiman, breytast tilfinningatengsl barnsins við það foreldri ekki að sama skapi. Það verður fyrirmynd, sem barnið vill líkjast, eftir sem áður. Þó svo að for- eldrar giftist aftur sitt í hvoru lagi og tengsl barnsins breytist við það foreldri sem flutti að heiman hafa ýmsar rann- sóknir sýnt að mikilvægi þessa foreldris breytist samt sem áður ekki í grund- vallaratriðum, þó raunar skipti aldur barnsins við skilnað miklu máli í þessu sambandi. Þess vegna er umgengni barnsins við það foreldri sem það dvelur ekki hjá að staðaldri mikilvæg. Lítil börn þurfa oft skýrar reglur og geta vel sætt sig við ákveðna daga eða helgar. Allar reglur verður að miða við hvert einstakt barn og mestu máli skiptir jákvæði milli foreldra — að þau geti haft samband vegna barnsins, að barnið geti hringt í foreldri. öll samvinna er af hinu góða fyrir barnið og ef vel tekst til getur barnið séð að þær tvær manneskjur, sem eru foreldrar þess, geti verið vinir sem þyki vænt um bamið — þó svo að þær búi ekki saman. Þegar börn eru orðin eldri er oft óþarfi að hafa heimsóknarreglur mjög stífar, enda getur barnið þá betur fundið hvernig þaö vill haga umgengni sinni. Foreldrar vilja gjarnan að bamið dvelji hjá þeim eina til tvær nætur í einu sem oft þarf ekki að henta barni sem á heimili sitt i öðru bæjarhverfi þar sem allir félagar þess eiga heima. Stífar umgengnisreglur fyrir börn eldri en 10-11 ára eru oftast til komnar vegna þarfa foreldranna og jafnvel ósættis þeirra. Böm á þessum aldri eru oftast einfær um að velja sér umgengnis- form, hvort sem það er að hjóla til pabba, fara í bíó eða hvaða leið sem þau velja sér. Samvinna foreldra Samvinna milli foreldra er þó oft ýmsum erfiðleikum háð og tortryggni í garð hvort annars getur verið mikil. Orsakir geta verið skiljanlegar, til dæmis þegar umgengni getur ekki átt sér stað vegna hættu á vanrækslu eða að barnið sé í hættu af einhverjum orsökum. Til allrar hamingju fyrir börn heyrir það þó til undantekninga. En þó svo að foreldrar hafi sameigin- legan áhuga á ábyrgð á börnum sinum detta þeir oft í þá gryfju að blanda barninu í óuppgerðar tilfinningar hvort í annars garð eftir skilnaðinn. Ýmis dæmi má nefna um þetta: — Foreldri blandar sér í hvern barniö heimsækir af ættingjum sinum þegar þaðer i heimsókn hjá hinu foreldrinu. — Foreldri fær barnið til að tala um hvað hinn aðilinn segi eða geri, hverjir komi i heimsókn og svo framvegis. — Foreldri talar illa um fyrrverandi maka eða ættingja hans í viðurvist barnsins... . . . og svona mætti lengi telja. Onnur viðbrögð foreldris eru að reyna að „kaupa” barnið með dýrum leikföngum. Foreldri sem nú hittir börn sín aðeins í heimsóknum vill gjaman að bamið eigi dótið sitt og annað heimili hjá því. Oft verður togstreita vegna þessa því barn sem hefur eignast skemmtilegt leikfang eða föt vill ekki láta skerða rétt sinn á þennan hátt. Slíkar ráðstafanir eru auk þess ástæðulausar því barnið byggir samband við foreldri á tilfinningalegum tengslum og ætti sjálft að ráða i slíkum málum. Þegar illa fer Því miður eru mörg dæmi um að for- eldri ræki ekki foreldraskyldur við barnið eftir skilnað. Slíkt er mjög erfitt fyrir barnið en þó sérstaklega ef það hefur verið hænt að foreldrinu sem hverfur á þennan hátt. Ástæður fyrir þessum viðbrögðum foreldra geta verið ýmsar. Ein er að móðir hefur ein borið aðalábyrgð á uppeldi barna og þau hafa þannig verið mest tengd henni. Faðir er þá stundum eins og hálfókunnugur börnum sínum og veit ekki hvernig hann á að vera með þeim, um leið og hann gerir sér ekki grein fyrir hvað hann er mikilvægur. En einnig getur verið um að ræða að hann hafi ekki ábyrgðartilfinningu og kjósi að gleyma því að börnin þurfi á honum að halda. Önnur ástæða er að foreldri á sjálft svo erfitt eftir skilnað að það treystir sér ekki til að hitta börnin og finnst nauð- synlegt að vera i fjarlægð við fjölskyldu sína. Tengslin við börnin í þessu dæmi geta fljótt lagast ef foreldri getur haldið aftur af aðskilnaðarkvíða sínum. Þó langur tími líði með sambandsleysi er mikilvægt að leggja ekki að barni að hafa samband við foreldri sem ekki treystir sér til þess en um leið er rétt að standa ekki gegn sameiginlegum fundi ef vilji er fyrir honum seinna meir. Foreldrahlutverkið er til áfram Segja má að skilnaðartiðnin nú á dög- um sé að því leyti jákvæð fyrir börn að það er auðveldara að vera skilnaðarbarn nú á tímum vegna þess að þau eru svo mörg. Ef rétt er að málunum staðið við skilnað og foreldrar finna lausnir á þeim vandamálum sem upp koma á þessu tímabili þurfa þeir ekki að vera óvinir framvegis. Því þótt hjónaband megi leysa upp með skilnaði halda fyrrverandi hjón áfram að vera foreldrar og fyrir börnin skiptir samvinna foreldranna meginmáli. Það er réttur hvers barns að foreldrar þess geri það sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa því til vegs og þroska. 50. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.