Vikan


Vikan - 10.12.1981, Side 48

Vikan - 10.12.1981, Side 48
 Jólaföndrið er ómissandi Gullna hjartað er úr málmpappír. Klippið 1 cm ræmu um 20 cm langa. Búið til hring. Sníðið fjögur hjörtu, leggið hvert ofan á annað og heftið í miðjunni. Jólasveinaandlit úr viðarbút. Andlitið málað á. Húfan er poki úr filti tekinn saman til endanna. Skeggið er úr bómull. Jólaenglasveinninn er bú- inn til úr pappa, filti og vattkúlu. Klippið hálf- hring úr pappa og filti. Límið filtið á pappann. Klippið vængi úr hvítu filti. Vattkúlan er límd við búkinn (gatið á kúlunni stækkað aðeins). Að síðnstu er sniðin húfa úr filti (hálfhringur) og húfan Ifmd á höfuðið. Teiknið andlhið með tússpenna. Það er gamall og góður siður að skreyta bæinn um jólin. í verslun fæst óendanlegt úrval skrautmuna til að prýða með. En eins og allir vita jafnast fátt á við sköpunargleðina og því ekki að veita henni útrás í jólaundirbúningnum? Hér gefur að líta bæði einfalt og flóknara jóla- skraut sem allir heimilismenn geta dundað sár við að búa til á nöpru desemberkvöldi, þegar myrkrið umvefur húsin og vindurinn gnauðar í trjánum - og slökkt er á sjónvarpinu, Á meðan gætu til dæmis allir tekið lagið, sagt eða lesið jólasögur til skiptis’- Gaman, gaman. Vikan færir Ragnheiði Thorarensen bestu þakkir fyrir hjálpina. Jólakúlurnar eru klipptar út úr lituðum málmpappír. Teiknið hring með hringfara (sirkli). Teiknið síðan þrihyrning inn í hringinn, brjótið upp brúnirnar og límið saman.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.