Vikan


Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 46

Vikan - 10.12.1981, Blaðsíða 46
Texti: Þórey ÞAÐER HOPP ÞAÐER Hl ÞAÐER HÆ Hvað segir hringur á fingri? Bolti og diskur á lahbi Notið tvo stóra matardiska (þó ekki úr sparistellinu), tvo stóra plastbolta (eða blöðrur) og snúru sem markar byrjunarlínu og endamark. Tveir keppendur úr hvoru liði standa hvor á móti öðrum og styðja höndum hvor á annars öxl, tærnar eiga að snert- ast. Setjið disk ofan á fætur keppendanna og boltann eða blöðruna þar ofan á. Leikurinn er fólginn í því að keppendur úr hvoru liði reyna að mjaka sér yfir gólfið frá byrjunarlínu að enda- marki. Ef annaðhvort diskurinn eða boltinn dettur þá verða keppendur að bíða á meðan því er komið fyrir á nýjan leik. Þeir keppendur sigra sem fyrstir snerta endamark. Athugiö að hendurnar eiga að vera á öxlun- um allan tímann. Hægt er að halda bæði tvímenningskeppni og boðkeppni. Appelsínuleikur Tveir keppendur eða tvö lið og einn stjórnandi. Þaðsem með þarf eru tvö borð eða stólar, skál með appelsínum, plastglas, matskeið og klútur til að binda fyrir augun. Setjið appelsínurnar á annað borðið og plastglasið á hitt, hafið langt bil á milli. Bindið fyrir augun á keppendum og látið þá taka appelsínu úr skál með skeið, ganga yfir gólfið og láta í plast- glasið á hinu borðinu. Það lið vinnur sem fyrr kemur appelsín- unum sínum í glasið. Ef appelsin- an dettur verður keppandinn að biða á meðan stjórnandi setur hana aftur í skeiðina. Keppandi má ekkert snerta. Kúlu-klemmu-kapp Tveir keppendur eða tvö lið. Notið tvö borð, þvottaklemmur úr tré, pappírsdiska og sælgætiskúlur. Setjið annað borðið við byrjunar- línuna en hitt við markið. Fyrsti keppandi setur klemmuna á milli tannanna og notar hana siðan til að taka upp disk með sælgætis- kúlum. Síðan skriður hann þvert yfir gólfið, yfir að hinu borðinu og gætir þess að missa kúlurnar ekki niður. Það lið sem kemur flestum kúlum i mark vinnur. Persónuleikapróf Látið gestina gangast undir persónuleikapróf og afhjúpið þá siðan í allra viðurvist. Þá kemur margt skringilegt, svo ekki sé meira sagt, upp á yf irborðið. Ágæt hvíld eftir ærslafulla leiki þegar allir eru um það bil aðfá nóg. Athugið hvar á hendinni fólk ber hring (giftingarhringur er ekki meðtalinn). Þaðerengin tilviljun og gefur mjög athyglisverða vísbendingu um innræti viðkom- andi. Á vísifingri: Bendir til ráðríki og foystutilhneigingar. Þessi mann- eskja vill láta taka eftir sér. Álöngutöng: Þessi manneskja er forlagatrúar . . . það sem á að gerast mun gerast. Á baugfingri: Trú á ást, hjóna- band og rólegt, öruggt lif i faðmi f jölskyldunnar. Á litla fingri (hægri handar): Manneskjan er fremur fíkin í pen- inga og það sem þeir geta veitt. Á litla fingri (vinstri handar): Viðkomandi er mjög veikur fyrir hinu kyninu. Á þumalfingri: Sá sem ber þennan hring er mjög sérstæður persónu- leiki sem gaman væri að kynnast nánar. Á hverjum fingri: Þessi er glysgjarn í meira lagi og hefur gaman af því að láta á sér bera. Fleiri en einn hringur á fingri: Áðurnefnd einkenni eru mun sterkari. , Með engan hring: Sá er vinnu- samur, hreinn og beinn og sjálfum sér nógur. Með stóran hring (stóra hringi): Viðkomandi hefur mikið álit á sjálfum sér. Það er alkunna að menn tjá sig á fleiri vegu en með tungunni einni saman. Líkamsmálið er í rauninni heilmikil fræðigrein og varhuga- vert að fara djúpt út í þá sálma. En það getur verið stórskemmti- legt að fylgjast með öðrum og hvernig þeir opinbera sinn innri mann án þess að vita af því. Hér eru nokkur atriði sem vert er að taka eftir: Sá sem er alltaf að klappa og strjúka sjáifum sór: Þessi vildi heldur vera að klappa og strjúka þeim sem hann er aðtala við. Sá sem fitlar í sffellu við eða strýkur hór sitt: Taugaóstyrkur og líður fremur illa. Farðu og segðu þess- um að slappa af eða segðu honum besta brandarann sem þú kannt. Sá sem aldrei lætur hluti í kringum sig ífriði: Vill fá meiri athygli, vildi fremur vera að handfjatla fólk en hluti. Sá sem heldur um þumalinn: Þessi er mjög hræddur um að segja ein- hverja vitleysu enda hefur þaðoft komið fyrir. Þar af leiðandi er hann hræddur við að segja meiningu sína. Sá sem leikur sór að hringnum sínum: Sá sem snýr hringnum i sífellu býr yfir leyndum þrám. Sá sem nuddar baugfingur eða hringinn þar á þráir öryggi. Sá sem í sífellu leikur sér að litla fingri hefur mikinn áhuga á hinu kyninu, peningum eða hvoru tveggja. Sá sem stappar niður eða sveiflar fæti: Merki um árásargirni. Þennan langar að sparka ein- hverjum út. Só sem deplar augum ótt og títt: Mjög órólegur, langar helst að loka augunum fyrir því sem sagt er. 46 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.