Vikan


Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 20
kur „Þú fékkst peningana aftur,” sagði hún lágt. „Jim er ánægður yfir því. Hann vill ekkert taka frá þér. Ekkert. Hann langar bara til að vita hver faðir hans er. Get- urðu ekki orðið honum að liði? Gerðu það. Af hverju þarftu að halda því svona stranglega leyndu?” Höfundur: Oliver Jacks Hann ók niður í laut rétt hjá hæðarbrún og Rittberg hugsaði að guðinn sem hann trúði á hlyti að hafa gripið handfylli úr hlíðinni. Svo sá hann að þetta var gömul grjótnáma sem nú var gróin á brúnum. Maas lagði bílnum og sat stundarkorn með hendur á hnján- um áðuf en hann steig stirölega út. Hann sótti sterkan kíki í skottið á bílnum. Við Rittberg sagði hann svolítiö afsakandi: „Ekki frá þér, Walter. Zeiss. Við skulum fara hérna upp.” Þeir gengu slóð sem sást varla fyrir emiberja- og brómberjarunnum og testu fötin iðulega á þyrnum. Maas heyrði Rittberg mása og blóta fyrir aftan sig. Þeir komu upp á brúnina; héðan sáu þeir talsverðan spöl eft- ir hlykkjóttum veginum. Maas beindi sjónaukanum að veginum og skoðaði hann vandlega. Rittberg sagði: „Gengur þetta ekki heldur of langt?” Maas svaraði honum án þess að láta sjónaukann síga. „Slíkt fyrir- finnst ekki.” Hann var að rýna inn í furuskóginn, horfði yfir börðin, inn í þunga skuggana sem teygð- ust úr dölunum beggja vegna vegarins. Loks lét hann sjónauk- ann síga. „Stundum furða ég mig á því hvernig þú hefur tórað, Walter.” „Þú veist hvernig.” Þeir fóru af hæðarbrúninni og smeygðu sér niöur á steina sem sköguðu út yfir grjótnámuna. Maas lét sjónaukann hanga um hálsinn og mennirnir tveir fundu sér hörð sæti á steinunum. „Þetta er löng leið að fara,” sagði Rittberg sem ennþá var fúll. Maas yppti öxlum. „Geðjast þér ekkiaðsveitinni?” Rittberg var feginn að hann sat. Hann vissi hvaö Maas vildi. „Ég er búinn að fara yfir listann með sendifulltrúanum í viðskipta- nefndinni. Hann er öruggur.” „Enginn þar sem þú þekkir?” Spurningin var hvöss. „Enginn sem ég hef nokkru sinni hitt. Ég hef heldur ekki haft neitt samband við fyrirtækin þeirra.” „Ég varð aö velja fulltrúana vandlega.” „Það er ekkert til fyrirstöðu. Þú getur notað mitt nafn. Enginn í hópnum mun vita að þú sért ekki ég.” Maas kinkaði kolli. „Þá er komið aö Corbett.” „Einstakur maður. Svar við gagnrýni þinni á bandaríska þjálf- un.” Maas kipraði varirnar. „Ég kynntist honum í New York þegar ég var viðskiptafulltrúi þar. Ég dáist að tryggð þinni en það voru Frakkar og Bretar sem þjálfuöu Corbett fyrir löngu.” „En þaö voru Bandaríkjamenn sem ráku smiðshöggið á verkið.” Rittberg neitaði að leggja eyrun við þessu. „Það var snilldarleg hugmynd að starfa frá París þeg- ar um London er að ræða.” „Það var mín hugmynd,” sagði Maas laus við sjálfumgleði. „Við erum þá tilbúnir?” „Ég er búinn að gera allt sem þú baðst um. Ég get ekki gert meira.” „Þú sinnir formsatriðum allra viðskiptanefnda. Seinna verður skipt á minni mynd og þinni. Þeg- ar ég er farinn veröur þú í erfiðri aðstööu.” „Ég fer yfir landamærin.” „Þaö hafa aðrir reynt að komast yfir landamærin. Það veröur of áhættusamt að slaka á eftirlitinu þín vegna.” „Ég er búinn að leggja á ráðin.” „Muhlen hershöfðingi vill losa sig við þig.” „Já, það var eftir honum. Þaö er algengasta lausnin hans.” „Það er rétt, hann hugsar gjarna þannig. Þú hefur unniö gott starf, Walter. Ekki vanmeta Muhlen.” Rifberg stirðnaöi upp og horfði rannsakandi á Maas. Maas hélt áfram: „Muhlen vill áreiðanlega fullvissa sig um að þú sért hér enn eftir að þetta gerist.” „Til að geta skotið skuldinni á mig ef þaö mistekst? ” „Ég er bara að benda þér á aö vera ákaflega varkár. Það er búið að taka okkur Heidel og Muhlen þrjú ár að undirbúa þetta. Muhlen trúir því að Bandaríkjamenn haldi að Corbett stýri Scherer í París og mér hér fyrir þá. Þegar hann kemst að því að það er í rauninni satt, að hann af öllum mönnum hafi verið blekktur, þá gerir hann snögga og miskunnarlausa atlögu. Hann hefur ekki um neitt annað að velja. Þú ert augljóst skotmark. Þú verður að hafa nákvæma tíma- setningu.” Húsið var ekki nema tuttugu og tvær mílur frá London, umlukið fjórum ekrum af bylgjandi grasi, trjám og runnum sem Capability Brown hefði mátt vera stoltur af. Sum trén voru reyndar frá átjándu öld, frá tíma hins fræga landslagshönnuðar. Það eina sem spillti svo fögru umhverfi var egg- laga sundlaug sem þessa stundina var full af fólki sem hló mikiö. Þótt húsið sjálft væri georgísk eftirlíking hafði það að minnsta kosti verið reist úr gömlum steinum, timbrið sótt í hús sem voru rifin og hraðvaxinn vafnings- viöur, sem gróðursettur hafði veriö fyrir fimmtán árum, teygö- ist um alla veggi. Neil Russell sat í einum af mörgum sólstólum við sund- laugina. Hann var í sundskýlu og hafði handklæði yfir öxlunum; hann sólbrann alltaf. Hann var orðinn linur með árunum þó að hann léki golf og tennis og synti við og við. Andlitið var of rúnum rist fyrir mann um sextugt. Hins vegar var nefið vel lagað og beint, hárið grátt og tekið að þynnast. Connie kona hans hafði haldið vextinum þó að hún væri búin að fæða fjögur börn. Vatnið lak af henni þegar hún klifraði upp úr sundlauginni. Hún var enn grönn en forðaðist engu aö síður að nota bikini. Hún vissi hvar keppirnir voru og eyddi talsverðum tíma til að losa sig við þá. Hún virtist miklu yngri en maður hennar þó að aldursmunurinn væri raunar ekki nema fimm ár. Þegar hún kippti af sér sundhettunni ramm- aði stuttklippt litað hár hennar inn andlit sem enn var frítt og augu sem leyndu sársauka. Connie Russel settist hjá manni sínum og forðaðist að mæta augnaráði hans. Hann vakti óhug hjá henni þegar hann leit svona út. Augnaráð hans var það sem hún kallaði sviplaust; það skorti hlýju og ástúð og hann virtist ekkert sjá. Hann horföi inn. Hún þerraði legg- ina mjúklega og bað í hljóði að sagan væri ekki að endurtaka sig. Hún vissi að hann elskaði hana enn en þau höfðu misst einhver tengsl, sem ógerlegt var að skýra, í hjónabandi sínu þegar hann fékk taugaáfallið fyrir fáeinum árum. Honum hafði hrakað eftir að hann kom frá París fyrir tveimur vikum. Hafði þeim Charles lent saman? Það virtist óhugsandi; þau voru öll búin að þekkjast síöan í stríðinu. Hún fylgdist um stund með fólk- inu sem lék sér í sundlauginni en fannst hlátur þess allt í einu fjar- lægur. Hún rétti honum höndina en hann tók jafnfjarrænt um hana; enginn þrýstingur, engin til- finning, ekkert samband. Þegar Connie reyndi að fá hann til að svara handtakinu datt henni í hug að þetta hefði allt hafist fyrir tólf árum, þegar fyrirtækið fór að ganga illa. Neil hafði talsvert líkamlegt hugrekki. Heiðursmerki hans úr stríðinu ýktu ekki hetju- skap hans. Sannleikurinn var sá að hann hafði gert mistök með því að taka við fjölskyldufyrirtækinu í staö þess að halda áfram í hernum. Hann hafði aldrei verið snjall í viöskiptum. í eðli sínu var hann of hreinn og beinn til að fást 20 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.