Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 10
ALLAR LANDSHMS LEÍKSÝNSNGAR
Umsjón: Hrafnhildur og Jón Ásgeir
fyrri h/uta vetrar
ÍSLENSKA ÓPERAN
Litli sótarinn:
Fyrsta verkefni óperunnar
er ensk ópera eftir Benjamin
Britten. Á ensku heitir hún
Let’s make an opera og er jafnt
fyrir börn sem fullorðna. Oper-
an er í þremur hlutum. I þeim
fyrsta er verið að segja sögu og
dettur börnunum þá í hug aö
búa til óperu. í öðrum hluta er
óperan í smíðum og áhorf-
endur fylgjast með æfingunni.
í þriðja hluta er síöan óperan
flutt og kallast hún Litli sótar-
inn.
Leikarar eru bæði gamal-
reyndir og óþekktir söngvarar,
á öllum aldri. I helstu hlutverk-
um eru Anna Júlíana Sveins-
dóttir, Elísabet Erlingsdóttir,
Jón Speight, sem öll sungu í
Sígaunabaróninum, Stefán
Guðmundsson og Ásrún
Davíðsdóttir. Hljómsveitar-
stjóri er Jón Stefánsson, leik-
stjóri Þórhildur Þorleifsdóttir
en sviðsmynd og búningar eru í
höndum Jóns Þórissonar og
Dóru Einars. Áhorfendur taka
mikinn þátt í óperunni og æfa
jafnvel á meðan á sýningu
stendur, undir stjórn hljóm-
sveitarstjórans. Þýöandi
verksins er Tómas Guðmunds-
son.
Ráðinn hefur verið nýr
rekstrarstjóri hjá Operunni,
María Sigurðardóttir.
Töfraflautan:
Operan Töfraflautan eftir
Wolfgang Amadeus Mozart er
óneitanlega ein þekktasta
ópera Mozarts. Margir muna
eflaust eftir útfærslu Berg-
mans á óperunni en hún var
sýnd í íslenska sjónvarpinu
fyrir nokkrum árum.
Hljómsveitarstjórn annast
Gilbert Levine, en hann er
Islendingum að góðu kunnur,
stjórnaði hljómsveitinni í La
Traviata, Othello, Silkitromm-
unni og ennfremur á tónleikum
Boris Kristoff á síðustu lista-
hátíð. Þórhildur Þorleifsdóttir
er leikstjóri, Jón Þórisson og
Dóra Einars sjá ;im leikmynd
og búninga. Garöar Cortes og
Olöf Kolbrún Harðardóttir
leika þau Tamino og Paminu.
Sieglinde Kahmann, Elín
Sigurvinsdóttir og Anna
Júlíana Sveinsdóttir leika döm-
urnar þrjár. Guðmundur Jóns-
son leikur Sarastro. Tveir
verðir eru í höndum Sigurðar
Björnssonar og Hjálmars
Kjartanssonar. Katrín
Sigurðardóttir leikur Papa-
gena og Júlíus Vífill Ingvars-
son Monostatos. Halldór Vil-
helmsson og Sigurður Braga-
son leika prestana tvo en aðal-
hlutverkið, Papageno, skiptist
á milli tveggja nýliða á óperu-
sviðinu, Eiríks Hreins Helga-
sonar og Steinþórs Þráins-
sonar. Ennfremur tekur kórinn
þátt í sýningunni og 37 manna
hljómsveit. Þýðandi verksins
er Þrándur Thoroddsen en
áætlað er að frumsýna það 15.
október.
ALÞÝÐULEEKHÚSIÐ
Þrátt fyrir aðsteðj^ndi
húsnæðisvanda heldur Alþýðu-
leikhúsið strikinu í vetur.
Barna- og unglingaleikrit
verða í havegum höfð í vetrar-
byrjun, endursýnd tvö vinsæl
leikrit, Súrmjólk meö sultu og
Bananar.
Súrmjólk með sultu
og Bananar:
Barnaleiksýningahópurinn
við Borgarieikhúsið í Gauta-
borg samdi leikritið Súrmjólk
með sultu, en Bertil Ahrlmark
átti mestan part í því. Sá
snjalli Tómas Ahrens leik-
stýrir, Grétár Reynisson
hannaði leikmynd og búningar
og tónlist er eftir töframanninn
Megas. Sýningar hefjasl um
miðjan september ojffverður
sýnt í Norræna húsinu.
Húsnæðisvandi Alþýðúíeik-
hússins veldur óvissu um slað-
setningu á sýningum leik-
ritsins Bananar. Bríet Héðins-
dóttir leikstýrir, Grétar
Reynisson hannaði líka leik-
mynd og búninga við þetta leik-
rit, Birger Haymann samdi
tónlistina og David Walters
annast lýsingu.
Leikritið Bananar segir frá
ótilgreindu landi í Suður-
Ameríku, en þar er helsta at-
vinnugrein ræktun og sala á
banönum. Ungur drengur fer
með bananaklasa til að selja í
stórri borg en kemst að raun
um að stórfyrirtæki hefur
einkarétt á allri bananaversl-
un. Drengurinn lendir í fang-
elsi og í öðrum ævintýrum.
Bananar var fyrst sýnt hjá
GRIPS-leikhúsinu í Vestur-
Berlín, einu frægasta barna-
leikhúsi í Vestur-Þýskalandi.
Það er eftir Rainer Hackfeld
og Rainer Liicker.
„Pældiði"-hópurinn:
„Pældíðí”-hópurinn hja
Alþýðuleikhúsinu hefur á
prjónunum nýtt islenskt
unglingaleikrit sem tekið
verður til sýninga eftir áramot.
Rætist úr húsnæðisvandanum
má auk þess búast við sýning-
um á fleiri leikrítum Alþýðu-
leikhússins fyrri hluta vetrar.
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR f
Jói:
Þetta geysivinsæia leikrit (90
sýningar síðastliöinn vetur)
verður sýnt áfram i vetur og
hefjast sýningar um mánaöa-
mótin septexnber/október.
Höfundurinn, Kjartan Ragn-
arsson, leikstýrir en Steinþór
Sigurðsson geröi leikmyndina.
Hasaið hennar mömmu;
Iæikritið, sem er eftir Dario
Fo, var sýnt í rúmlega tvo
mánuði síðastliðinn vetur og
verður nú flutt yfir í Austur-
bæjarbíó, þar sem miðnætur-
sýningar hefjast um mánaða-
rnótin september/október. Jón
Sigurbjörnsson leikstýrir og
Jón Þórisson hannaði leik-
mynd.
Salka Valka:
Þrátt fyrir gífurlega aðsókn
fram til loka leikársins (á 40
sýningar) og afbragðs viötök-
ur í Búlgaríu hefjast fram-
haldssýningar ekki fyrr en
öðru hvorum megm við ára-
mótin. Fyrirtaksleikstjórn
Stefáns Baldurssonar, leik-
mynd Þórunnar Sigríðar Þor-
grímsdóttur og tónlist Áskels
Mássonar koma ekki fyrir vit
leikhúsgeta fyrr en á miðju
leikári. Náttúruöflin slógu
öllum sýningum á frest, aðal-
leikkonan Guðrún Gísladóttir
er nefnilega með barni.
Skilnaður:
Þetta leikrit var forsýnt á
listahátíð en verður frumsýnt
með pom|> og prakt um miðjan
—*—góða Iðnó
iptum í tilefni
tekur
Skilnaðar, sýningin fer fram í
miðju húsi og áhorfendur á
f jóra vegu. Hljóðiö verður fjór-
vítt —• svonefnt quadrophon-
kerfi. Enn er það hinn fjölhæfi
leikhúsmaður Kjartan Ragn-
arsson sem bæði samdi texta
og leikstýrir. Steinþór Sigurðs-
son skapaði leikmyndina en
Áskell Másson tónlist.
„Translations"
(islenskt nafn ófundið):
Leikfélagið sækir efnivið til
Irlands, þetta er nýtt leikrit
eftir Brian Friel sem heyrst
hefur útvarpsleikrit eftir í
gufuradíóinu. Leikritið var í
fyrra kjörið besfa nýja leikritiö
af enskum leikdómurum. Það
gerist á Irlandi árið 1833, en
segir frá átökum miili Breta og
íra svo aö sterk skírskotun til
nútímans mun að líkindum
ekki fara framhjá neinum.
Karl Guðmundsson leikari, sem
getiö hefur sér gott orð fyrir
þýðingar, sneri „Trans-
lations”. Eyvindur Erlendsson
leikstýrir og Steinþór Sigurðs-
son gerðí leíkmyndiná. Sýning-
úar hefjast um miðjan október.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Garðveisla:
Þjóöleikhúsið hefur sýningar
á stóra sviðinu með nýju leik-
jriti eftir Guðmund Steinsson.
Þetta er fimmta leikrit Guö-
mundar sem sýnt er í Þjóðleik-
húsinu, en það fyrsta sem þar
var sett upp heitir Forsetaefnið.
Nýja leikritið heitir Garð-
veisia, spennandi verk sem ger-
ist í nútímanum, en líka í göml-
um aldingaröi þar sem epli og
aðrir vandamálaávextir
finnast. Fræknar konur stýra
uppsetningunni, þær María
Kristjánsdóttir leikstjóri (í
fyrsta sinn hjá Þjóðleikhúsinu)
og Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir leikmyndahönnuður.
María leikstýrði til dæmis Er
þetta ekki mitt líf og Þórunn
gerði leikmynd við Stundar-
frið.
lð Vikan 35. tbl.