Vikan


Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 26

Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 26
Jcn Ásgeir tók saman HEIMSIV3EISTARAKEPPNIN í KNATTSPYRNU SKIPULEGGJA RINN Hádegi um hásumar í Madrid. Blokkin sem hýsir lúxushótelið „Melíá Castilla” liggur hreyfingarlaus eins og risaskjald- baka í sólskininu. Inni lætur vart nokkur sála á sér kræla þrátt fyrir góða loftkælinguna. Á fyrstu hæð hefur FIFA sjö flottustu hótelíbúðirnar á leigu allan tímann sem heimsmeistara- keppnin stendur yfir á Spáni. Kóngulóin sefur í herbergi númer 160. Hermann Neuberger, forseti vestur-þýska knattspyrnu- sambandsins og aðalskipuleggj- andi heimsmeistarakeppni FIFA, hefur þarna aðalstöövar sínar. Flosteppi er á gólfum, bar við einn vegginn, setustofuhúsgögn, lita- sjónvarp. Skrifborðið er of lítið fyrir skjalabunkana. Dagblöö úr öllum heimshornum slást um mat- arborðið. Heilinn vaknar klukkan kortér fyrir tvö. Þaulskipulagður dag- urinn leyföi aðeins stuttan blund — eftir blaðamannafund í morgunsárið, tveggja tíma fund skipuhigsnefndar FIFA og mýmörg símtöl við Vestur- Þýskaland. A sama tíma verður hreyfing í anddyri hótelsins. Upp standa tveir lítt áberandi menn í jakka- fötum sem gúlpa á brjóstinu. Líf- verðir Neubergers fara yfir dag- skrá efíirmiðdagsins með helsta aðstoðarmanni forsetans, Mario Lerche. Fyrir utan hóteliö bíður Adolfo Ballestros bílstjóri á Bensinum. Þegar heimsmeistaramótinu lýkur hefur hann lagt 6000 kíló- metra að baki, henst fram og til baka á óteljandi fundi og stefnu- mót með Hermann og auk þess í nokkrar örstuttar túristaferðir með Neubergerhjónin. Allar klukkur eru samstilltar: kortér fyrir tvö byrjar Wagner flugmaöur á Lear Jet-einka- þotunni að undirbúa flugferðina. Vélin nær 800 kílómetra hraða og þegar Ítalir fagna sigrinum 11. júlí hefur Wagner flogið yfir 8000 kílómetra vegalengd. Það tekur Ballestros tuttugu mínútur að keyra frá hótelinu út á ,,Barajas”-flugvöllinn. Alla leiðina eltir ómerktur lögreglubíll Bensinn og keyrir þannig að stuð- ararnir nema saman. Engum bíl er hleypt á milli. Á flugvellinum vakta einkennisklæddir lögreglu- menn svæðið uns forsetinn og fylgilið hans eru komin um borð í þotuna. Kortér fyrir þrjú, nákvæmlega samkvæmt áætlun, hefur silfurfuglinn sig til flugs. Fjörutíu og fimm mínútum síðar lendir Lear-þotan í Barcelona og Hermann Neu- berger heldur í lögreglubíl og í fylgd lögreglumótorhjóla beint til Nou Camp-íþróttaleikvangsins. Þar er fundaö meö skipulags- nefndinni á staðnum, horft á einn kappleik og síðan haldið aftur til Madrid. Forsetinn er kominn aftur í lúxusíbúöina á „Melíá Castilla” um miðnætti, fær sér einn léttan á barnum og gengur til náða. „Vinnudýrið” (svo nefnir hann sig sjálfur) var viðstatt yfir helm- ing allra 36 leikja í fyrstu undan- keppninni. Þotan, sem knatt- spyrnuáhugamaöur lánaði endur- gjaldslaust, geröi kleift að halda svo stífri áætlun. Svo hjálpaði til að Irmgard Neuberger var viö hlið manns síns allan tímann, valdi föt, bindi og skyrtur saman, stuggaði við ágengum símhringj- endum, hélt gestum uppi á snakki í lúxusíbúöinni, tók að sér minni- háttar móttökur milli þess sem hún sat óþekkt í heiðursstúkunni. Irrngard segir um mann sinn aö hann sé ekki eins mikill töffari og gagnrýnendur vilja vera láta. Hún hughreystir hann, því aö þriöja heimsmeistaramótið í röö tekur á úthald og taugar. Hermann vakir yfir hverju smáatriði, hann gagn- rýnir harölega allar misfellur sem hann kemur auga á. Auðvitað tók hann eftir aö vestur-þýski fáninn sneri öfugt við opnunarathöfnina. I Alicante tók hann fyrirmenn staðarins á beiniö fyrir aö setjast í sætin í heiðursstúkunni sem ætluö voru boösgestum FIFA. Og hann lét heyra í sér í Vigo þegar hljóm- sveitarstjórinn lét spila þjóðsöng Spánar og heimalands dómarans, auk þeirra kappliða sem mætt vorutil leiks. Knattspyrnuspekúlantar eru sammála um eitt: Neuberger skipulagði árið 1974 í Vestur- Þýskalandi alfullkomnustu heims- meistarakeppnina. Meistara- stykkið sýndi hann fjórum árum síðar í Argentínu. I miðjum undir- búningi heimsmeistarakeppn- innar gerði herinn byltingu. Tveim dögum síðar var Hermann kominn í viðtal hjá nýju valdhöf- unum. Hjá þeim fékk hann heim- ild til að fara meö „ótrúlegt vald” og tókst aö koma fótunum undir meistarakeppnina. Þrátt fyrir allt moldviðrið í kringum keppnina á Spáni telst meistarakeppni 24 knattspyrnuliða í stað 16 áður hafa 26 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.