Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 47
Þýöandi: Anna
Skop
lúguna. — Á ég líka að sækja
hann fram í geymslu?
— Jú, gerðu það bara. Það er
ágætt að fá hann hingað líka.
Hér er nóg pláss.
Benni stökk eftir vagninum
fram í geymslu og ég hífði hann
upp á loft. Honum voru líka
tengdar kærar minningar. Hve
oft hafði maður ekki gengið með
Benna á sunnudögum út í
bakarí. Og hve oft hafði maður
ekki þvegið hann og bónað til að
hann liti betur út?
Hann var líka settur bak við
skorsteininn.
— Sjáðu nú, hrópaði ég niður
til Benna og strauk nokkra
kóngulóarvefi af andlitinu, nú
getur þetta verið hér uppi
þangað til þú þarft kannski að fá
það lánað þegar þú ert orðinn
stór.
— Leikgrindin, sagði Benni,
— ég er líka vaxinn upp úr
henni. — Viltu hana ekki líka?
Hann hljóp út í geymslu aftur
og náði í hana. Ég rétti höndina
niður um gatið til að ná í hana.
Það var einmitt tími til kominn
að koma henni vel fyrir.
— Og rugguhestinn, datt
mér í hug. — Hvar geymirðu
rugguhestinn?
— Er hann ekki úti í bílskúr?
— Náðu í hann! Það er
engin ástæða til að iáta hann
taka pláss úti í bílskúr, þar vantar
alltaf pláss.
Benni náði í hann og andar-
taki síðar var hann kominn upp
um gatið. Ég þurrkaði af honum
rykið eins og öllu hinu og enn
varð ég að strjúka nokkra
kóngulóarvefi af andlitinu og
gera mig kláran að koma niður.
í þann mund var hringt fram-
dyramegin.
— Stökkiu niður tilað athuga
hverþetta er.
Benni stökk niður og opnaði.
— Hver var þetta? spurði ég
þegar hann kom til baka dálítið
seinna til að hjálpa mér að koma
lúgunni fyrir og stiganum upp
aftur. Svarið fékk mig næstum
til að missa fótfestuna og hrynja
niður neðstu þrepin í stiganum.
— Þetta var mamma, sagði
hann. Hún fór til læknis. Hún
sagði að við gætum farið að
koma þessu öllu niður aftur.
Vist veit ég að þú vinnur tveggja
manna verk, Daniel, ég er annar
þeirra.
Ég ræð þér að taka þetta spjald
niður áður en nokkur annar sem
kann búngalisku sérþað.
35. tbl. Vikan 47