Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 41
Framhaldssaga
að ljúga eða taka ákvörðun um að
þurfa að gera það.
Hálftíma síöar sat hún í kerr-
unni. Hún opnaði púðurdósina.
Andlit hennar var ógreinilegt í
speglinum sem þakinn var púðri
en það var þegar orðið löðursveitt.
Hún hafði ekki getað komist hjá
því að verða snortin af því hvernig
Donald brást við kjólnum. Innst
inni fannst henni þetta allt saman
svolítið kitlandi. Hvað myndi Roz
segja? í neðanjarðarlestunum var
Roz vön að líma miða — „þetta er
lítillækkandi fyrir konurnar” —
yfir undirfataauglýsingar. Sjálf
hafði hún aldrei gert slíkt. Hún
hafði bara verið með í förinni,
hálfhlæjandi bak við hanska-
klædda höndina. Þegar hún var nú
komin alla leið hingað var minn-
ingin farin að fölna og aðgerðir
þeirra virtust næstum því hlægi-
legar, enda þótt hún væri of trú
málstaðnum til þess að viður-
kenna nokkuð slíkt fyrir Donald.
Ef horft var á hlutina úr þessari
fjarlægð tóku þeir á sig nýja
mynd. Það að Roz skyldi halda
fast viö aö kalla Rick „félaga eða
aðstoðarmann” var eitthvaö
skrýtiö þegar litið var á konurnar
sem hér gengu um stræti innpakk-
aðar eins og væru þær húsgögn.
Hún myndi ekki segja Roz frá
þessu. Til fjandans með það.
Vindurinn lék í hárinu á henni.
Hún brosti. Hér var hún frjáls.
Barmur hennar lyftist þegar
kerran hossaðist. Ein ástæðan
fyrir því að hún sagði Donald ekki
frá þessu var að hann myndi gera
grín að henni. Þegar öllu var á
botninn hvolft þá hafði hún alltaf
verið að fjargviðrast um konur
sem væru misnotaðar vegna
útlitsins. Og í þessu tilfelli var það
vegna litarháttarins líka. Og þó
gat hún tæpast sagt að hún væri
notuð, úr því hún hafði svo fúslega
tekið þetta að sér. En svo voru
þetta líka aðeins myndir teknar til
reynslu. Hún var ekki að selja sig
á nokkurn hátt. Það var meira að
segja ekki víst að neitt ætti eftir að
koma út úr þessu. Þetta var bara
smáskemmtiferð, könnunarleið-
angur.
Hún var næstum klukkutíma of
sein á stefnumótið við ljós-
myndarann. Stúdíóið var í einu af
viðskiptahverfunum í útjaðri
borgarinnar og ökumaðurinn var
alltaf að villast af leið. Auðvitað
hafði hún ekki þurft að vera með
neinar áhyggjur. Hr. Pereira, vin-
gjarnlegur, kurteis maður, lét
ekki á því bera að hann tæki eftir
því að hún væri of sein. Hér þurfti
hún aö sötra te og tala við hann
um veðrið, rétt eins og hún hafði
gert hjá Sultan Rahim.
Mínúturnar liðu. Hún leit út um
gluggann. Handan við götuna var
merki sem á stóö Endurfæðingar-
stofa dr. Ravis. Þetta var rétt eins
og það hafði veriö að sitja á skrif-
stofu Sultans eöa í Superad. Hún
gat ekki gert sér grein fyrir því
hvort þessi áhyggjulausa kurteisi
væri vegna nærveru hennar,
enskrar konunnar, eða hvort
Pakistanar væru alltaf svona.
Hún ræskti sig. „Hr. Khan, hjá
Superad-fyrirtækinu, sendi mig
hingað. Ég held ég hafi nefnt það
þegar ég hringdi. Ég átti að koma
hingað til þess að láta taka af mér
nokkrar myndir til prufu, að því
er ég held, fyrir spjaldskrána.”
Hún þagnaði svo hann gæti áttað
sig á því sem hún hafði sagt og ef
til vill líka til þess að þaö hefði
einhver áhrif á hann. Þegar öllu
væri á botninn hvolft gat ekki
verið að hann væri með margar
breskar ljósmyndafyrirsætur.
Ekki leit út fyrir aö þetta hefði
nokkur áhrif á hann, annaðhvort
vegna þess að hann hafði vitað af
því fyrirfram og fannst lítið til
þess koma eða vegna þess að hann
hafði alls ekki vitað af því áður.
Enginn brást við hlutunum hér á
þann hátt sem hún hefði haldið að
fólk myndi gera. Hingað kom
maður og bjóst við einhverju sem
maður sjálfur hafði ímyndað sér
og svo rann það allt út í sandinn.
Það var ekki svo vel að hér í
stúdíóinu væri loftkæling. í
þessum hita gafst hún meira að
segja sjálf upp á því að finna rétta
svarið.
„Mér er svolítið heitt,” sagði
hún. „Ég ætla að púðra ofurlítið á
mér nefið.”
Þegar hér var komið reis hann á
fætur og fór aö fitla eitthvað við
tækjabúnað sinn. Vaskur var í
einu herbergishorninu og spegill
yfir. Hún leit í brotinn spegilinn.
Hún minnti á engan hátt á ljós-
myndafyrirsætu. Hárið límdist viö
ennið í smákrullum sem mest líkt-
ust spurningarmerkjum.
Hún tyllti sér á háan stól. Fyrir
aftan hana hékk hvítt tjald. Henni
fannst hún vera sprenghlægileg
þarna uppi. Hún reyndi að koma
fótleggjunum fallega fyrir en hún
var óvön því að vera svona stutt-
klædd. Hún klemmdi hnén saman
en fótleggirnir hölluðust svolítið
til hliðar og fæturnir voru kross-
lagðir um ökklana rétt eins og
drottningin var vön aö sitja.
Hún var stíf, starði á vegginn
vinstra megin. Þar hékk auglýs-
ing. Án efa var þetta ein af mynd-
um ljósmyndarans sjálfs. Myndin
var af pakistanskri stúlku með
liðað hár. Hún sat á vélarhúsi bíls
eins og venja var að láta stúlkur
gera á Earl’s Court sýningunum.
Þessi stúlka var þó siðsamlega
klædd. Bremsuborðarnir eru líf
þitt. Myndi enska andlitið hennar
sjálfrar geta gert texta sem
þennan enn trúverðugri varðandi
gæði og öryggi farartækisins?
Stúlkan var í buxnadragt, að
Vesturlandasið. Shamime hafði
minnst á það að einungis stúlkur
af lágum ættum, frá millistéttar-
heimilum og alls ekki múhameðs-
trúar sæju sér farborða með því
að sitja fyrir hjá ljósmyndurum —
sams konar stúlkur og lögðu þaö
fyrir sig að verða flugfreyjur.
Mynd var smellt af. Ut undan
sér sá hún ljósmyndarann nálg-
ast. Með léttri snertingu sneri
hann andlitinu í hina áttina. Hún
færði fæturna til og nú hölluðust
þeir til hægri.
„Nú, vera svo góð aö snúa
höfðinu hingað og líta í mynda-
vélina. Gj öra svo vel, brosa. ’ ’
„Það er nú erfitt. Geturöu ekki
sagt eitthvað skemmtilegt?”
„Ég kann bara brandara á
urdu. Enskan mín er aöeins til
kurteislegra samræðna og vegna
starfsins.”
Hún starði ákveðin í myndavél-
ina. Hún teygði á andlitshúðinni í
grettu, kannski var það bros.
Hann smellti nokkrum sinnum af.
„Er bænahús einhvers staðar í
námunda við Karachi þangað sem
konur fara til þess aö biðjast
fyrir? Það stendur í einhverju
sambandi við heitt vatn.” Hún
mundi eftir orðinu. „Einhver pir
bjó þar. Heilagur staður, augsýni-
lega, fyrir. . . ” Hún ræskti sig,
„fólk þitt.”
Hann leit á hana yfir mynda-
vélina. „Ég er kristinn. Ég hef
ekki hugmynd um þetta, ekki
frekar en þú.”
Hún sló hendinni á munninn og
roðnaði. „En heimskulegt af
mér.” Hún reyndi að hlæja. Hann
hét Pereira og hlaut því að vera
kristinn. Hún hugsaði alltaf um
fólkiö í landinu eins og væri það
allt eitt og hið sama.
„Ekki hreyfa sig.” Hann fór að
smella hraöar af. „Afsakaðu, en
nú ertu í fyrsta skipti eðlileg.”
„0, er það ekki hin fagra rödd
frúManley?”
„Mér datt í hug að hringja. . .
þú virðist aldrei vera á skrifstof-
unni.”
„Mér þykir það óskaplega
leiðinlegt. Ég er alltaf á ferð og
flugi.”
„Ég var bara að hugsa um
strandkofann.”
„Ekkert vandamál. Ég er með
mjög fallegt hús við ströndina á
skrá hjámér.”
„Mikið er þaö gott.” Hún var
svolítið ringluð eins og venjulega.
Hafði hann gleymt því að hana
langaði til þess að fá slíkt hús?
Hún sagði: „Og svo var það eitt í
viðbót. Þú ert víst eina persónan
sem gæti frætt mig um þetta. Eg
hef heyrt talað um helgidóm.
Einhvern stað þar sem er heitt
vatn.”
„Langar þig að fara í skemmti-
ferð? Mín væri ánægjan.”
„Já, að vissu leyti. Veistu hvar
þessi staður er.”
„Ég skal fara með þig hvert
semþúvilt.”
Mohammed, sem hafði beðið
eftir merki frá henni, tók símtólið
þegar hún rétti honum það. Hann
átti að útskýra hvert fara ætti.
Hann talaði urdu og þetta virtist
taka heila eilífð en þannig var það
nú alla jafna þegar maður hlust-
aöi á tungumál sem maöur skildi
ekki, rétt eins og ferðalag virðist
endalaust þegar maður þekkir
ekki leiðina og alltaf er búist við
að komið sé á leiðarenda á næsta
augnabliki.
„Ekkert vandamál,” sagði
Sultan. Hún fór upp á loft og skipti
umföt.
35 tbl. Vikan 41