Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 42
Framhaldssaga
Þennan sama morgun, klukku-
stundu síðar, stóö hún við hliöið.
Hún hafði allt í einu ákveðið að
fara í gula kjólnum, eiginiega
bæöi til þess að gleöja Sultan og
sömuleiöis til þess að halda
honum í hæfilegri fjarlægð. I dag
var hann í ljósum, hreinum fötum.
Hann hafði greinilega úðaö á sig
ilmvatni. Dúkkan hoppaöi til og
frá um leið og þau óku niður
holóttar göturnar. Viö hliðina á
dúkkunni hékk klútur meö ísaum-
uöum orðum, trúlega einhverju
spakmæli úr Kóraninum.
Hann var í góðu skapi. Hann
kveikti á útvarpinu. Dillandi konu-
rödd barst til þeirra. Hann ýtti á
lögregluflautuna.
„Erum við að fara í helgidóm-
inn eða til þess að líta á húsið við
ströndina?”
Hann lyfti báðum höndum upp
af stýrinu. „Eins og þú vilt.”
„Hefuröu fundið handa okkur
hús?”
„Ö, já, það er ekkert vanda-
mál.”
Hún hélt áfram: „Ertu meö
lykil?”
„Engan lykil. Ef þú vilt þá
getum við farið í helgidóminn.”
Hann hélt áfram að aka í sömu
áttina. Þetta hlaut aö vera leiðin
að helgidómnum. Hún reyndi aö
slaka á og taka því sem aö
höndum bæri. Hann haföi ekki
gert neina ferðaáætlun. Þetta var
hans ferðalag en ekki hennar. I
þau skipti sem þau höföu farið
eitthvað saman haföi það alltaf
veriö hann sem réð ferðinni. Hún
velti enn fyrir sér sömu spurning-
unum og áður. Vildi hann eiga
samskipti við hana vegna
viðskiptanna eöa var það vegna
þess að hún var kona og vegna
útlits hennar? Öskaði hann
kannski eftir því að hún sæti hér
við hlið hans vegna þeirrar virö-
ingar sem hann naut af því að haía
hana sem förunaut, eða var þetta
vegna hennar sjálfrar? Kannski
var það ekki vegna viröingarinnar
heldur eingöngu vegna fýsnanna.
Svo gat líka verið að hann væri
bara aö reyna að vera vingjarn-
legur; gestgjafi sem lagði sig
allan fram um að sýna henni
landiö sitt, meira að segja þótt
hann hefði nokkur óþægindi af því.
Hún skammaðist sín þegar henni
hugkvæmdist þetta þar sem þessi
ástæða hafði ekki áður skotið upp
kollinum í huga hennar. Hún velti
því fyrir sér nú eins og alltaf áður
hvernig liann liti út innan klæða.
Hún haföi ekki komið viö Pakist-
ana, aö öðru leyl I en því þegar hún
hafði heilsað þeim með handa-
bandi.
Kona söng á háum nótum. Fram
undan voru hæðirnar. Hún ímynd-
aði sér að helgidómurinn væri í
helli rétt eins og verið hafði í bók-
inni A Passage to India — hún var
alltaf að hugsa um hana. Þaö var
eins og hún hefði verið skrifuð sér-
staklega fyrir hana. Hellir þar
Þaðan sem hún stóð sá hún
hæöina með gamalli byggingu,
eða helgidómi, eða hvað þaö nú
annars var.
„Er þetta þessi helgi staður?”
Hún benti.
Hann kinkaði kolli — eða hreyfði
að minnsta kosti höfuðið á þann
austurlenska hátt sem menn gera
þegar þeir eru að samþykkja eitt-
Heitavatnsmaðurinn
sem lítiö gerðist en þar sem
breytingin ætti sér stað. Hún kæmi
þaðan út gjörbreytt bæði líkam-
lega og andlega. Hún var Sultan
þakklát fyrir að vita hvert hún
ætti að fara og að hann skyldi fara
með hana þangað án þess að
spyrja nokkurra spurninga, þess
vegna ætti hún að hætta að vera
með þennan leikaraskap út af
kofanum við ströndina. Setningar
flugu um huga hennar. Koman
hingað er upphafið, ekki endirinn.
Eða: það er ferðin, ekki áfanga-
staðurinn, sem skiptir máli. Var
þetta rétt? Þessar ferðir hennar
með Sultan um borgina, sem
hvorki hafði miðpunkt né enda-
mörk, voru það sem hún hafði
komist næst innri breytingum. í
hvert einasta skipti hafði hún ekki
haft hugmynd um hvert feröinni
var heitið. Ekkert hafði komið út
úr fundi hennar með hr. Khan og
ljósmyndaranum. En þaö hafði
búið eitthvað meira í þessum
ferðum og sífelldri bið en árangur-
inn sem af þeim haföi átt að verða.
Ferð án áfangastaðar. Þetta var
rétt eins og að ganga inn í mosku
og mæta ekki öðru en galtómu
veggskotinu á innsta vegg hennar.
Þau óku nú yfir eyðimörkina.
Þarna fyrir handan hlaut helgi-
dómurinn að leynast. Hæðirnar
fram undan gátu jafnt verið
skammt undan sem langt í burtu.
Þær risu skyndilega upp fyrir
framan mann rétt eins og leiktjöld
á sýningu. A sumrin var venja að
senda konurnar upp í hæöirnar.
Nokkru lengra, í skugga fáeinna
runna, stöðvaði Sultan bílinn. Hún
fór út. Móöan var horfin og sólin
skein í heiði, jafnbrennandi heit og
áður.
„Er það hér sem heitavatns-
maðurinn er ?” spurði hún.
Sultan stóð hinum megin við bíl-
inn. Hann lyfti höndunum og yppti
öxlum: ef þú vilt hafa það svo,
sögðu handahreyfingar hans.
Hann er þar sem þú óskar eftir því
aðfinna hann.
hvað en í rauninni var það öllu lík-
ara því að verið væri að hrista
höfuðið. Acha, segir fólkið. Acha,
tikka, okay. Ef þú óskar eftir því
að taka það sem já þá er það já.
Annaðhvort var helgidómurinn
þarna, eöa hann vissi alls ekki
hvort svo var eða ekki, eða hann
hélt að hún ætti ekki aö fara á
þennan stað. Ef til vill ætti hún
ekki að koma hingað vegna þess
að þetta væri heilagur staöur í
augum múhameðstrúarmanna, og
þá kannski heilagur honum
sjálfum. Hún gat því verið hér í
óþökk fólksins. Nú, þegar þau
voru komin hingað á ákvörðunar-
staðinn, var hann einhvern veginn
svo áhugalaus.
Hún hikaði. „Kemur þú meö?”
„Ef þú óskarþess.”
„Ég skal fara. Ég verð ekki
lengi. Ertu voöalega þyrstur?”
„Gee-han. Þú ert þyrst? Ég næ
okkur í drykk?” Aftur hálfkinkaði
hann kolli.
Hún gekk af staö fram hjá sölu-
borðunum og heitt loftið vaföist
um hana eins og flannel. Það kom
hreyfing á umhverfið um leið og
betlararnir risu á fætur og hag-
ræddu betiidósunum sínum.
Konur sátu á hækjum sér á jörð-
inni og störðu á hana. Hvernig var
hægt að gleyma sjálfum sér í
þessu landi þar sem allra augu
beindust sífellt að manni og fylgd-
ust með hverju fótmáli?
Um leið og hún gekk áfram
heyrði hún fótatak á eftir sér.
Fyrir framan hana var stór bygg-
ing. Þetta hlaut að vera helgi-
dómurinn. Hér uppi var aðeins ein
önnur bygging, hvít og nýtískuleg
en leit ekki út fyrir að vera mikil-
væg. Hún mátti ekki hika lengur.
Hópur fólks stóð álengdar og
flissaði.
Hún gekk upp að byggingunni,
smeygði sér úr sandölunum og
gekk inn um bogadyrnar. Hún
heyrði ekki að neinn kæmi inn á
eftir sér.
Hún hafði eiginlega búist viö því
að hér væri einhvers konar gröf;
minnismerki um heitavatnsmann-
inn þar sem fólk gæti lagt blóm
eða fórnir sem það ætlaöi sér aö
færa honum en nóg var af þeim til
sölu niðri á bazaarnum. Hér var
ekkert. Engin gröf skreytt blóm-
sveigum. Hér var aðeins hvelf-
ingin hátt yfir manni, autt stein-
gólfið og svo krumpað bréf utan af
tyggigúmmíi. Á hliðum
byggingarinnar voru boga-
myndaöar dyr sem lágu út að
runnunum umhverfis en fólkið
hafði safnast saman fyrir utan
dyrnar sem hún hafði komið inn
um. Veggirnir báru þess merki að
hér höfðu ræningjar farið um
höndum og mósaikið var brotiö og
kvarnað af. Hún stóð grafkyrr og
vildi endilega finna eitthvað
gerast. Hún hafði komið um svo
langan veg til þess að sjá þennan
stað. Á þessari stundu varö henni
ljóst hve hún hafði treyst á þessa
heimsókn sína.
Enn kom enginn inn á eftir
henni. Hún stóð kyrr í nokkrar
mínútur og blómin hennar dingl-
uðu við hliðina á henni. Hún hafði
búist við heilagri kyrrð en þess í
stað fann hún endalaust tóm. Hún
hikaði og starði á sprungurnar í
veggjunum um leið og ruslið á
gólfinu barst út í eitt hornið fyrir
vindi.
Þegar hún kom út aftur fór hún í
sandalana og hélt af stað niður
hæðina, fram hjá söluborðunum.
Það var kjánalegt, en tárin
brutust fram í augu hennar. Beltið
og ermarnar særðu hana.
Bíll Sultans stóö þarna en Sultan
sást hvergi. Hún fór að leita og
varð fyrir bjánalega miklum von-
brigðum.
í því kom hönd viö handlegg
hennar. Þegar hún leit við sá hún
ungan dreng. Hann stóð hálfbog-
inn undir staur en á báðum endum
hans héngu fötur.
Hann sagði eitthvað á urdu.
„Nahin,” sagði hún og hristi
höfuðiö neitandi um leið og hún
benti á hneturnar í fötunum.
Hún reyndi að hrista hönd hans
af sér en nú benti hann niður eftir
götunni og gaf henni merki um aö
fylgja sér.
Hún hélt af staö á eftir honum,
fylgdi rykugum fótum hans. Þau
gengu í átt að hæðunum. Þau
gengu fram hjá bænahúsinu og
kofunum sem voru öðrum megin
við það. Eftir fáeina metra nam
hann staðar og benti.
Framhald i na sta bladi.
42 Vikan 35. tbl.