Vikan


Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 18

Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 18
 Texti: Guöfinna Eydal sálfræðingur Að vera einbirni n4 á dögum eignast fólk færri börn en fyrir nokkrum áratugum. Það er ekki einungis möguleik- inn á auknum getnaðarvörnum sem hefur áhrif á barneignir, þar kemur ýmislegt annað til. Margir vilja nú fá að njóta hæfileika sinna í starfi, ferðast og njóta lífs- ins án þess að vera bundnir yfir börnum. Það er einnig mjög dýrt að eiga börn og fólk verður að hafa dágóðar tekjur til aö halda uppi stórri fjölskyldu. Allt er dýrt er börn varðar, föt, leikföng og barnapössun, svo aö eitthvað sé nefnt. Jafnréttisbaráttan svokall- aða hefur haft mikil áhrif á barn- eignir. Konur vilja ekki eiga eins mörg börn og áöur, þær vilja fá að lifa sjálfstæöu lífi fyrir utan heimilið í síauknum mæli. Barna- uppeldi og umönnun barna tekur tíma, er bindandi og hefur þetta aðallega verið verksviö kvenna. Víða erlendis er algengt að fólk í sambúð ákveði að eiga ekkert barn eða bara eitt barn. í löndum eins og Frakklandi og Svíþjóð hafa menn áhyggjur af því að fólk- inu fækki. Víða er reynt aö gera mikið fyrir barnafjölskyldur til að reyna að fá fólk til þess að eiga fleiri börn. Barnsfæðingum hefur líka fækkað á íslandi, þó alls ekki eins og í Svíþjóð og Frakklandi. Það er hægt að velta mörgu fyr- ir sér þegar barneignir eru annars vegar, en hvað varðar börnin sjálf er áhugavert að fjalla um ýmsar spurningar um hvernig er að alast upp sem einbirni. Einbirni Börn sem alast upp sem einbirni verða það gjarnan af tveim orsök- um. Annaöhvort vilja foreldrarnir ekki eignast annað barn eða þeir hafa reynt lengi að eiga fleiri börn en það hefur ekki tekist. Ef fólk hefur valið að eiga bara eitt barn hefur þaö oft rætt málin vandlega og reynt að gera sér í hugarlund hvaða kosti og ókosti það getur haft í för með sér að al- ast upp sem einbirni. Slíkir for- eldrar reyna gjarnan að láta börn- in fá eins eðlilegt uppeldi og mögu- legt er. Málið er allt annað ef fólk hefur lengi reynt að eignast fleiri börn en ekki getað það. Þá vilja foreldrarnir gjarnan gera allt til þess að barninu líði sem best og það ríður á miklu aö gæta vel að því að ekkert geti komið fyrir barnið. Hér er oft hætta á að barn- ið verði ofverndað og fái allt annað uppeldi en gengur og gerist. Slík börn geta verið illa séð af öðr- um, oröið útundan og einmana. Þau verða oft litlir „sérvitring- ar”. Erfiðar spurningar Flestum finnst að fólk í sambúð eigi að eignast börn og að eðlilegt sé að gera slíkt. Ef það líða nokkur ár og engin börn koma fer fólk gjarnan aö velta því fyrir sér hvort viðkomandi geti ekki átt börn. Það er sjaldan spurt beinna spurninga þegar þessi mál eru annars vegar, það hvílir nokkurs konar leyn iómur yfir þessum hlutum. Fá. m dettur t.d. í hug að spyrja spurninga eins og þessar- ar: Af hverju eignist þið ekki börn? Er það af því að þið viljið það ekki eða getið það kannski ekki. . .? Slíkar spurningar eru taldar móðgandi og óviðeigandi. Það sama á við þegar aðeins eitt barn er í fjölskyldu. Þá er alveg eins óviðeigandi og of persónulegt að spyrja af hverju barnið sé bara eitt. Flestum finnst að fólk eigi aö eiga meira en eitt barn og oft er reynt að setja fólk í pressu í þess- um efnum. Eru einbirni betur gefin en önnur börn? Nýlega hafa birst niðurstöður úr bandarískri rannsókn um ein- birni. í Bandaríkjunum er orðið mun algengara en áður að bara sé eitt barn í fjölskyldu. Þar sem áður fyrr var álitið að börn þyrftu helst að eignast systkini til að al- ast eðlilega upp fengu menn áhuga á því að rannsaka hvernig einbirnum myndi vegna í lífinu. Niðurstöðurnar urðu aörar en margir höfðu búist við. Það kom í ljós að einbirnum leið í rauninni alveg ljómandi vel og þau voru ekki meira einmana eða sjálf- miðaðri en önnur börn. Þau voru heldur ekki höfð útundan. Það kom ennfremur í ljós að sem full- orðið fólk voru einbirni betur gef- in, þroskaðri og gekk betur í námi en börnum yfirleitt. Ein af skýr- ingunum á þessu var að einbirni hafa allt sitt líf lifað eins og frum- burður gerir áður en hann eignast systkini. Einbirni fá óskipta at- 18 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.