Vikan - 02.09.1982, Blaðsíða 63
Pósturinn
vinnslu en var ekki komin
út. Hún verður með svipuö-
um lögum frá sjötta og
sjöunda áratugnum.
Getnaðarvarnir
fyrir unglinga,
bólur og strákar
Kæri Póstur.
Fyrst vil ég þakka fyrir
allt gamalt og gott í Vik-
unni. Vikan og efni hennar
er mjög gott en Pósturinn er
samt bestur. Jœja, þá kemur
fyrri hluti bréfsins:
A: Hvada getnaðarvörn
myndir þú telja besta fyrir
unglinga?
B: Ég er með dálítið mikið
afbólum enþœr hafa minnk-
að svolítið eftir að ég hœtti
að borða sœlgæti og ég þvœ
mér alltaf. Getur þú ráðlagt
mér eitthvert sérstakt krem
eða eitthvað annað til þess
að minnka bólur?
Seinni hluti:
Þannig var að ég og vin-
kona mín kynntumst strák-
um frá .... eina helgina í
júní. Þetta voru œgilega
skemmtilegir strákar. Þeir
komu heim til mín bœði
kvöldin, fyrra kvöldið voru
þeir fjórir en seinna kvöldið
komu bara tveir, X og Z, og
við urðum hrifnar sín af
hvorum stráknum. Þá kom-
umst við að því hjá X að Z
vœri með stelpu þar sem
hann á heima og vinkona
mín varð að vonum svolítið
spæld yfir því. En þegar þeir
voru að fara þá segir Z
svona: Við vonum að þið
gleymið okkur ekki. Við
sögðum nei, að við myndum
ekki gleymaþeim. Heldur þú
uð Z hafi meint eitthvað með
þessu?
Við höfum ekkert heyrt frá
þeim síðan en við höfum
tvisvar hringt til þeirra og
þeir ekki verið heima. En
Það hefur verið hringt til
okkar og við ekki verið
heima og fólkið heima sagði
að það hefði verið strákur er
hringdi.
Við þekkjum enga stráka
svo vel að þeir fœru að
hringja til okkar (við
höldum það). Heldur þú að
það hafi getað verið þeir?
Þeir virtust ekki þannig
strákar sem gefa bara skít í
stelpur. Nú œtla ég ekki að
taka meira afþínu dýrmæta
plássi.
Með fyrirfram þökk,
Varúlfurinn.
Best aö svara spurning-
um þínum í réttri röð.
Fyrri hluti:
A: Það er ekki gott að segja
hvaða getnaðarvörn hentar
unglingum best. Sérfróðir
menn telja pilluna ekki
heppilega fyrir ungar
stúlkur vegna ýmissa
aukaverkana og óvissu um
afleiðingar langvarandi
notkunar. Lykkjan er
sjaldan sett í konur nema
þær hafi einhvern tíma orð-
ið ófrískar. Notkun hettu og
smokks er hins vegar með
öllu hættulaus. Smokkur
veitir að auki góða vörn
gegn kynsjúkdómum og
kvillum. Smokkarnir eru
auðveldir í notkun en dálít-
ið meira vesen fylgir hettu-
notkuninni. Með sæðisdrep-
andi kremi eru hettan og
smokkurinn öruggar getn-
aðarvarnir. Strákar ættu
að telja það sjálfsagt mál
að nota smokka og vera því
viðbúnir ef þeir eru á þeim
buxunum. Stelpur ættu
sömuleiðis að eiga smokka
í pokahorninu og fara fram
á það við strákana að þeir
noti þá ef þeir hafa ekki
frumkvæðið að því sjálfir.
B: Sælgætisát og léleg
hreinsun er ekki eina
ástæðan fyrir andlitsból-
unum. Því er ekki þar með
sagt að allar bólur hverfi
þótt menn hætti að borða
sælgæti og hreinsi húðina
vel og vandlega. Undralyf
eru því miður engin til.
Haltu bara þínu strik og þá
fækkar bólunum jafnt og
þétt. Einnig gæti verið rétt
að leita til snyrtistofa en
þær bjóða margar hverjar
upp á góða kúra fyrir
bólótta húð.
Seinni hluti:
Póstinum finnst ekkert
ólíklegt að strákarnir hafi
meint ýmislegt með þessu.
Einnig gæti verið að þeir
hefðu ef til vill meint eitt-
hvað með þessu þá en síðan
hefur tíminn og fjarlægðin
smám saman breytt til-
finningum þeirra. En þið
ættuð bara að halda áfram
að hringja til þeirra og
heyra í þeim hljóðið. Þið
gætuð líka prófað að skrifa
þeim fyrst þeir búa ekki á
sama stað og þið.
PENNAVINIR
Aðalheiður Þóra Bragadóttir,
Laugabraut 14, 300 Akranesi,
óskar eftir pennavini frá 10—12
ára, stelpu eða strák, er sjálf 11
ára.
Guðrún Ellertsdóttir, Stóra-Múla,
Saurbæjarhreppi, 371 Dalasýslu,
óskar eftir karlkyns pennavinum,
giftum jafnt sem ógiftum, á
aldrinum 19—35 ára. Svarar öllum
bréfum og mynd má fylgja ef hún
er til.
Helga Gísladóttir, Bókhlöðustíg 3,
340 Stykkishólmi, óskar eftir
pennavinum á aldrinum 14—16
ára, bæði strákum og stelpum,
sjálf er hún 14 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál
ýmis.
Fótboltaklúbbar
Eins og vænta mátti
brugðust lesendur vel við
beiðni Póstsins um
heimilisföng aðdáenda-
klúbba fótboltafélaga. RJR
úr Reykjavík sendi eftir-
farandi utanáskriftir og
fleiri til sem Pósturinn birt-
ir síðar. Kann Pósturinn
honum bestu þakkir fyrir
viðvikið.
Aðdáendaklúbbar
breskra liða:
Bolton Wanderes
Supporters Club
Burnden Park
Manchester Road
Bolton
England
Everton Supporters Club
38 City Road
Liverpool 4
England
Ipswich Supporters Club
Portman Road
Ipswich
Suffolk IPI2DA
England
Liverpool Supporters Club
212 Lower Breck Road
Liverpool
England
Manchester United
Supporters Club
Football Ground
Old Trafford
Manchester M16 ORA
England
Nottingham Forest
Supporters Club
S. Dewar
c/o City Ground
Nottingham
England
Sheffield Wednesday
Supporters Club
Hillsborough
Sheffield
S61SW
England
Swansea City Supporters
Club
Vetch Field
Swansea
Wales
Tottenham Hotspur
Supporters Club
744 High Road
London N17
England
35. tbl. Vikan 63