Vikan - 29.11.1984, Síða 19
Ég leit á hann og hann roðnaði
og vissi hvað ég var að hugsa.
„Ég gerði það ekki,” flýtti hann
sér að segja. „Ég gæti aldrei myrt
mann.”
Auðvitað létti mér. Hann var
ekki morðingjagerðin. En ég hef
lært það þau þrjátíu og þrjú ár
sem ég hef verið lögreglustjóri að
menn eru ekki alltaf eins og þeir
sýnast, sérstaklega ekki rólegir
menn eins og George.
Ég verð aö viðurkenna að ég var
orðinn forvitinn svo að ég fór inn í
eldhús og sótti eplavín í krukkur
til að liðka á honum málbeinið.
Þetta gerðist fyrir ellefu árum
þegar hann var að eltast við
Betty. Hann haföi þekkt hana frá
því að þau voru í gagnfræðaskóla.
Hann tilbað hana en var of feim-
inn til að eitthvað yrði úr því. Einu
sinni tók hann í sig kjark og bauð
henni út en hún neitaði. Eftir það
hélt hann sig í f jarlægð.
En þetta sumar var hann orðinn
tuttugu og tveggja ára gamall og
hafði tekiö endurskoðunarpróf.
Hann gat fengið góða stöðu í
Boston um haustið og skrapp því
til Spruce Beach en þar áttu for-
eldrar hans sumarbústað.
Þegar heitt er í veðri er nóg að
gera í Spruce Beach en bærinn er
mannlaus þegar kólnar. Það er
svona míluvegur meðfram strönd-
inni og inni í bænum er eins konar
skemmtigarður með hringekjum
og svoleiðis. Nú svo er þar dans-
staður og lítilhöfn.
George er orðinn hundleiður
þegar hann rekst á Betty. Það
kemur honum á óvart að hún tek-
ur á móti honum eins og góðvini
sínum. Hún býr hjá móður sinni á
Panther Inn og þekkir engan í
bænum. Sennilega hefur henni
fundist George hreinasta guðs-
gjöf.
George vissi allt frá byrjun að
Betty var stúlkan hans. En aldrei
gat hann borið upp spurninguna.
Það sama var með kossana. Hon-
um tókst að kyssa hana á kinnina
eða svo því að Betty sneri alltaf
höfðinu undan.
George biður hennar stirðbusa-
lega og horfir niður í sandinn á
meðan hann bíður svars hennar.
Betty hafnar honum reglulega
fallega. Hún segir: „Ég kann vel
við þig, George. En ég vil ekki
hugsa um hjónabandið. Ekki
strax.”
George langar að henda sér fyr-
ir fætur hennar og grátbæna hana,
en hann er ekki svoleiðis. Svo
hann tautar bara eitthvað
óskiljanlegt og reynir ekki einu
sinni að kyssa hana þegar þau
skilja.
Svo fer veörið að versna. Fólkið
hættir að koma frá Boston og
sumargestirnir fara heim. Flest-
um stöðum er lokað og ströndin
verður einmanaleg.
Betty er alveg sama. Hún elskar
vindinn og brimið við steinana hjá
Hurricane Point. Hún vill fara út
hvernig sem veðrið er. Og George
er sama ef hann fær að vera hjá
henni. Það koma fréttir í útvarp-
inu um rán og ofbeldi í Spruce
Beach.
Loksins er komið að síðustu
nóttinni áður en George þarf að
fara til Boston. Þá er svo dimmt
og hvasst að þau Betty rata varla
niður að Hurricane Point. En um
leið og þau koma þangað hættir að
rigna og tunglið kemur fram úr
skýjunum. Brimið brotnar enn á
klettunum en öldurnar eru fagrar
og silfurgljáandi.
Þau breiða jakkann hennar
Betty á steinana og setjast niður.
George er ákveðinn í að gera síð-
ustu tilraun. En hann getur ekki
byrjað frekar en fyrri daginn.
Þá sér hann þennan unga mann
koma flautandi eftir ströndinni.
Hann er með derhúfu með brotnu
deri og í leðurjakka. Hann er
góður með sig en það er eitthvað
við hann sem George er ekki um.
Hann gengur fram hjá þeim en
fótatak hans heyrist ekki í votum
sandinum. Hann sér ekki George
og Betty fyrir steinunum en
George sér hann vel. Hann er ekki
meira en nítján, tuttugu ára.
George horfir á hann hverfa.
Svo lítur hann á Betty. Hún hefur
dregið undir sig fæturna og tekið
um ökklana með fingrunum. Hún
horfir út á sjóinn og hefur ekkert
séð.
George tekur um hönd hennar
en fær engin viðbrögð. Hörund
hennar er svalt og hún heldur
áfram að horfa út á sjóinn.
Aftur lítur George yfir til
drengsins. Hann hefur numið
skyndilega staöar. Hann stendur
fyrst grafkyrr en skýst svo eins og
elding að gömlum árabát sem
hafði verið dreginn langt upp á
land. Þar hverfur hann eins og
hann sé að fela sig.
Það var þá sem George sá annan
mann á ströndinni. Hann var að
koma úr bænum og greinilega
drukkinn. Hann skjögraði til og
frá og hrasaði stundum.
George reynir að sjá unglinginn
við bátinn en sér hann hvergi. Það
eru runnar fyrir aftan hann og
mjór stígur. George kemst að
þeirri niðurstöðu að drengurinn
þekki manninn og vilji ekki hitta
hann svo að hann hafi bara falið
sig.
Maðurinn höktir áfram. George
finnst hann vera að syngja en
hann heyrir ekkert hljóð. Brim-
hljóðið yfirgnæfir allt. George
kemur auga á drenginn við bátinn.
Hann krýpur þarna við skutinn
eins og villidýr sem ætlar að ráð-
ast á fórnarlambið og George sér
eitthvað annað, einhvern smáhlut,
í hendi hans, hníf eða byssu.
George vissi að hann átti að
hrópa en hann dró það of lengi.
Drengurinn hendist frá bátnum og
ræöst á manninn. Svo fellur
maðurinn til jarðar.
George tekur þéttingsfast um
úlnlið Betty. Hún stynur og opnar
munninn. Hún hafði snúið baki við
þessu öllu og ekkert séð. Nú veit
George hvað hann verður að gera.
Betty er ekki gætin eins og hann.
Hún myndi strax hlaupa og hjálpa
fómarlambinu.
George er dauðhræddur.
Drengurinn hefur myrt einu sinni
og hikar ekki við að myrða oftar.
George skelfur allur. Einhvern
veginn verður hann að þagga
niður í Betty. Líf þeirra beggja er
undir því komið.
„Hvað gengur á, George?”
segir hún.
Það er ekki mikill tími til
umhugsunar. George tekur hana í
faðminn og ýtir henni niður á
ströndina. Hann leggur varir
sínar við hennar svo aö ekki
heyrist í henni og hendir sér beint
ofan á hana. Betty brýst um en
hann sleppir henni ekki. Hann
heldur bara fastar um hana. Hún
bítur hann í varirnar og hann
finnur blóðbragöið.
Hún lemur og klórar og svo
setur hún báða lófa á bringu hans
til að ýta honum frá en George
heldur bara fastar og er alveg að
kæfa hana.
Þá hættir hún að berjast um og
liggur skjálfandi í faðmi hans.
Hún tekur utan um hann og varir
hennar verða mjúkar og sætar.
Tíminn skiptir engu máli
lengur fyrir George. Kannski
liggja þau svona í mínútu, kannski
í tíu. Hann veit það ekki. Hann sér
drenginn hvergi þegar hann lítur
eftir ströndinni en það er svört
hrúga við árabátinn.
George rís upp á annað hné. Og
þá sér hann drenginn hættulega
nálægt og tunglið skín beint
framan í hann. George sér hann
aðeins í svip en hann veit að hann
gleymir honum ekki á meðan
hann lifir. Drengurinn minnir á
ref, með rautt hár, gulleit augu,
smágerða andlitsdrætti og upp-
stæð eyru. Hann heldur enn á
byssunni.
„George?”
Honum finnst drengurinn hljóta
að heyra hvíslið þó að brimgnýr-
inn yfirgnæfi allt.
Aftur hendir hann sér á hana en
nú er hún viðbúin og veltir sér frá.
Þau veltast um blauta ströndina
þangað til hún slítur sig lausa.
Hún rekur honum rokna kinnhest
og áður en hann kemst á fætur er
hún hlaupin á brott.
George kemur sér á fætur en
sér drenginn hvergi. Betty hins
vegar hleypur viö sjávarmál.
Hann eltir hana en hann er
enginn hlaupari og innan skamms
er hann farinn að mása og orðinn
máttlaus í hnjánum.
Hann nær henni ekki en hún
bíður hans á tröppunum á Panther
Inn.
Hann er svo móður að hann
kemur varla upp orði. „Ég verð að
skýra þetta, Betty.”
Hún rekur nefið út í loftið og
segir: „Þaðer ástæðulaust.”
„Ég ætlaði ekki að meiða þig.”
Hún þegir svo að hann reynir
aftur. „Þú veist ekki hvað gerðist
þarna, elskan. Það var hræði-
legt.”
Og þá hlær hún og hendir sér í
faðmhans.
„Ég vissi ekki að þú gætir verið
svona ástríðuþrunginn, George,”
segir hún. „Mér fannst þú alltaf
svo kaldur. 0, ég elska þig,
George. Allar stúlkur vilja fá
mann sem sleppir sér stundum.
Nú veit ég að ég elska þig.”
Svo fer hún inn og skellir á eftir
sér.
George stendur þarna eins og í
leiðslu og þorir varla aö trúa
þessu. En loksins áttar hann sig og
skilur að hann getur ekki
skilið manninn á ströndinni
eftir í blóði sínu. Hann verður að
hafa samband við lögregluna. En
það er ekki sími í sumar-
bústaðnum og kránni var verið að
loka. Svo að hann leggur af stað
inn í bæinn. Hann veit ekki hvar
lögreglustöðin er en heldur að
hann finni hana.
Á meðan hann er að hugsa um
næsta leik kemur lögreglubíll á
miklum hraða úr hliðargötu. Hann
reynir að gefa honum merki en
lögregluþjónarnir sjá hann ekki.
Það er ekki erfitt að geta sér til
um framhaldið. Annaðhvort hafði
einhver fundið lík mannsins eða
hann ekki verið svo illa særður að
hann gæti sótt hjálp.
George gengur á eftir bílnum.
Hann er dauðþreyttur en samt í
sjöunda himni vegna Betty. Hann
þurrkar sér í framan og fær blóð á
hendurnar þar sem Betty klóraði
hann. Það er ekki fyrr en nú sem
hann skilur hvað kom fyrir hann.
4Z. tbl. ViKan 19