Vikan


Vikan - 29.11.1984, Page 33

Vikan - 29.11.1984, Page 33
Smákökur með hnetum og súkkulaði. 200 grömm smjörlíki 11/2 bolli sykur 3 bollar hveiti 2 egg 1 teskeið natron 1 bolli hnetur 1 bolli súkkulaði Hrærið saman smjörlíki og sykur, bætið eggjunum saman við og síðan þurrefnunum. Smásaxið hnetur og súkkulaði. Notið teskeið til að setja deigið á ofnplötu. Hafið hvern skammt smáan þar eð kökurnar renna svolítið út. Bakið þær ljósbrúnar. Borgarkökur 375 grömmhveiti 375 grömmsykur 250 grömm kókosmjöl 250 grömm smj örlíki 150 grömm kúrennur 2 egg 1 teskeið hjartarsalt Deigið hnoðað og rúllað upp í lengjur sem eru skornar í 1/2 sentímetra þykkar sneiðar. Bakið við hægan hita þar til kökurnar eru ljósbrúnar. Deigið má hnoða og geyma síðan eina nótt í kæli. Kransakaka 1 kíló kransakökumassi 550 grömmsykur eggjahvítur eftir þörfum Bakist ljósbrúnt í miðjum ofni við 220 gráða hita. Skreytt með flórsykursbráð: Flórsykur og eggjahvítur þeytt vel saman. 42. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.