Vikan


Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 48

Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 48
Börnin hugsa um dúkkurnar eins og börnin sín og því er ekk- ert of gott handa þeim, jafnvei ekki ieðursófasett eins og þetta sem Ásta Björnsdóttir handa- vinnukennari hannaði fyrir VIK- UNA. Eins og sést á skýringar- myndunum er aðalefniviðurinn mjóikurfernur. Ef við bætist leðurlíkisbútur og örlítil þolin- mæði er ekki mikiii vandi að töfra fram dvergvaxið ieður- sófasett íjóiapakkann. Vinnulýsing: I stað þess að sníða sófasettið, eins og hér er sýnt, er hægt að hafa það á óteljandi vegu. Þá er til dæinis bakið sniðið öðruvísi, haft lægra, bogalínan höfð bein og svo framvegis. Að sjálfsögðu er þá áklæðið sniðið eftir því. Einnig má auðvitað búa til sófasett með ullaráklæði, plussáklæði, filtáklæði, jafnvel veggfóðursáklæði ef vill. Þá er hægt að líma áklæðið beint á pappann í stað þess að bólstra sófasettið með svampi eins og hér er gert. öll sniðin eru án saumfara, nema snið af svampi í baki og setu. Hæfilegt saumfar sem bætist við snið er ca 1/2 cm. Leðursófasett handa Hönnun: Asta Björnsdóttir Ljósmyndir: Ragnar Th. Stóll: Efni: 2ja lítra mjólkurfema. Áklæði: 25 X 70cm. Svampur/vattefni: 25 X 60 cm. Litlar glerperlur. Föndurlím, nál, skæri, tvinni. Leggið snið nr. 1 á femuna, eins og sýnt er á mynd 1, og strikið eftir því beggja vegna. Klippið „lokið” af femunni og síðan niður eft- ir brotalínum framhliðar þar til 5 cm em eftir niður á botn. Klippið því næst út armalínumar. Framhliðin er brotin inn og verður þannig setan í stólnum (mynd 2). Límið 2 cm svamprenning eftir armlín- unni. Límið því næst svamp innan á armana og utan á allan stólinn. Sníðið svamp framan á sökkul stólsins sem nær 3 cm inn á undirset- una. Bakpúðinn er saumaöur eins og poki, svampurinn settur inn í og bakið bólstrað með sterkum tvinna: Stingið nálinni upp frá röng- unni, þræðið perlu á nálina, stingið henni svo aftur niður tÚ hliðar við þar sem þið komuð upp. Herðið mátulega að og takið eitt kapp- melluspor utan um þráðinn á bakinu. Stingið upp um það bil í beinni línu frá síðustu perlu og gerið alveg eins og áður. I næstu umferð stingið þið nálinni upp mitt á milli perlanna í umferðinni fyrir ofan. Hafið 2 cm á milli um- ferða og saumið 8 perluumferðir í allt. Með þessu móti myndast tígullaga mynstur í bak- ið. Sníðið áklæðið utan um stólinn, leggið bak- púðann á miðju bakstykkisins, rétta á móti réttu, og armstykkin þar á eftir. Saumið sam- an í saumavél. Að lokum er stóllinn klæddur: Límið niöur armklæðninguna út í bakið að innanverðu og að neðan. Framstykki stólsins að utanverðu og neðan á stólnum er saumað viö hliðar- stykkin frá réttunni: Brjótið inn efnið og legg- ið niður við með litlum sporum (mynd 3). 48 Vikan 42. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.