Vikan


Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 52

Vikan - 29.11.1984, Qupperneq 52
\u Fimm mínútur með Willv Breinholst Bílaþvottur til sjávar og sveita Fólkið í strjálbýiinu, vinnu- menn, bændur, greifar og barónar og svoleiðis lið, á ekki í neinum vandræðum með að fá bílana sína þvegna, eins og fólkið í einbýlis- húsunum í borgunum. Fyrir það fyrsta þvær fólk til sveita bílana sína ekki. Það tekur því ekki, þeir verða hvort eð er strax skítugir aftur. t öðru lagi gerir bara ekkert tU, ef það þvær bflana sína á annað borð, þó að sprautist vatn og froöa um næsta nágrenni. Það er nefnilega nóg af plássi úti á landi. Það er hins vegar ekki sömu sögu að segja um litlu garðholurn- ar í bæjunum og þaðan af síður ör- smáu innkeyrslumar. Ef maður er ekki gætinn eins og morðingi að yfirlögðu ráði lendir maður í að sprauta inn um gluggann hjá ná- grannanum. Eg verð að segja að ég gæti mín alltaf eins og yfir- vegaður morðingi, en óhöpp geta hent. Eins og héma um daginn, þegar ég var að þvo bílinn minn. Eg skrúfaði frá garðslöngunni af fullum krafti til að ná að skola bfl- inn almennilega — rétt gleymdi mér augnablik og sendi væna gusu yfir gangstíginn hjá nágrannanum. Þá þurftu útidym- ar endflega aö opnast á húsinu og út kom Larsen í kjól og hvítu, með pípuhatt, og var á leiðinni á frímúrarafund. — Obbosí! sagðiég. Hann kom að limgerðinu, sem skilur mflli lóðanna okkar, með vatnið trillandi niður sig allan. — Hvem fjárann á þetta eigin- lega að þýða, maður minn? sagði hann mjög hátt. — Hvað ertu eiginlega aðgera? Ég útskýrði fyrir honum að ég væri að skola af bflnum og máli minu til stuðnings greip ég undir brettin á bflnum tfl aö sýna honum alla leðjuna, skítinn og oliudrull- una og að það væri sko engin van- þörf á bflaþvotti endrum og sinnum. Larsen leit á mig eins og naut í flagi og hlustaði ekki einu sinni á það sem ég var að segja. — Þessi skyrta kostaði mig 1500 krónur, sagði hann, og þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í hana. Og nú er ég orðinn hundblautur. Eg rétti honum höndina, eins og hjálpsömum nágranna sæmdi, og fór að reyna að þurrka eitthvað af vatninu af honum, en tók ekki strax eftir því að ég var allur í leðju og olíudrullu um hendumar. Þegar ég var búinn að ná sæmi- lega miklu vatni af skyrtunni var hún orðin hálfsjúskuð, það verður að viðurkennast. — Þetta var nú verra, sagði ég og reyndi að fjarlægja óhreinindin með hinni hendinni en var auðvitað búinn að gleyma því að hún var löðrandi í smurolíu af því ég var nýbúinn aö bera vel á allar lamimar á bflnum. Larsen hrinti mér frá sér og það vottaði ekki fyrir þakklæti af hans hálfu. — Hvað í fjáranum meinarðu eiginlega, maður? spurði hann mig og hækkaði röddina ótrúlega mikið. Ég útskýrði fyrir honum að meiningin hefði nú verið að þurrka eitthvað af vatninu af dýr- mætu skyrtunni hans svo hann gæti drifið sig á fundinn. Eg notaði tækifærið að spyrja hann hvort hann væri ekki til í að stinga upp á mér sem stúkubróður því mig hefði alltaf langað tfl að komast í einhverja svona stúku, ja, kannski oddfellow en þó frekar í frímúrar- Blómailmurinn er indœll í Flóru interflora Kransa- og kistuskreytingar. Alþjódleg blómaviðskipti. Skreytingar við öll tœkifœri. Sendum um allt land. Opið til 22 öll kvöld. ■^Lnifíonffóe, Flóra Langholtsvegi 89 — Sími 34111 52 Vikan 42* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.