Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 54

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 54
Framhaldssaga r Sjöundi hluti. c%STIR ‘EMMU byssunni eins og fingri er bent á hlut. Þetta snýst eins og þú heyrir um það að vera snjall að benda. Hef ég á réttu að standa, herrar mínir?” „Hárrétt, herra,” sagði O’Leary, sem skemmti sér yfir glettinni hæðni yfirmanns síns. „Ég hef aldrei heyrt þessa kenn- ingu setta betur fram.” „Þakka þér fyrir, hr. O’Leary,” sagði Grant. „Og nú, lafði Devizes, fáum við að sjá hvernig þér ferst með fyrsta skot- ið. Spenntu hamarinn alveg — svona. Nú ertu reiðubúin til að skjóta.” Hann sneri sér við og kallaði til mannsins sem stóð á lúkarnum. „Kastaðu!” Græn flaska flaug framhjá henni meö furðulegum hraða og maðurinn hafði fleygt henni langt af skipinu. Það virtist alveg óger- legt fyrir hana að hitta svo lítið mark sem veltandi flöskuhálsinn. Hún minntist ráðlegginga elsk- huga síns og ímyndaði sér að hún væri að benda á flöskuna með fingrinum — og tók í gikkinn. Það varð blossi, örskots hlé, og vopniö sendi kúluna frá sér með hnykk sem kom hendi hennar til að sveiflast upp. „Drottinn minn dýri, beint í mark!” hrópaði einn félaga henn- ar. „Vel gert, frú!” „Þetta var slembilukka,” sagði Emma, var furðu ánægð. „Byrj- endaheppni.” „Reyndu aftur,” sagði Nathan Grant. „Aðra hlaðna byssu handa lafðinni.” Flösku var fleygt. Aftur miðaði hún í skyndi á skoppandi grænan flekkinn sem þaut fram hjá. Tók í gikkinn. „Hitti aftur!” „Það er fædd skytta á meðal okkar!” Þeir brostu allir til hennar, full- ir ósvikinnar aðdáunar yfir afreki hennar. Einhver stakk lymsku- lega upp á því að þau skipstjórinn færu í skotkeppni fyrir pyngju með fimm dollurum, en hann hristi höfuðið og sagðist aldrei Janette Seymour Hver er Emma? Hún er ung og falleg stúlka sem kemst aö raun um aö lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. — Þegar sagan hefst munar minnstu að hún verði fómarlamb siðlausra óþokka en í það skiptið sleppur hún með skrekkinn. Hún neyðist til að ganga að eiga mann sem er henni lítt að skapi sem eiginmaður, en ævintýraferlinum er síður en svo lokið þótt hún sé gengin í það heilaga — þá fyrst fer að færast fjör í leikinn. Ein- hver leyndardómsfullur huldumaður gerir henni lífið leitt, þar til að lokum að hún uppgötvar hver hann er — og þá verða lesendumir væntanlega ekki síður undrandi en hún sjálf.... Æsispennandi ævintýraróman — um lífsreynslu sem ekki fyrirfinnst lengur, ástir og hrakninga — mannvíg og mansal — látið ÁSTIR EMMU ekki fram hjá ykkur fara! myndu þola þá skömm að láta í minni pokann fyrir konu á eigin afturdekki. Þessu lauk með góðlátlegum hlátri og Emma hugsaöi fátt um óvæntan árangur sinn þá stund- ina. En hún átti eftir að minnast þessa þegar frá leið. ALLIR dagar sem þau áttu saman voru dagar hrifsaðir frá lífinu, stolnir sólarhringar sem þau höfðu engan rétt á fyrir lögum guðs og manna. Sem betur fer miðaði Delaware hægt við minnsta hugsanlegan byr. Raunar leið einn dagur í blæjalogni, topp- seglin bærðust naumast og veifan hékk eins og blaut tuska frá morgni til sólarlags. Líkt og verið væri að hæðast að elskendunum tveimur fyrir óstöðugleika alsælu þeirra hvessti mikið þá nótt og Delaware æddi yfir hafið á slíkri ferð aö nægði til að bæta upp það sem það hefði átt að fara í logninu um daginn — og meira en það. Þessa nótt lá Emma ein og beið elskhuga síns en skipstjóri æðandi freigátunnar varð að vera á þilj- um á öllum vöktum til ráða um hve mikil segl mætti hafa uppi. I dögun, þegar aftur hafði lygnt, voru stöðugar mannaferðir um ganginn og stigann fyrir utan ká- etuna hennar og hún vissi aö hann myndi ekki hætta á aö svipta hana mannorðinu með því að koma til hennar. Þetta var fyrsta nóttin sem hún hafði átt ástlaus og ófull- nægð frá því að þau náðu saman — og drungaleg forspá um árin tóm- legu sem voru fram undan fyrir hana. Núna sáu þau skip á hverjum degi. Öll reyndust þau vera undir amerískum fána, kaupskip og fiskiskútur. Öllum sagði Delaware þær fréttir að sterk bresk flota- deild væri í suðvestri og þau þyrftu að haga stefnu sinni eftir því. Þau komu ekki auga á neitt hlutlaust skip og ekkert breskt á leiö frá Kanada. Delaware sigldi 54 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.