Vikan - 29.11.1984, Page 55
I
áfram og unaöur elskendanna
hélst.
„Af ást til þín, Emma mín, van-
ræki ég skyldur mínar við ættjörö-
ina á styrjaldartímum.”
Þetta viðurkenndi hann fyrir
henni nóttina eftir óveðrið þar
sem þau lágu saman í rúmi henn-
ar, líkamarnir samfléttaðir, hálir
af svita tæmdrar ástríðu.
„Hvernig þá?” spurði hún hann.
„Það er augljós skylda mín aö
stefna aftur til New York,” sagði
hann. „Þess í stað sendi ég kaup-
skipið sem við hittum í morgun til
að skýra frá Bretunum. Ég hef
breytt stefnunni jafnvel enn
lengra í noröur. Fyrir undirmönn-
um mínum réttlætti ég breytta
áætlun á þeirri forsendu að það
væri líklegra að aörar freigátur —
Constitution og ef til vill Chesa-
peake — yrðu í kanadískum sjó og
við gætum slegist í lið með þeim
og ráðist á óvinina. En þó ég
viðurkenndi fyrir sjálfum mér að
þetta væri skynsamleg áætlun
sagði ég sjálfum mér að við
stefndum í norður af einni ástæðu
og aðeins einni ástæðu. Til að við
eignumst lengri tíma saman,
Emma mín.”
„Þú ert ósanngjarn við sjálfan
þig, ástin mín,” sagði hún honum.
„Ég þekki þig. Ég þekki þig vel og
þú værir ekki að fara í norður ef
þaö væri ekki það besta sem þú
gætirgert.”
„Segðu samvisku minni það,”
tautaði hann.
„Samviska þín myndi ekki
leggja við eyrun,” sagöi hún. „Og
ég vildi ekki hafa þaö á neinn ann-
an veg. Ég elska þig fyrir allt sem
þú ert, fyrir að vera meðal annars
sá maður sem á í átökum við sam-
visku sína út af meginreglum,
eins og því hvort besti kosturinn,
sá að halda norður, sé lakari
vegna þess að hann veitir honum
líka færi á að sofa hjá hjákonu
sinni.”
„Hjákonu,” endurtók hann.
„Hmm, jæja, þetta er ekki orð
sem ég hef hugsað um í sambandi
við þig, Emma, en ég býst viö að
þaö sé það sem þú ert. Hjákona
mín.”
„Ég kann vel viö það,” sagði
hún. „Það hefur spilltan, synd-
samlegan hljóm og ég er stolt af
því að eigna mér titilinn „hjáko'na
Nathans Grant skipstjóra”.
Hvernig hljómar það? ”
Hann leit niður til hennar þar
sem hún lá með handleggina undir
höfðinu, nakin fyrir augnaráði
hans. Hann sá þær fáu strokur
málningar og púðurs sem gáfu til
kynna löngun hennar til aö þókn-
ast honum og tilfinning hans sjálfs
um tómleika framtíðarinnar vék
fyrir ofboðslegri samúð með fall-
egu verunni viö hlið hans. Ung,
ósegjanlega fögur í andliti og á lík-
ama, sakleysislega lostafull og
blóðheit að því marki aö hann,
sem hafði þekkt margar konur,
haföi aldrei kynnst öðru eins. Þó
var hún dæmd til fálmandi atlota
ríks gamalmennis sem gat lifað
áratugum saman, þangað til þessi
fegurð varð þrútin og fölnuð,
nautnin horfin fyrir beiskju og
ástríöuhitinn dáinn með minning-
unum.
„Mér finnst það hljóma ákaf-
lega vel,” sagöi hann. „Og ég ber
höfuðið hærra af því að vita að þú
viðurkennir að þú sért hjákona
inín. Og fjandinn eigi það, ég er
feginn að við erum að fara í
norðurátt.”
Grannir handleggir hennar
teygðust upp, vöfðust um háls
hans og drógu andlit hans að
barmi hennar.
„Af hverju þá að eyða dýr-
mætum tíma í trega?” spurði hún
lágt. „Allra stunda sem við eigum
eftir skulum við njóta eins og
gamals víns eða síðasta bergmáls
fallegs lags. Taktu mig aftur, ást-
in mín, því það er næstum komin
dögum og ég verð að eyða öllum
morgundeginum í að vera kurteis
og formföst við þig, meðan ég tel
stundirnar og mínúturnar þangað
til þú ert aftur kominn í rúmið til
mín.”
Með ánægjukumri rétti hann
fram hendur sínar og varir til að
gleypa hana í sig af blóðhita.
Emma hófst upp á faldi mikillar
öldu og allt var til reiðu fyrir aðra
af sameiginlegum ferðum þeirra í
óminnið þegar hljóð rauf þögn
þeirra.
„Skipstjórinn — hann verður að
koma á dekk!” Þetta var rödd
O’Leary, rám og áköf, á gangin-
um fyrir utan.
„Ég skal ræsa hann, herra.
Láttu mig um hann.” Rödd
Gumbril með tréfótinn.
Emma, óblítt hrifin úr unaðsleg-
um ástríðubylgjum, fann Nathan
taka fastar um axlir sínar.
„Jæja, stattu ekki þarna,
maður!” hrópaði O’Leary.
„Beröu að dyrum á káetunni hans.
Faröu inn til hans. Segðu honum
aö viö höfum verið að koma auga
á ljós á skipi og að það hafi sagst
vera Constitution, nema það sé
bresk brella.”
„Ég skal gera það þegar í stað,
herra. En ég ætla að vekja hann
rólega. Hann tekur því ekki vel að
vera rifinnupp.”
„Jæja, gerðu það sem bráðast.”
„Já, herra.”
Fótatak fyrsta flokksforingjans
glumdi eftir ganginum og upp
stigann. Nathan var kominn úr
rúminu og hálfa leið til dyra
áður en klórað var lágt í hurðina.
„Ertu vakandi, skipstjóri?
Heyrðir þú þetta?”
„Já, Gumbril. Ég kem strax á
dekk.’-’
„Gott og vel, skipstjóri.”
Hann tróð sér í buxurnar og
skyrtuna við skinið frá kertinu og
Emma rétti honum stígvélin.
„Gumbril veit um okkur,” sagði
hún.
'„Ekki af mínum vörum,” sagði
Nathan. „En hann svíkur okkur
ekki. Þú heyrðir hvernig hann hélt
O’Leary frá káetudyrunum
mínum.”
„Já, hann stendur meö okkur,”
hvíslaði hún. „Hann er vinur okk-
ar. Elsku Gumbril.”
Hann tók upp skikkjuna sína.
Hann kyssti hana á munninn, með
handleggina um nakið mitti henn-
ar. Síðasti kossinn á stinnt brjóst
hennar.
„Ég kem kannski ekki aftur í
nótt,” hvíslaði hann. „Góða nótt,
ástinmín.”
Svo var hann horfinn og það fór
hrollur um Emmu því jafnörugg-
lega og hefði hún starað niður í
eigin gröf vissi hún að sæla þeirra
varáenda.
ÞETTA var Constitution. Nætur-
fundir Delaware og systurskipsins
hrundu af stað hreyfingu
amerískra herskipa til að mæta
ógninni af bresku flotadeildinni.
Vegna þess að skipstjóri
Constitution var eldri en Grant
var það skipstjóra Constitution aö
taka ákvarðanir þá stundina. Stutt
ráðstefna var um borð í
Constitution eftir að Grant hafði
farið yfir dökkar öldurnar sem
skildu að freigáturnar tvær. Var
Grant með konur um borð? Það
var slæmt. Ef það versta gerðist,
ef þeir gætu ekki stuggað bresku
freigátunum frá herskipinu, ef
Delaware yrði fyrir skoti frá
skyttunum sextíu og fjórum og
splundraðist...
Losnaðu við konuna ef það er
með einhverju móti mögulegt!
Sendu rauðstakkinn með henni og
þjónustustúlkuna sömuleiðis.
Stefndu til strandar í þeirri von að
rekast á fleytu, hvaða fleytu sem
vera skal. En ekki tefja lengur en
fram á miðjan dag.
„Ef við sjáum ekki segl fyrir
miðjan dag verð ég að snúa við og
elta Constitution í suðvestur,”
sagði Grant.
Þau stóðu saman á aftur-
dekkinu næsta morgun, hlið við
hlið, svipur þeirra felldur í kurt-
eisisgrímuna sem þau höfðu lært
að setja upp innan um annað fólk.
Það voru engin ummerki um
ólguna í huga þeirra.
„Ég bið til guðs að við komum
ekki auga á neitt,” hvíslaði
Emma. „Ég vil fara með þér. Ef
þú verður drepinn vil ég deyja
meðþér.”
„Það gæti komið að því,” sagði
Nathan. „Dauðinn er kannski
örlögokkar.”
Án þess aö nokkur á þilfarinu
eða í siglutrjánum sæi snertust
fingurgómar þeirra snöggvast;
svo stikaði hann yfir á hina hlið
þilfarins og hrópaði fyrirmæli til
mannanna uppi.
Láttu ekkert birtast á sjóndeild-
arhringnum, baö Emma. Láttu
okkur snúa við um miðjan dag og
fara á eftir hinni freigátunni.
Láttu þetta aldrei enda. Láttu
þetta elsku, elsku skip bera okkur
bæði til hverra örlaga sem okkar
kunna að bíða...
„Seglábakborða!”
Þetta var forljót fleyta með
nýrnabrún segl, bætt eins og næst-
besta jakka fuglahræðu.
Fiskimaður: Þau fundu fýluna af
fleytunni langar leiðir.
Skeggjaður sjóræningi rorraði
upp við stýrið og kynblendings-
indíáni lá sofandi á hleranum.
Þetta var áhöfnin. Skeggjaði skip-
stjórinn var talinn á að draga
niður segl og leggja upp að frei-
gátunni. Hann var fransk-kanad-
ískur og gaf skít í stríðið. Hann
hafði fiskað við Grand Manan
síðan hann var garcon og hann
hafði látið les Anglais et les
Yánquis skera sig á háls eins og
þeim sýndist; hann ætlaði að
halda því áfram.
En fyrir fimmtíu dollara, mikil
ósköp, skyldi hann fara með
madame að Kanadaströnd; það
mátti sjá góðvildina brjótast fram
undan ruddaskapnum.
„Það er þá ákveðið, frú,” sagði
Nathan Grant, sneri sér að
Emmu. „Ég hef ekki trú á að þú
lendir í neinum vandræðum með
þennan þorpara. Og þú, herra
minn” — hann leit kuldalega til
Tredegar — „þú verður vopnaður
og þér er falið í nafni Banda-
ríkjaflota að flytja lafði Devizes
heila á húfi til síns fólks.” Breski
foringinn hneigði sig stirðlega í
svaraskyni.
42. tbl. Vikan SS