Vikan


Vikan - 29.11.1984, Page 57

Vikan - 29.11.1984, Page 57
\S Framhaldssaga sjórinn kyrr eins og myllutjörn og litlar bárur gjálfruöu við strönd- ina svo það var erfitt að gera sér í hugarlund hvemig þetta hafði verið fyrir fáeinum stundum. „Ég fer þá og leita að andskot- ans vatninu sjálfur,” sagði Tredegar í nöldurtón. Hún virti hann ekki viðlits þeg- ar hann sneri sér við og stikaði að þéttum skóginum ofan við ströndina. Hún leit snöggt upp þegar hann hrópaöi upp yfir sig: „Drottinn minn! Feginn er ég að sjáykkur, menn!” Þrír menn komu út úr kjarrinu. Tveir voru í rauðum einkennis- búningi breska hersins; sá þriðji var grænklæddur. Allir voru ber- höfðaðir en með skítuga klúta bundna um ennið fyrir svitabönd. Þeir báru stutta riffla og voru með skammbyssu í beltinu. Buxurnar, sem eitt sinn höfðu verið hvítar, voru flekkaðir af gömlum óhreinindum og einn þeirra var berfættur. Allir mennimir þrír horfðu beint fram hjá foringjanum, sem hafði á- varpaö þá, og skoðuðu konurnar við eldinn með lostafullt glott á órökuöu andliti. „Úr hvaða sveit eruð þið, menn!” spurði Tredegar hvasst. „Segið það núna. Þú, liðþjálfi. Svaraöu mér!” Maðurinn sem bar liðþjálfa- rendur í rauðri erminni flutti augu sín hægt yfir á foringjann en glottið hvarf ekki af andliti hans. „Heyrið þið hvað höfuös- maðurinn segir, strákar? Hann vill vita úr hvaða sveit við erum. ” „Það mætti kalla hana hel- vítisfylkið,” flissaði annar félagi hans. „Eða sveit djöfulsins,” sagði hinn, glotti úr að eyrum og sýndi svarta tannstubba. „Standið í réttstöðu þegar þið ávarpið foringja!” sagði Tredegar hvasst. „Drottinn veit að ég skal láta hýða ykkur þrjá þegar við komum í herstöðina! ” „Heyrðuð þiö þetta, strákar?” sagði liðþjálfinn, hár og renglulegur, með brúsk af rauðu hári sem hékk í flóka niður undan svitabandinu hans. „Höfuðs- maöurinn ætlar að láta hýða okkur þegar við komum aftur í herstöðina.” „Þögn!” orgaði Tredegar. En það var kominn hvellur hljómur í rödd hans og veikgeöja andlitið leystist upp þegar þetta hafði ekki önnur áhrif á þremenningana en að þeir skellihlógu hæðnishlátri, héldu hver í annan og þerruðu vot augun meö óhreinum handar- bökum. Emmu greip mikill ótti þar sem hún horfði á þá og skelfing hennar jókst þegar grænklæddi maðurinn gerði hlé á gleði sinni, gaf öðrum félaga sínum olnbogaskot og benti niður á ströndina þar sem Suzie, sem hafði vaknað við hávaðann, sat ringluð og starði á þá nýkomnu. „Við allt sem heilagt er, höfuðs- maðurinn er meö tvær konur með sér!” sagði liðþjálfinn. „Þetta er happadagurinn okkar, strákar.” „Mér líst vel á surtlu!” sagði riffilskyttan. „Þú tekur það sem þú færð,” lýsti liðþjálfinn yfir. „Sæktu hana og við skulum skoða hana betur. Sjálfum líst mér ágætlega á svart- hær ða munngætið við eldinn. ’ ’ „Heyrið mig nú, menn ...” Tredegar gerði hinstu tilraun til að beita valdi sínu. Hún varð til þess að liðþjálfinn sló hann á munninn með handarbakinu. Hann reikaði og datt næstum, blóðið flóði yfir hökuna. Riffilskyttan dró Suzie upp ströndina, hló að veinum hennar og sló glettnislega í lögulegan afturendann á henni. „Lafði mín, lafði mín, bjargaðu mér! ” kveinaði svarta stúlkan. Liöþjálfinn lyfti annarri auga- brúninni og horfði á Emmu. „Lafði, já?” sagði hann og hreytti út úr sér blótsyrði. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á ein- hverja af aðlinum. Ég sinni þér síðar.lafðimín.” Þjáningar svertingja- stúlkunnar drógust mjög á langinn. Tredegar fylgdist með og gerði ekki minnstu tilraun til að grípa í taumana henni til hjálpar. Emma sá sumt og vissi að ef hún skipti sér af þessu flýtti hún bara fyrir þeirri stundu sem hún yrði fórnarlamb losta þeirra. Það var bara kynblendingsindíáninn sem sat og laut höfði og horfði hreyfingarlaus inn í logana. Tveir héldu handleggjum Suzie meðan sá þriðji klæddi hana úr öllu, reif blússuna hennar og pilsið í tætlur og undirkjólinn hennar í einu lagi. Svo fór fyrsti kvalari hennar, liðþjálfinn, með líkama hennar eins og hann væri að kaupa hest á markaði. Hún veinaöi, þegar hann hnoðaði ruddalega þrýstin brjóst hennar, en óp hennar urðu að aumkunarverðu kjökri þegar hendur hans leituðu til lenda hennar. Emma lokaði augunum og reyndi að neyða sig til að útiloka hugsanir um þær sví- virðingar sem verið var að fremja á mjúkum líkama vesalings Suzie, ungu konunnar sem naut svo inni- lega blíðra hvílubragða kröftugs elskhuga. Þeir tóku hana einn af öðrum og þegar þeir höfðu lokið sér af hnepptu þeir blygðunar- laust buxunum og skiptust á ruddalegum athugasemdum um frammistöðu hvers um sig. Þeir hirtu ekkert um Suzie sem kjökr- aði niðurbrotin, dróst að eldinum og greip utan um Emmu, sem sléttaði hrokkið hárið og strauk burt svitann og tárin af andliti hennar. „Þarna koma svarta kráka og félagar hans,” sagði liðþjálfinn. Út úr skóginum komu sex indí- ánar, rökuð höfuð þeirra og því sem næst naktir líkamar gljáandi af olíu, andlit þeirra máluð. Þegar kynblendingurinn við eldinn kom auga á þá hrópaði hann upp yfir sig af skelfingu, stökk á fætur og hljóp eftir ströndinni. Við þetta ráku hermennirnir upp hlátur og þegar liðþjálfinn kinkaði kolli lyfti riffilskyttan stuttrifflinum að öxl sér, miðaði fljótur á flóttamann- inn og hleypti af. Án þess að hægja ferðina kastaðist kynblendingur- inn áfram á grúfu. Fætur hans hreyfðust áfram fáein andartök þar sem hann lá í sandinum og stöðvuöust svo. „Aftur í búðirnar, strákar,” sagði liðþjálfinn. „Komdu, lafði, þú gengur við hliðina á mér. ” Emma gekk við hlið liðþjálfans í gegnum skóginn. Hún staldraði ekki andartak við svo að hann tæki ekki í hana. Suzie reikaði á eftir henni, þrýsti tætlunum af undir- kjólnum sínum að sér framan- verðri, hljóðaði í hvert skipti sem mennirnir fyrir aftan hana slógu á beran rassinn á henni. Næstur var Tredegar, andlit hans stirðnað sem gríma af hryllingi og kvíða. Á eftir honum gengu þögulir og svip- brigðalausir indíánamir. Augljóslega höfðu þau verið svo óheppin að vera tekin höndum af hópi breskra liðhlaupa sem hafði gert bandalag við villimannahóp. Þetta var ekki blanda sem lofaði góðu fyrir framtíö varnarlausu kvennanna tveggja og hataðs for- ingjans. Emma velti skelfd fyrir sér hver sú framtíð hugsanlega gæti orðið. Það var öruggt að hún hlyti sömu örlög og Suzie en hvort hún yröi svívirt af mörgum eða tekin frá sem einkahjákona lið- þjálfans og fyrirliðans var nokkuð til að brjóta heilann um. Hún gat sér til um það síöara. Við og við sendi hann henni homauga — ánægður að því er virtist. Þar sem hún var hjálparvana og lá vel við höggi, blautur flauelskjóllinn leyndi litlu af töfrum líkama henn- ar, var furðulegt að hún hafði ekki enn verið flett klæðum, alveg eða að hluta, til að þeir gætu skoöaö hana í losta sínum. Ef til vill hafði liðþjálfinn, staðráðinn í að sitja einn að þessum töfrum, haldiö aftur af sér að opinbera þá fýrir mönnum sínum af ótta við að æsa girnd þeirra svo mikið að þeir hlýddu ekki. Þegar á allt var litið komst Emma að þeirri niðurstöðu að svona hlyti aö vera í pottinn bú- ið. Fyrirliðinn hafði valið hana. Hrædd, treglega, komst hún að þeirri niðurstöðu að þetta væru kringumstæður sem gætu komið henni vel ef hún færi rétt að. . . Loks komu þau í skógarrjóður þar sem stóð þyrping óvandaðra bjálkakofa umhverfis varðeld. Tveir liðhlaupar enn komu á móti þeim og gleyptu fallegu konuna við hliðina á liðþjálfanum og nöktu svertingjastúlkuna í sig með augunum. Þegar annar þeirra reyndi að káfa á barmi Emmu stöðvaði liðþjálfinn hann með ruddalegum blótsyrðum — frekari sönnun um fyrirætlanir hans um hana. „Við fáum okkur að borða,” til- kynnti liðþjálfinn, „og meðan við snæðum skemmtum við okkur svolítið yfir hetjunni og höfuðsmanninum. Þú, lafði, situr hjá mér.” Hann tók um úlnlið Emmu og dró hana niður á jörðina. Hinir, þar með taldir indíánarnir, settust í hring í kring- um varðeldinn. Bitar af steiktu kjöti voru teknir af langri stöng fyrir ofan eldinn og látnir ganga. Liðþjálfinn bauð Emmu síðubita sem hún afþakkaði og hryllti sig. „Hvað með kvenfólkið?” hrópaði einn mannanna sem höfðu verið í búðunum. „Hvenær fáum við að bragða á kvenfólkinu? ’ ’ „Þú færð þinn skammt af góðu gamni þegar þar að kemur,” til- kynnti liðþjálfinn. „Eg er á því að skerpa lystina með því að láta höfuðsmanninn riddaralega halda sýningu. Komið með hann, þarna!” Tveir glottandi liðhlaupar drógu Tredegar inn í hringinn. Ekki svo að skilja að hann streittist neitt á móti, hann kom fúslega, svipur hans gersneyddur allri von. Augu hans beindust sem snöggvast biðjandi að Emmu. Hún leit und- an, skammaðist sín fyrir fyrirlitn- inguna sem eymd hans vakti hjá henni. „Þið sjáið fyrir framan ykkur,” sagði liðþjálfinn, benti á Tredegar með kjötbitanum sínum, „þið 42. tbl. Vikan 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.