Vikan


Vikan - 29.11.1984, Page 64

Vikan - 29.11.1984, Page 64
Jólasnyrting bæði fyrir tvítuga og fertuga I næstu VIKU kynnum við okkur jólasnyrtinguna í ár. Snyrtisérfræð- ingar snyrtu fyrir VIKUNA eina um tvítugt og eina um fertugt svo allir ættu að græða á að kíkja nánar á það. Jólatískan er sannkölluð lúxustíska Á jólum tíðkast að menn klæði sig upp á og það gerum við líka í VIK- UNNI. I næstu VIKU sýnum við nokkur tilbrigði við jólatískuna, bæði hjá dömum og herrum. Og eins og þar sést er jólatískan í ár sannkölluð lúxustíska. Jólaföndur — jólagjafir Jólaföndur er ómissandi í jólablaðinu. I næstu VIKU er að finna alls kyns jólaföndur sem litlar hendur sem stórar geta spreytt sig á. Þar er skraut á jólatré, í glugga, á borö, á veggi og alla mögulega og ómögu- lega staði sem þarfnast jólaupplyftingar. Hvernig ris hús úr rústum? Gamalt timburhús í miðborg Reykjavíkur var „tætt í spað” að innan- verðu á síðasta ári en nú eru þar fallegar íbúðir, hver með sínu sniði. Við kíkjum inn í húsið í næstu VIKU og fylgjumst með því hvernig spýtur og rusl breyttust í falleg híbýli. Jólaleikir fyrir alla fjölskylduna Samkvæmi af ýmsu tagi fylgja jólahaldinu, einkum á jólum eins og þeim sem framundan eru, með nógu af frídögum. Þá er tilvalið að reyna nýja, skemmtilega samkvæmisleiki og í JOLAVIKUNNI verða nokkrir slíkir sýndir. Heima er best á jólunum — eða hvað? I næstu VIKU verður rætt við nokkra íslendinga sem hafa haldið sín jól á erlendri grund og spurt: Hvernig er að halda jólin að heiman? Gerla Þetta hefur verið erilsamt haust fyrir myndlistarkonuna Gerlu. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fleiri en eitt leikhús. Meira um það í viðtali við hana í næstu VIKU. 64 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.