Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 11

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 11
Dallas að springa í loft upp! Hjónaband Larry Hagman er að fara í hundana út af sögusögnum um samband hans og Lindu Grey. Það er heitt í kolunum í DALLAS-herbúðun- um um þessar mundir. Eftir fjögurra ára samvinnu hóta nú aðalleikararnir hver af öðr- um að segja upp. Ástæðurnar eru mismun- andi. Charlene Tilton segir það niðurlægjandi fyrir sig persónulega að þurfa að leika í gróf- um kynlífssenum til þess eins að halda áhorf- endum við skjáinn. Ennfremur heldur hún því fram að það stríði gegn trúarvitund sinni. Victoria Principal sem leikur barbie-dúkk- una Pam þykir ekki lengur eins spennandi að leika í Dallas enda er einkalíf hennar fullt af spennu um þessar mundir. Ástarsamband hennar og læknisins Harry Glassman er sí- fellt umræðuefni í fjölmiðlum. Og nú hafa glöggir menn veitt því eftirtekt að hin ítur- vaxna, mittismjóa Victoria, sem elskaði að- skorna kjóla, hefur breytt um stfl. Aðhyllist hún nú föt sem eru laus og lipur og þykir þetta benda eindregið til þess að hún sé nú orðin ófrísk. Framleiðendur Dallas eru sagöir himinlifandi yfir þessu og ætluðu snarlega að skrifa nýja seríu í kringum þessi góðu tíðindi. En Victoria er ekki sögð neitt sérlega spennt fyrir því. Hún vill hætta í þáttunum og helga sig manni, bömum og samkvæmislífi. Audrey Landers, sú sem lék Afton Cooper, ástmey JR, hefur verið sparkaö og þykir mörgum litríkur karakter hafa farið fyrir lít- Audrey Landers þótti blaðra of mikið. ið. Hún þótti of kjaftfor og slúðraði um það í blöðin að samkeppnin milli Dallas-kvennanna innbyrðis væri svo yfirgengileg að það jaðraði við geðveiki. Þetta þótti ekki góð auglýsing fyrir þættina og þar með var Afton látin fjúka. Larry Hagman hefur fengið sinn skammt af slúðri. Háværar raddir heyrast um það að samband hans og Lindu Grey sé eitthvað meira og alvarlegra en bara vinskapur. Þessu hefur Mai Hagman tekið ákaflega illa og heimtar hún að Larry Hagman hætti í þátt- unum, ella sé einkalíf þeirra í rúst. Eini leikarinn sem framleiðendur hafa get- að treyst að væri ekki til vandræða er Patrick Duffy. Það kom þeim því í opna skjöldu þegar Patrick lýsti því yfir í viðtali að hann væri orðinn þreyttur á hlutverki sínu og vildi fara að líta í kringum sig eftir öðrum hlutverkum. Þegar hann síðan heimtaði sömu laun og Larry Hagman fær, eða 4 milljónir króna á viku.var forráöamönnum þáttanna nóg boðið. Bobby Ewing mun því deyja í næstu þáttum. Og þá er bara að vita hvað verðui' um aðra fjölskyldumeðlimi Ewing-fjölskyldunnar! Skyldi hjörð af óðum nautum ráðast á þá alla og gera út af við þá? Eða lýstur eldingu niður í húsiö? Það væri nú líka boðlegt verkefni fyr- ir einhvern öfgahópinn að koma sprengju fyr- ir á Southfork. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri! Victoria er svo mikið í sviðsljósinu út af ástarsambandinu að það dugar henni. Patrick Duffy vildi fá sömu laun og Larry Hagman. Charlene Tilton er búin að fá nóg af kynlífssenum. 4. tbl. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.