Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 48
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Aðdáenda- klúbbar Kœri Póstur. Ég þarf endilega ad skrifa Nik Kershaw, Frankie goes to Hollywood og Limahl. Geturðu gefiö mér heimilis- föng þeirra ? Takk. Ein úr Firðinum. Pósturinn hefur í fórum sínum utanáskriftir aðdáendaklúbba stjarnanna: Nik Kershaw c/o Roz Fleetwood 45 Kerridge Court Balls Pond Road London N1 England Frankie goes to Hollywood P.O. Box 160 Liverpool LbG 8Bt England Limahl P.O. Box 2BW London WIA 2Bw England Alison Moyet Kœri Póstur. Mig langar mikið til að vita hversu gömul söng- konan Alison Moyet er og hvort hún er gift. Hefur hún lœrt að syngja? Vonandi veist þú eitthvað um hana, kœri Póstur. Forvitin rauð. Alison Moyet er fædd 18. júní 1961 og verður því 24 ára á þessu ári. Hún er gift eftir því sem Pósturinn kemst næst, giftist ekki alls fyrir löngu æskuást sinni, Malcolm Lee. Mikil ósköp, Alison hefur lært að syngja og hefur einnig numiö tónlistartæknina við skóla í London. Hrifnar af sama strákn- um Halló Póstur. Við erum tvœr á Sigló og heitum. . . S og Ó. Vanda- mál okkar er það að við erum báðar hrifnar af sama stráknum. Hann heitir X og er 16 ára. Við erum mjög góðar vinkonur og viljum því ekki slíta vináttusam- bandi okkar út af strák. Hvað eigum við að gera? Ó er 15 ára enS er 14 ára. Það þýðir ejikert að segja okkur að hœtta að hugsa um hann því við erum svo ofboðslega hrifnar af honum. Þetta er í fyrsta skipti sem við skrifum svo við vonum að þú birtir bréfið. Takk. S og Ó. P.S. Við höfum enga vin- konu til að tala við hann fyrir okkur og við erum allt' of feimnar til að tala sjálfar við hann. Eitt er alveg á hreinu, þið getið ekki báöar fengið stráksa. Ef dæmið gengur ekki upp hjá ykkur, það er að segja að önnur hvor fær að hafa hann í friði, þá verðið þið líklega að sætta ykkur við það. Hitt er svo annað mál að það kemur ekkert fram í bréfi ykkar hvort hann hefur áhuga á báðum eða annarri ykkar. Þetta þarf auð- vitað að athuga líka. Þið eruð 14 og 15 ára og eigið svo auðvitað eftir að hitta marga sæta og góða stráka í framtíðinni. Því er ástæðulaust að vera að hafa allt of miklar áhyggjur af þessu ef allt fer nú ekki eins og þið helst viljiö. Talið um þetta og auðvitað er út í hött að slíta vináttusambandinu. Reynið sem sagt eftir einhverjum krókaleiðum að komast að því hvort hann hefur áhuga (hann er dálítið eldri en þið og kannski að hugsa um aðrar á svipuðum aldri og hann, þið skuluð líka reikna með því) en lítið síðan í kringum ykkur ef öll von er úti. George Michael íWham! Kœri Póstur. Getur þú birt fyrir mig heimilisfang George Mich- ael. A hvaða tungumáli skrifar hann. Getur verið að hann skrifi til baka. Jœja, fleira var það nú ekki. Takk fyrir gott blað. P.S. Er hœgt að skrifa Póstinum án þess að hann birti bréfið en sendi manni bréfheim ? Svandís Rós. Venjulega er lítið vitaö um heimilisföng stórstjarnanna önnur en þau sem tilheyra aðdáenda- klúbbum þeirra. Þeir vinir í dúettnum Wham! eru þarna engin undantekning enda vilja þeir fá frið heima fyrir. Þeir eiga aðdá- endaklúbb og er utanáskriftin: WHAM! 63 South Molton Street LondonW1 England Þú skalt skrifa á ensku og senda alþjóðlegt svarfrímerki með í umslaginu. Þú skalt biðja um upp- lýsingar um klúbbinn í fyrsta bréf- inu. Svör við bréfum til Póstsins birtast eingöngu í Vikunni. Pennavinir Hildur Kolbrún Magnúsdóttir, Stapasíðu 11, 600 Akureyri, er 18 ára og óskar eftir pennavinum á aldrinum 17—24 ára. Áhugamál: hestar, íþróttir, tónlist o.fl. Arndís Baldursdóttir, Urðarvegi 51, 400 ísafirði, 14 ára, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 14—15 ára. Agnes Biggs, Private Bag 6652, Newcastle, 2940 Natal, South Africa, er 42ja ára kona frá Suður- Afríku sem óskar eftir íslenskri pennavinkonu. Hefur áhuga á frí- merkjasöfnun, lestri, elda- mennsku, garðvinnu, badminton og hver kyns útilífi. Jerry P. Ramachela, 356 Namak- gale T/ship, Box 7113, Namakgale 1391, Republic of South Africa, er 25 ára karlmaður frá Suður-Afríku sem hefur áhuga á aö eignast íslenska pennavini á aldrinum 16—22ja ára. Ahuga- mál: Lestur, mingjagripir o.fl. Martina Veken, Hauptstrasse 123, 5600 Wuppertal 12, Deutschland, er 18 ára þýsk stúlka sem óskar eftir íslenskum pennavinum Ahugamál: íslenskir hestar og lestur íslenskra bóka. Bettina Reichel, Mecklenburgring 31, 6600 Laarbriiken 3, Deutschland, er 17 ára þýsk stúlka sem vill skrifast á við íslenska jafnaldra. Ahugamál: hestar og Island. Kathrin Brundiek, Clemenstr. 31, 4470, Neppen, Deutschland, er 14 ára stúlka frá Þýskalandi sem óskar eftir íslenskum pennavinum á svipuðum aldri. Ahugamál: hestar, reiðmennska, bréfaskrift- ir, músík, lestur, hundar, þungarokk. Sigrid Bartsch, Biigelstrasse 30, 6360 Friedberg, Deutschland, er 16 ára þýsk stúlka sem vill skrif- ast á viö íslenska jafnaldra. Ahugamál: hestar og hundar. Annette Brand, Ludwig-von Heyl- str. 5, D-6712 Bobenheim-- Roxheim, Deutschland, er 14 ára þýsk stelpa sem óskar eftir íslenskum pennavinum á svip- uöum aldri. Ahugamál: íslenskir hestar og Island. Manuela Isluback, Hitseler- strasse 10, 5047 Wesseling-Bern- dorf, Deutschland, er 16 ára þýsk stúlka sem óskar eftir íslenskum pennavinum. Áhugamál: íslenskir hestar, Island, lestur, prjóna- skapur og reiðmennska. Christa Schneider, Valdstrasse 22, Coppenbrugge 4, Deutschland, er 25 ára stúlka frá Þýskalandi sem vill eignast íslenska pennavini. Ahugamál: Island, íslenskir og ástralskir hestar, bækur, hundar, prjónaskapur, gönguferðir o.fl. 48 Víkan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.