Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 43
lengi þarna inni — hvað lengi? Hann kom fram. Víöur sloppur eiginmanns hennar náði honum ekki nema að hnjám og leiddi í ljós að kálfarnir voru lögulegir og þaktir fíngerðu svörtu hári. Sömu- leiðis bringan, sem sást í gegnum óhnepptan sloppinn að framan, rennileg og með dökkum hárum. Höfuðið, sem sat laglega á líkamanum, var enn ótrúlega drengjalegt. „Settu fötin þín við eldinn svo að þau þorni,” sagði Emma. „Þarna inni — í svefnherberginu mínu. ” Hann kinkaði kolli og kom til baka þegar hann hafði gert þetta. „Jæja þá,” sagði Emma hressilega. „Líður þér betur?” „Svolítiö betur, frú,” svaraði hann. „Ég veit að minnsta kosti hvað ég verð að gera núna.” „Og hvað er það — ef mér leyf- istaðspyrja?” „Ég verð að segja af mér og fara aftur til Englands,” sagði hann. „Segjaafþér?” Dökk, þungbúin og tregafull augu hans forðuðust hennar. „Ég get ekki farið meö herdeildinni á morgun,” sagði hann. „Þaö sann- aðist í kvöld. Eg er — huglaus.” „Þaö ertu ekki!” svaraði Emma af hita. „Svolítil hvatning frá mér og þú gekkst þetta eins og maður.” Það vottaði fyrir beiskju, sjálf- hæðnu brosi í munnvikum hans. „Svolítil hvatning! — Eg er þér þakklátur fyrir hana, frú. En — því er nú verr — þú verður ekki til- tæk að hvetja mig þegar ég þarf aö ganga við byssugný og. . . ” Hann þagnaði, gróf andlitið í höndum sér. „Tilhugsunin um það hefur sótt á mig í draumi og vöku allt frá því að ég kom til Kanada: Tilhugsunin um eldskírn mína! ” „Hefuröu aldrei verið í skothríð?” Hann lét hendur síga, hristi höf- uöið. „Nei, frú. Eg kem — beint úr skóla. Ekkjan hún móöir mín keypti handa mér foringjastöðu af því að hún hélt að ég myndi líta vel út í einkennisbúningi. Reyndar leit ég afskaplega vel út — í samkvæmissölum í Bath! ” „Og þaö gerir þú líka þegar þú mætir óvininum!” lofaði Emma honum. „Þú hefur enga hugmynd um hvað þér kemur til meö að finnast fyrst þú hefur enga reynslu.” Hann varpaði titrandi öndinni. „Frú mín góð, það er vel sagt að hugleysingi deyi hundraö sinnum og hugrakkur maður ekki nema einu sinni. Félagar mínir, foringjarnir, sem telja mig vera — kvenlegan. . . ” „Æ, nei! ” hrópaði Emma. „Því kyngi ég ekki!” „. . . sem telja mig kvenlegan og kæra sig lítið um að hlífa tilfinningum „raggeitar”, lýstu því í nokkrum smáatriöum fyrir mér hvernig það er aö vera í skot- hríð. Marjoribanks liðsforingi — þú hlýtur að hafa hitt hann í kvöld — sagði mér frá því hvernig hann stýrði sveit í dögun á bækistöðvar Kana á bökkum Erie-vatns — heiðursstaða sem þú minnist ef til vill aö ég vann mér til meö því að ganga plankann í kvöld. Marjori- banks er ekki slæmur náungi inn við beinið en hefur á mér full- komna fyrirlitningu fyrir það sem ég er. . . ” „Þú ert það sem þú óskar eftir að vera, það sem þú vilt sjálfur aö þú sért!” hrópaði Emma. „Ekki það sem annað fólk treður upp á þig!” Morris lokaði augunum og hélt áfram. „Marjoribanks kann líka að koma fyrir sig orði og er góður sögumaður, ekki síst eftir aðra rauðvínsflöskuna sína í messan- um. Hann lýsti því hvernig sveitin nálgaðist bækistöð Kananna í langri röð með byssustingina á lofti. Það var niðamyrkur. Fram undan voru fimmtíu menn — sofandi. Og veröir sem rýndu út í myrkrið. Takmark sveitarinnar okkar var að handsama vörð og fara með hann til baka til yfir- heyrslu. Gerðu þér þetta nú í hugarlund, frú. Myrkur og þögn. Að hreyfa sig áfram eftir eigin hjartslætti. Og svo, sagði Marjoribanks, tók fallbyssuröö að skjóta fyrir framan þá. Sprengjurnar sundr- uðust í loftinu, lýstu upp lands- lagið með rauðum helvítisbjarma. Menn veinuðu. Marjoribanks sá glöggt höfuð fjúka af manni og springa eins og melónu...” „Hættu þessu!” hrópaði Emma. „Og yfirliðþjálfi sveitarinnar, hann skar sprengja alveg í tvennt. Marjoribanks sagði hvernig efri hluti líkama hans lenti beint á jörðina, uppréttur. Og veinaði enn með dánum munninum. . . ” „Ekki meira. Ekki kvelja sjálfan þig meira,” bað Emma, tók um hendur hans og dró hann að sér. „Hættu að hugsa um þetta eöa þú gengur af vitinu! ’ ’ „Það var meira — verra!” hrópaði hann. „Mér var ekki hlíft viö neinu af því sem stríð snýst um. Og, ó! Hvaö ég var glæsilegur í samkvæmissölunum í Bath! Drottinn minn, ef þau gætu séð mignúna!” „Uss, uss!”hvíslaði hún. „Hvað á ég að gera, frú?” Hann féll á kné fyrir framan hana og hún, sem enn sat á legubekkn- um, dró höfuð hans í kjöltu sína. „Eg þori ekki að ganga í byssu- gný. Eg get ekki farið aftur til móöur minnar og játað að hugrakki sonurinn hennar sé hug- leysingi og dekurbarn.” Hann horföi biðjandi upp til hennar. „Þú ert hvorugt þetta, elskan mín,” hvíslaöi hún, þrýsti honum að barmi sér og tók þegar á móti áköfum, þyrstum vörum hans. „Þú ert heill maður en veist það ekki — og það skal ég sanna þér fljótlega.” Að svo mæltu kippti hún í lind- ann á lánssloppnum hans svo að hann féll í sundur og nakinn líkami hans kom í ljós. Annar kafli KIRKJUKLUKKA í efri bænum sló sjö högg. Emma taldi höggin og teygði úr sér, naut þeirrar tilfinningar að vera lifandi allt niður í tær. Það var ennþá dimmt. Hún sá greinar ýviðarins fyrir utan svefnherbergisgluggann sinn þar sem þær bærðust í næturgol- unni og ljósin á ánni fyrir neðan. Hreyfingin vakti hálfvegis piltinn við hlið hennar, hann tautaöi í svefnrofunum, sneri sér við, teygði fram handlegginn, fann að hún var þarna, vaknaði með and- fælum. „Sæll,” hvíslaöi hún. „Sæl. Hvað er klukkan? ” „Sjö.” „Kertið er brunnið niður.” „Fyrir mörgum klukkustund- um,” sagði Emma. „Það brann niður og dó. Eg horfði á það ger- ast. Þaðgerðir þú líka.” „Hvenær?” spuröi hann. „Hvenærvarþað?” „Ungi maður,” sagði Emma, strauk fingri í myrkrinu niður bringu hans að stinnri laut nafl- ans, „þú ert að sækjast eftir gull- hömrum.” „Hvenær? ” spurði hann aftur. „Og svona frekur!” tilkynnti hún. Með útrétta fingur laumaöist lítil hönd hennar yfir þéttan, flatan kvið hans. „Þú veist það ósköp vel að ljósið dó rétt eftir að þú haföir fullnægt mér í annað sinn.” „Iannaðsinn —ah!” „Ekki bara frekur,” sagði hún, „heldur líka kröfuharður með af- »• brigðum og auk þess óbærilega sjálfumglaður. Kanntu við þaö sem ég er að gera við þig eða á ég aðhætta?” „Ef þú hættir,” sagði hann, „opna ég gluggana upp á gátt og kalla á varömanninn aö handtaka þig, lafði Devizes.” Þau hlógu, munn við munn, hvor tungan að kanna hina, líkamarnir þrýstir saman endi- langir. Löng þögn varð. Og svo tók ástríða þeirra að vaxa, fyrst hægt, safnaði svo krafti, sönn eins og öldur sem brotna á ströndu og jafnómótstæðileg. Emma hélt nokkurri fjarlægð. Fyrir henni var ununin aö þekkja ungan elskhuga sinn hluti af mynstri sem haföi verið mótaö að lögun, mynd, áferð, lit af ástríkri leikni Nathans Grant. Fyrir ungl- ingnum, sem greip um hana sterk- um örmum, voru samfundir þeirra greinilega hreinir eins og í ósnertum snjó sem hann hafði un- un af að skokka, hoppa og leika sér í án þess að taka tillit til nokk- urs annars en þess aö finna nýjar leiðir. Og þetta algleymi hans, hlý lífsgleði hans, sigraöi hana alger- lega svo að hún leyfði sér aö hríf- ast með þungum straumi ástríðu hans og kom sér loks andstutt á strönd fullnægjunnar. Hani galaöi í fjarska. Þaö grillti í kalda dögun milli grein- anna í ýviðnum fyrir utan. Ungur elskhugi hennar svaf mettur með úfið dökkt höfuðið á öxl hennar, með varirnar þétt við þrýstin brjóst hennar. Sofðu klukkustund enn, litli hermaðurinn minn, hugsaöi hún. Og þá er ég viss um aö þú veist hvað þú þarft að gera. Þú er engin raggeit heldur maður eins og allir hinir — aðeins í fallegri um- búðum. En ég bið þig, hugsaöi hún, þó þú verðir stærilátur og karlmann- legur máttu aldrei grobba af því við félaga þína að þú hafir tælt eiginkonu hernaðarlandstjórans í Quebecfylki. Ekki heldur (og sá er sannleikur málsins) að hún hafi tælt þig. Segðu þeim heldur að fyrir löngu — og nafnið og staðurinn séu gleymd eftir þær óteljandi konur sem þú hefur notið síðan — hafirðu misst sveindóm þinn hjá ókunnugri konu — hefðarfrú og ákaflega vandlátri sem hafi verið hundleið á ástleitni prinsa, skálda, málara og preláta og hafi litið þig með velþóknun! Hún strauk tinnusvart hár hans ástúðlega. 4. tbl. Víkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.