Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 21

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 21
Spennusaga sparkaði í síðu mína. Ég stundi og reyndi að koma mér á fætur. Svo komu þeir tveir gegn mér. Annar þeirra var Frankie með hnífinn í hendinni. Hinn var með hnúajárn. Ég reyndi að hugsa og vissi að ég var öðrum megin við hliðið og þeir hinum megin. Hliöið var enn opið. Ég andaði að mér og stökk af staö. Ég var rétt á undan manninum með hnúajárnin. Ég skellti hliðinu á eftir mér og vonaði að það skylli í lás. Það lenti beint framan í einum náunganum svo að hann féll um koll. Svo opnaðist hliðið aftur. Ég hikaði ögn og sá Frankie draga náungann á lappir. Sá þriðji var líka staðinn upp. Þeir fóru allir þrír inn um hliðið. Ég stökk af stað eins og skrattinn væri á eftir mér og ég heyrði fótatak þeirra líka. Ég hljóp áfram móður og másandi. Annaðhvort varð ég að nema staðar eða detta. Ég færði mig inn í skuggana og kom við pappírsræmu. Þetta var búðin mín. Ég leit upp og sá drauga- húsiö rétt hjá mér. Jú, ég var á réttum stað. Ég fór að draugahúsinu. Það var eitthvað skrýtið í tunglskininu. Dyrnar, sem alltaf voru rauöar, hvítar og gular, voru nú gráar. Allir gluggarnir líka. Svo mundi ég hvað hafði gerst. Þetta voru málmhlífar fyrir veturinn. Ég hafði meira að segja séð mennina setja þær fyrir. Þaö var hægt að opna hlífarnar að utan en ekkiaðinnan... Að utan en ekki að innan. Ég held að ég hafi missti vitið. Ég kraup þarna viö búðina mína og reyndi að sjá Frankie og félaga hans, en sá ekki neitt. Ég heyrði hins vegar fótatak þeirra þó að þeir væru hættir að hlaupa. Ég get þaö ef ég flýti mér, hugsaði ég. Ég skreið á fjórum fótum að draugahúsinu. Það var sárt að skríða svona, en ég hélt áfram. Loksins var ég kominn að draugahúsinu. Þar nam ég staðar og hlustaöi. Fótatakið varð há- værara. Ég skreið hraðar. Ég fór að hlið hússins og tók lásinn frá einum málmhleranna og reyndi að opna gluggann. Ég bað í hljóði. Glugginn opnaöist. Ég andaði léttar. Ég skildi gluggann eftir opinn og skreið að fordyrinu. Hingað til hafði allt gengiö vel. Vonandi voru dyrnar opnar. Til hvers var líka að .læsa skemmtigarði sem var umkringdur gaddavírsgirðingu meö rafstraumi? Samt skalf ég við tilhugsunina. Ég komst að aðaldyrunum og nam staðar og lagði eyrun við. Ég held að Frankie og vinir hans hafi alveg verið að ná mér. Ég spratt á fætur og tók lokurnar f jórar frá málmhurðinni. Ég þurfti ekki lengur að hafa hægt um mig. Þeir voru svo nálægt mér að ég vissi að ég gat ekki sloppið ef þeir sæju mig nema innri dyrnar væru ólæstar. Þær opnuðust og ég andaði léttar. Ég stökk inn og þreifaði mig áfram meðfram veggjunum. Ég hafði komið í draugahúsið og vissi hvernig það var. Ég vissi að ég var í fyrsta herberginu með ógeðslegu lýsandi myndunum. Glugginn, sem ég opnaði, átti að vera við næsta hliðarvegg. Ég hélt áfram, fet fyrir fet, þangað til ég komst að horninu. Þá heyrði ég til þeirra við dyrnar. Það rétt grillti í þá í gættinni. Þeir stóðu grafkyrrir. Ég vissi að þeir voru að bíða eftir að ég hreyfði mig. Glugginn var rétt hjá. Ég reyndi að færa mig nær honum en það brakaði í gólfboröi. Ég byrjaði að svitna. Ég hélt að ég væri kannski kominn í gildru. Ég hafði ákafan hjartslátt. Ég vissi að ég gat ekki hreyft mig eitt fet án þess að koma upp um mig... Þá fékk ég góða hugmynd. Ég tók af mér beltið, vafði því um titrandi höndina og henti því yfir herbergið. Mér fannst tuttugu mínútur líða áður en það lenti. En lendingin var góð, alveg eins og fótatak úr fjarlægð. Svo fór ég með veggjum og var alveg sama þó að eitthvað heyrðist til mín því að þeir höfðu hærra en ég. Ég fálmaði í myrkrinu þangað til aö ég fann gluggakarminn. Ég klofaði út. Ég hikaði andartak fyrir utan og hlustaði á þá inni en svo skildi ég gluggann eftir opinn en skellti málmhlerunum fyrir. Eftir það lagði ég af stað til dyranna. Ég var móður og másandi, titr- andi og skjálfandi og aumur eftir höggið af hnúajárnunum. En alltaf heyrði ég eitt í höföi mér. Dyrnar-dyrnar-hlaupa-hlaupa. Ég komst fyrir horniö og hrasaði aftur, næstum datt og varð að styðja mig við húsið. En áfram hélt ég til dyranna. Ég heyrði eitthvert mannamál að innan. Ég dró málmhurðina fyrir. Það var erfitt enda var ég máttlaus. Svo heyrði ég eitthvert hljóð að innan. Frankie var að bölsótast. Hljóðið nálgaöist. Ég dró hurðina að og studdi baki við hana. Ég veit ekki hvaðan ég fékk síðustu kraftana. Hurðin heföi átt að lokast en á síðustu stundu skaust hönd fram um gættina. Þung stálhurðin féll á handlegginn og ég heyrði eitthvert brothljóð. Að innan kom sársauka- vein. Ég lagðist á hurðina af öllum mínum þunga og horfði á kruml- una beygjast í tunglsljósinu. Svo urðu fingurnir máttvana og um leið heyrði ég eitthvað falla niður viö fætur mér. Það var hnífurinn. Ég horfði sljólega á höndina sem Frankie hafði átt. Ég losaði um hurðina og höndin hvarf inn. Þá skellti ég málmhurð- inni aftur og studdi við hana af öllum mínum þunga meðan ég setti slárnar fyrir. Það var barið og sparkað að innan en ég kom fjórðu lokunni fyrir. Ég heyrði í þeim öskrin þegar ég gekk í burtu. Ég nam staöar við gömlu búðina mína en heyrði ekki til þeirra þar. Það eru hurðirnar, hugsaði ég. Og hlerarnir. Við hornið fór ég í símaklefa. Ég setti pening í rifuna og hringdi á miðstöðina. Það var svarað að vörmu spori. „Ég — ég vil fá samband viö lögregluna,” sagði ég lágt. Ég heyrði hringt. Ég fann mikið til í höfðinu. Ég kom við andlitið á mér með einum fingri. Hann var blóðugur. Ég fann líka til í síðunni þar sem einn þeirra hafði sparkað í mig. Ég hélt að ég væri rifbeinsbrotinn. Ég fann til, ég var öskureiður. Þeir voru skíthælar, andskotans ræflar. Og hvað með það? Lögreglan kemur og lokar þá inni í nokkra daga og dómarinn sleppir þeim af því að þeir eru undir lögaldri. Bara krakkar. Unglingar. Svolítið æstir, en bara krakkar samt. Og svo er þeim hleypt aftur út á götuna. Ég hristi" höfuðið. Ekki núna, ekki þremenningunum. Þeir sleppa ekki ef ég fæ að ráöa. Ég lagði símann á og fór úr klefanum. Ég gekk eftir götunni og hugsaði: Það verður kalt í vetur í draugahúsinu. Sambýliskona þin segir að ég eigi að senda þig heim þegar fer að færast bros yfir andlitið á þér. 4. tbl. VikanZl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.