Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 41

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 41
Þýöandi: Anna um málið og byrjaði að klifra upp. Það kom fljótlega í ljós að þetta var hallærislega hannað perutré. Greinarnar voru í fáránlegri fjarlægð hver frá annarri og það var lífshættulega langt á milli þeirra sem þoldu 80 kílóa þunga per perutrjágrein, brúttó. En upp fór ég. — Mjá, vældi kisa á mig. — Ertu kominn með hana? heyrði ég hrópað langt fyrir neðan mig. — Klifraðu ekki of langt út á greinina, hugsaðu þér ef hún léti undan. Ég var ekki kominn með hana. Hún hékk á sínum stað. Ég náði svo langt með hendinni að ég var næstum búinn að ná taki á henni og grípa í hnakkadrambið á henni. En svo stökk hún skyndilega yfir á næstu grein og klifraði í logandi hvelli niður bolinn og niður á grasflötina. — Ö, aumingja litla kisa, gastu ekki komist niður? heyrði ég rödd Maríönnu segja fyrir neðan mig. — Jæja, nú skulum við koma inn í eldhús og fá okkur svolitla rjómalögg, greyið mitt. Veslings litla kisa mín. Svo hvarf hún með köttinn. Ég sat kyrr smástund, svo fór ég að feta mig til baka eftir grein- inni og reyndi að ná góðu taki á bolnum áður en ég lagði í hann niður á við. Þegar ég hafði gert nokkrar árangurslausar tilraunir til að ná fótfestu á greininni fyrir neðan mig komst ég að raun um að það væri tíu sinnum erfiðara að komast niður en upp. Svitinn fór að perla af mér og hárin voru farin að rísa á höfði mér. Ég mundi ekki eftir að hárin hefðu risið á höfði mér nema einu sinni áður, það var þegar ég sat kvöld eitt framan við sjónvarpið heima og dreymdi að ég væri að klífa Matterhorn frá ókleifu hliðinni að norðanverðu og þegar ég var svo næstum kominn upp á tindinn rann ég til á bananahýði og húrraði niður. — Maríanna, kallaði ég í áttina að eldhúsinu. Hún kom ekki. — Maríanna! Eg var á barmi örvæntingar þegar ég hagræddi mér í trénu. Mér fannst blóðið vera farið að spretta undan nöglunum á mér. Ég kallaði að minnsta kosti sex sinnum á Maríönnu en árangurs- laust. Sem betur fór áttu nokkrar smástelpur leið hjá, úti á götu. Ég ætlaði einmitt að fara að kalla á þær þegar ég áttaði mig á því að það var dálítið tæpt af fullorðnum manni að fara að kalla á litlar stelpur ofan úr peru- tré. Það gæti misskilist. í staðinn fyrir að kalla á þær gerði ég dálítið annað. — Mjá, mjá . . . vældi ég ámátlega og smástelpurnar flýttu sér að hlaupa að dyrunum á húsinu mínu. Maríanna opnaði. — Það er lítil kisa sem kemst ekki ofan úr perutrénu þarna, sögðu þær. — Nei, sagði Maríanna skæl- brosandi, hún er komin niður. Hún er hérna í eldhúsinu hjá mér . . . að drekka rjóma. Svo lokaði hún dyrunum, litlu stelpurnar fóru og ég var litlu bættari. Meðan ég sat þarna uppi á greininni, einn og yfír- gefinn, gat ég þó alla vega hugg- að mig við að litla kisan fékk alla þá ástúð og umhyggju sem hugs- ast gat. Hvernig komst ég svo niður? Ah, það var auðvelt, svo langt sem það náði. Allt í einu brotnaði greinin sem ég sat á og sekúndubroti síðar var ég kominn niður. Það var óskiljan- legt hvernig ég fór að því að brjóta hvorki hendur né fætur. En andartak var ég samt alveg í maski. Þegar ég kom til sjálfs mín fann ég að það var verið að rétta mér reykta síld. Þetta hafði gerst daginn áður. Lesandinn veit það kannski ekki, en þetta er skrifað með vinstri hendi. Ég brákaði þá hægri í fallinu. En að öðru leyti slapp ég með smá- skrámur. Marinn, jú, og augna- blik. Maríanna er komin í dyrnar. Hún vill mér víst eitt- hvað. Það hlýtur að vera eitthvað merkilegt því hún veit að ég vil ekki láta trufla mig þegar ég er að skrifa. —Já, hvað var það? — Kisa, hún er komin upp í tréð aftur. Þú vildir víst ekki Þið megið geta þrisvar hvort égvildiþað. . . Hrúturinn 21. mars-20. apríl Þú stendur á einhverjum tíma- mótum og getur ekki gert upp við þig hvað þú vilt. Þú átt ákaflega létt meö að vera ástfanginn og næstu vikur munu einkennast af róman- tík og kertaljósum. Nautið 21. apríl - 21. maí Fjármálin eru að einhverju leyti í ólagi hjá þér og þaö fer í taugarnar á þér. Þú getur engum nema sjálfum þér um kennt. Reyndu að koma einhverju skipulagi á hlutina í kringum þig. Tvíburarnir 22. mai-21. júni Þú hittir manneskju sem opnar augu þín fyrir nýrri hlið á lífinu. Reyndu að láta ekki velgengni þína í starfi stíga þér til höfuðs. Það gæti farið svo að þú fengir girniiegt atvinnutil- boö bráðlega. Krabbinn 22. júni - 23. júli Ljónið 24. júli - 24. ágúst Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Fjölskylda þín er eitthvað að pukrast og það fer í taug- arnar á þér. Þú mátt ekki alltaf búast við hinu versta frá fólki. Nú mun fara í hönd mjög skemmtilegur tími hjá þér. Vogin 24. sept. - 23. okt. Það reynir á tryggð þína bráðlega þegar vinur þinn leitar til þín. Reyndu að not- færa þér bjartsýni og gott skap. Á næstunni máttu búast við sím- hringingu sem færir þér fréttir sem þú bíður eftir. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þér hættir til þung- lyndis þó eitthvaö smávegis gangi þér í óhag. Reyndu að forðast að tala illa um fólk, einhver bíður nú eftir tækifæri til að upp- götva mistök hjá þér. Þú vilt helst alltaf vera að leika þér og reynir að komast hjá því að taka þátt í alvöru lífsins. Það er hætt viö að á næstu dögum þýði lítiö aö fara í feluleik og þú þarft að taka afstöðu í alvarlegu máli. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Fyrir nokkru tókst þú ákvöröun sem þér fannst erfitt aö standa við. Nú færð þú annað tækifæri til að reyna á þolrifin og þú munt standast þessa prófraun. Mundu að þakka vini þínum sem gerði þér mikinn greiöa. Þér hættir til að fara á taugum þó engin ástæða sé til þess og þá gerir þú óþarfa mistök. Þú ættir að einbeita þér að því að hvíla þig næstu daga, þá verður lífið allt miklu léttara. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Athyglin mun beinast að þér á næstu dögum og þér finnst erfitt að standast svo mikla pressu. Það besta sem þú gerir nú eins og alltaf er að vera þú sjálfur og vinna þín verk eins og þú hefur alltaf gert. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Mikið stendur til og þú hlakkar til næstu daga. Þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá þér verður þú að líta á björtu hliöarnar og gera eins gott úr öllu og mögulegt er. Fiskarnir 20. febr. — 20. mars Þú ert mjög vinsæll félagi og þaö er ekki síst því að þakka að þú gefur þér tíma til að hlusta á fólk. Gættu þess samt að blanda þér ekki óþarflega mikiö inn í einkamál annarra, það borgar sig ekki. 4. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.