Vikan


Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 24.01.1985, Blaðsíða 23
Umsjón: Geir R. Andersen Sjálfstæðar kvikmyndir Þessi mynd er byggð á sögu Beth Gutcheon, „Still Missing". — Sýningartími er 114 mínútur. Leikstjóri er Stanley R. Jaffe og jafn- framt framleiðandi. Aðalleikarar: Kate Nellington og Judd Hirsch. Without a Trace er ein þeirra fjölmörgu mynda sem við eigum eftir að kynnast. Þessi mynd er byggð á skáldsögu sem varð metsölubók í Bandaríkjunum á sínum tíma. Sagan er eftir Beth Gutcheon og kom út í bókarformi undir heitinu Still Missing. Þetta er saga um þess konar martröð sem verður að veruleika. Sex ára gamall drengur, Alex, kveður móður sína um morgun til að fara í skólann. Hann hverfur sporlaust .. . martröð sérhvers foreldris sem fyrir slíku verður. Myndin fjallar um leit konu að barni sínu sem hefur horfið. Leitin sameinar hana um stundarsakir fráskildum eiginmanni hennar en hann skilur hana síöan eftir hræðilega ráðþrota: martröð sem veröur að veruleika. En myndin er miklu meira. Hún er einnig saga um hugrekki móður og trú hennar — og hollustu lög- reglumanns umfram þau skyldustörf sem hann þarf að sinna. KATE NELLIGAN, sem leikur aðalhlutverkið í þessari mynd, sýnir í fyrstu hina aðlaöandi móður. Síöan breytist hlutverkíð og verður allsráðandi í myndinni vegna ákafans við leitina. Og þeg- ar hæst ber fær hlutverkið yfir- bragö eins konar trúarhita. JUDD HIRSCH leikur annað aðalhlutverkiö í myndinni. Hann sýnir afbragðs leik í þessari mynd — persónu sem er í senn tilfinn- inganæm og hörð í horn að taka. Ýmsar aðrar persónur, sem fram koma í þessari mynd, svo sem „húshjálpin” og „miðillinn”, sem bæði koma við sögu við leitina að hinu týnda barni, eru oft nálæg- ar í raunveruleikanum þegar svona atburöir gerast. — En sjón er sögu ríkari. Þetta er sönn frásögn af slysinu mikla við Washing- ton árið 1982. Handrit er samið af John Mc Greevey. Leikstjóri er Robert Lewis. — Sýningartími er 90 mínútur. Aðalleikarar eru: Jeanetta Arnett, Stephen Machi, Barry Corbin, Dinah Man- off, Richard Masur og Jamie Rose (Falcon Crest). Hljómlist: Gill Melle. Flight 90 — Disaster on the Potomac _ er enn ein stórslysamyndin sem sett er á svið. — Hér gildir þó hið „raun- sanna” ef svo má að orði komast. Þessi atburður skeði í raun og veru — og það ekki fyrir svo ýkja löngu. Það var árið 1982, nánar tiltekið 13. janúar þaö ár, að flugvél frá Air Florida, flug 90, var að leggja upp í ferð frá Washington til Florida. Þetta flugtak endaði með miklum harmleik. Flugvélin, sem hóf sig til flugs í blindbyl og yfirhlaðin snjó, komst að vísu í loftið. En það var heldur ekki miklu meira. Hún tók skyndi- lega að hristast og ofrísa og steyptist loks á kaf í ána Potomac við borgina og sneiddi þök nokk- urra bifreiða í leiðinni. Þetta er harmsaga um flugtak og mistök, um björgunarmenn og þá er af komust — og þær 60 sekúndur sem skiptu máli og urðu heimsfréttir meðan á atburðunum stóð. Aldrei fyrr hefur áhorfandinn verið svo nálægt veruleikanum þegar um flugslys hefur verið aö ræða sem í þessari kvikmynd. Það voru 79 farþegar og áhöfn flugvélarinnar sem hurfu í ísi lagða ána. Áhorfendur eiga þess kost að fylgjast náið meö öllum aðdraganda, tilviljunum og því sem eðlilegt þykir aö flokka undir orsakasamhengi slyssins. Eftirminnilegt er að hlýða á samtal flugmannanna tveggja (flugstjórans og aðstoðarflug- manns) í flugi 90 á meðan þeir bíða flugtaksheimildar. — Hvað geröist í flugstjórnarklefanum? Þetta voru sömu mennirnir og lögðu af stað snemma morguns frá Miami í sólbjörtu veðri í noröurátt. Á áfangastað var vetr- arveður og þar áttu þeir að snúa við og fljúga aftur til Miami. . . „Þessi mynd er tileinkuð þeim óeigingjarna hluta mannssálar- innar sem er að finna í okkur öll- um,” segir í byrjun myndarinnar. — Sú staðhæfing kemur vel fram í þeim hluta myndarinnar sem lýsir björgunaraðgerðum eftir slysið — björgun sem kom allt of seint. Umsjón: Geir R. Andersen 4. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.