Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 6

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 6
Dægurlagasöngvarinn Prince á sór greinilega aðdáanda í Kópavogi. Sá hefur komist yfir hvita málningu og dýrkar goðið sitt þar sem heita „Drekagöng". Sennilega er þetta mjög orðum aukið en krotarinn reynir að blekkja lesandann með orðunum sönn ást. En kannski skrifuðu þau þetta sjálf. Nei, annars. Er þetta myndlist? Hér telja menn að vitnað sá til dægurlagatexta, þótt þeim sem þetta skrifar sé hann ókunnur. Drekinn er hins vegar þarna á vegum bæjarstjórnarinnar í Kópavogi. Reykjavíkur. Þá er það líka munur á að Gauks saga hefur verið glötuö um aldir en afar stutt er síðan krotiö var hreinsað af veggjum salernanna á Hressingarskálanum svo dæmi sé tekið. Því er talsvert vitað um það hvaö þar stóö, enn eru sannfróðir menn á lífi sem frá því geta greint. Hvað stóð í Gauks sögu Trandilssonar veit hins vegar enginn. Gæti allt eins veriö fílólógísk lygi að saga með þessu nafni hafi nokkurn tíma verið skrifuð. Veggjakrotið var hins vegar áreiþanlega skrifaö. Og þrátt fyrir málningu og ræstiduft er það þarna enn. „Viö höfum allan korpusinn” eins og Helgi Guðmundsson heföi orðaö það. En höldum okkur við þaö sem enn má sjá, þótt ekki springi þessi grein af lærdómi. HINN KNAPPI STÍLL Eins og hefur veriö margtuggið er ekkert vitað um efni og efnistök í Gauks sögu Trandilssonar. Efnið í veggjakrotinu verður hins vegar varla talið til bókmennta. Þótt menn hafi rit- að bækur erlendis um veggjakrot og dásamað það mikið verður ekki með sama móti sagt að nein ástæða sé til þess aö dásama íslenskt krot. Það er yfirleitt meiningarlaust og sóðalegt krabb. Flest er það fremur fátæklegt klór um útlendar hljómsveitir, eins og „Duran Duran BEST” eða „Prince Best”. Nokkurra flokkadrátta gætir í þessum knöppu orösendingum því sums staðar stendur til dæmis „Wham vest” en þessi ritháttur á lýsingarorð- inu verst er einráður í veggjakroti og er trúlega af sama toga og böndin í handritunum okkar: Til þess að spara tíma og pláss. Veggplássið er kannski álíka dýrmætt og kálfsskinnin á dögum Snorra og Ara. Stíláhrif eru afar aug- ljós í íslensku veggjakroti, ögun stíl- skólans áberandi. Þannig eru ekki notuö önnur lýsingarorð um hljóm- sveitir en vest og best. Uppreisnar- menn gegn þessum viðjum hins knappa stíls finnast samt og mótmæl- in beinast eiginlega gegn öllu saman. Þetta kristallast á vegg á Laugavegi en þar stendur „Allt saman lásí grúbbur”. Raunar virðast „best” og „vest” vera einu lýsingarorðin sem notuð eru í íslensku kroti yfirleitt. Þau eru líka notuö um útlend fótboltaliö á veggjum í Breiðholtinu. Þegar fjallað er um bókmenntir er notkun orða og setninga, sem ekki virðast hafa neinn sjálfstæðan tilgang í verkinu, nema ef til vill að heilla les- andann, kölluö ritklif, á grísku topos. Sumir telja margar ættartölur í ís- lendingasögum dæmi um þetta. Svo langt hefur veriö gengið að telja hin rómuðu formálsorð Ara fróða, sem raunar munu ekki vera rétt eftir höfö, „Hafa skal þaö og svo framvegis”, vera meiningarlítið stílbragð. En rit- klif einskorðast ekki við fagurbók- menntir eða sagnfræðirit. I reykvísku veggjakroti verður þeirra vart. Al- gengasta dæmið er ritað með hætti sem hefur keim af barnaskólareikn- ingi: SIGGA + GUNNI = SÖNN ÁST. Utkoman úr þessu ástardæmi er skóla- bókardæmi um ritklifun. En þrátt fyrir þetta má ekki draga þá ályktun að reykvískir unglingar, sem brúka þetta stílbragð, hafi lært það af bókum um þrætubókarlist. Ekkert veröur ráðiö um upprunann en trúlega er þetta líka lært af þeim ensku. Fyrir nokkru var grein í DV um veggjakrot í Reykjavík. Þar var meðal annars fjallað um verk krotara sem merkir sér krot sitt með stjörnu og hálfmána. Hann er óþekktur og raunar hefur mest af verkum hans þegar verið máð af. Orðanotkun þessa krotara er frábrugöin öðru reykvísku krassi en einhverra hluta vegna virðist hann hafa lagt pennann á hiliuna. Kannski má taka orðin sem rituð eru á vegg á Laugavegi sem eins konar kveðjuorð „Aðferðarfræði (svo ritað) varð mér fjötur um fót”. „Stjaman og hálfmán- inn” var ólíkur öðrum kroturum í því að hann notaði íslensku þótt hún væri reyndar einatt afar slangurkennd. „FOKK" ERFARANDMINNI Aðrir nota mikið einhvers konar 6 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.