Vikan


Vikan - 03.10.1985, Page 11

Vikan - 03.10.1985, Page 11
FORTlÐ Hvað er þetta? islendingar hreykja sér oft af því aö hafa góö tengsl við fortiö- ina, skilja fornsögurnar og halda sig vita flest um það sem fylgdi fornum þjóðháttum? En er það víst? Þekkja menn áhöld þau sem haett er að nota? Hér er hlutur af Þjóðminjasafninu og vandinn er að segja hvað þetta er og til hvers það var notað. Svarið er hér annars staðar á síöunni. George Harrison fluttur á fjallstind á Hawaii Harrisonhjónin, George og Oli- via, eru flutt á fjallstind i Suður- höfum, nánar tiltekið á Hawaii. Þau voru orðin fremur taugaveikl- uð i Englandi vegna sifelldra hót- ana um að syni þeirra, Dhaj, yrði raent og fluttu því á tindinn og eru nú geislandi af öryggi og hamingju. Gera má ráð fyrir að þau hafi fundið sér tind sem ekki tilheyrir eldfjalli. Stöðugar hótanir Farah Fawcett og Ryan O'Neal eignuðust barn fyrr á árinu og eins og við var að búast var gleðin mikil. Barnið var drengur og skírð- ur Redmond James. Þó hefur borið nokkurn skugga á gleðina vegna þess að hjónaleysun- um Farah og Ryan berast stöðugt hótunar- bréf frá óþekktum trúarofstækismanni sem hótar að ræna barninu vegna þess að þau lifi i synd. Lifvörðurinn við heimili þeirra i Los Angeles hefur verið stórefldur, foreldrarnir þora vart að víkja frá barninu og Farah hefur hafnað öllum atvinnutilboðum til að geta helgaðsig móðurhlutverkinu. Jacklyn Smith hefur likt og Farah Fawcett mátt þola hótanir frá geðbiluðum manni um árabil. Sá hótar þó ekki að ræna syni Jacklyn heldur henni sjálfri. Hann hefur sent henni óteljandi hótunarbréf og í þeim öllum stend- ur: ,,Ef ég fæ þig ekki þá fær enginn annar þig heldur!" Hann hefur margoft reynt að komast inn á heimili hennar en jafnan náðst og verið settur inn. En um leið og hann slepp- ur út er hann mættur aftur við hliðið. Geð- læknar telja manninn hættulegan en þar til hann gerir eitthvað alvarlegt af sér, svo sem eins og að reyna að drepa Jacklyn, er ekki hægt að halda honum inni. Já, frægðin hefur vissulega sinar skuggahliðar. aniSMva - lowanvaa

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.