Vikan - 03.10.1985, Page 18
held að þessir litlu hæfileikar, sem
ég hef til hugsunar, hefðu nýst
miklu betur þannig en á bak við
trommusett.”
Af tómu monti
— Hvenær byrjaðirðu að spila?
„Þetta byrjaði allt af tómu
monti. Ég var staddur á unglinga-
dansleik í Iðnó fyrir óskaplega
mörgum árum. Ég hafði alltaf
mikinn áhuga fyrir tónlist og því
sem hljóðfæraleikarar voru að
gera. — Keypti reyndar fyrstu
plötuna mína tíu eða ellefu ára
gamall og var þá svo heppinn að
detta ofan á Duke Ellington.
Áhuginn fyrir djassi hefur fylgt
mér síðan.
Nú, ég er á þessum dansleik og
stari á hljómsveitina. Þá kemur
að mér einhver náungi og spyr
hvort ég spili á hljóðfæri. Ég
svara auðvitað fullur af grobbi:
Já, já, já, já. Auðvitað spila ég —
og hafði aldrei snert á hljóðfæri.
Hann spurði þá á hvaða hljóðfæri
ég spilaði. Ég leit bara á það sem
næst mér stóð og svaraði:
Trommur!
Þá uppveöraðist náunginn allur
og spurði hvort ég vildi koma með
sér í hljómsveit. Ég afþakkaði það
á stundinni og sagðist ekki eiga
neitt trommusett. Það er ekkert
mál, sagði stráksi. Eg á öll hljóö-
færin en vantar bara mannskap.
Þarna var kominn Kristján
Kristjánsson.”
— Þið fóruð síðar saman til tón-
listarnáms i Bandaríkjunum, ekki
satt?
„Jú, en fyrst lærði ég nú eitt-
hvað hér heima, var í tímum hjá
ágætis mönnum, eins og Poul
Bernburg og Jóhannesi Eggerts-
syni. Svo spiluðum við Kristján
saman með tveimur eða þremur
öðrum á skólaböllum, sveita-
böllum og hinum og öðrum
skemmtunum. Síðan fórum við
Kristján í tónlistarnám til Banda-
ríkjanna árið 1946 og fengum inn-
göngu í Julliard School of Music í
NewYork.”
— New York-dvölin hefur tæpast
slegið á djassbakteríuna.
„Nei, þar fékk hún að vaxa og
dafna því að ég var á djasshljóm-
leikum og í djassklúbbum sjö
kvöldíviku. ...”
—. . . Og eftir þessu sérðu!
„Nei, nei. Ég sé auðvitað ekkert
eftir neinu af þessu. Það verður
engu breytt héðan af og líf mitt
hefur kannski átt að veröa einmitt
svona. En ég hefði viljað að það
hefði farið í annan farveg.”
— Gátu menn orðið rikir af að
spila á hljóðfæri i gamla daga?
„Nei, ekki einn einasti maöur.
Það urðu nánast allir að vera í
öðrum störfum með spilamennsk-
unni. Ég vann til að mynda yfir-
leitt eitthvað með hljóðfæraleikn-
um. Nýkominn heim frá allt of
stuttu námi í Bandaríkjunum —
þaö voru því miður ekki til pening-
ar til að vera þar nógu lengi —
gerðist ég verkamaður á eyrinni
jafnframt því að spila á trommur.
Þar var ég í tvö sumur. Ég fékkst
viö ótal hluti aðra: vann á
auglýsingastofu, sem var einkar
skemmtilegt starf, ég var
auglýsingastjóri Vísis í tvö eöa
þrjú ár. . . Þetta var svona sitt af
hverju.”
— Hljómlistarmenn kvarta i dag
yfir allt of iágum taxta FÍH. Var
hann kannski hlutfallslega lægri
hér áður fyrr?
„Ég veit nú ekki hvað er borgað
fyrir þetta í dag, en taxtinn var
býsna lágur hér áður fyrr. Gallinn
var sá að það var verið að reyna
að miða tímakaup hljóðfæraleik-
ara við eitthvert venjulegt tíma-
kaup. Hvernig er hægt að ætlast til
þess að hljóðfæraleikari fái aðeins
tvöfalt hærra tímakaup en verka-
maður, til dæmis? Hann hafði hér
áður fyrr ekki tækifæri til aö spila
nema svo sem fimmtán til tuttugu
klukkustundir í viku — á föstudög-
um, laugardögum og sunnudög-
um. Þar fyrir utan voru svo allar
kauplausu æfingarnar. Auðvitað
heföi þurft að borga hljóðfæra-
leikurum svo sem áttfalt verka-
mannakaup eða jafnvel tífalt en
þaö datt engum slíkt í hug á þeim
tíma. Menn urðu því að láta sér
það lynda að vinna með spila-
mennskunni ef þeir vildu vera að
gutlaíhenni.”
— En tiðkuðust ekki yfirborganir
til vinsælustu hljómsveitanna, eins
og til dæmis hljómsveitar Svavars
Gests?
„Yfirborganir þekktust ekki
fyrr en um 1965 eða svo. Ég get
sagt þér hvenær ég kynntist þeim.
Kannski var það einmitt upp úr
þeim kynnum sem ég tók þá
ákvörðun að hætta hljóðfæraleik.”
Þar sýöur vatniö á Lionskatlin-
um. Svavar býður upp á neskaffi,
rótsterkt, og gefur mér auga með-
an ég kyngi fyrsta sopanum.
„Ég blanda kannski fullsterkt í
bollann,” segir hann glottuleitur.
„Ég drekk nefnilega úr fanti
heima og finnst ég alltaf vera að
blanda í hann.
Yfirborganir, já. Þeim kynntist
ég fyrst um það bil sem ég var að
gera það upp við mig hvort ég ætti
að hætta sem hljóðfæraleikari eða
ekki. Þannig var að ég gaf fyrir til-
viljun út mína fyrstu plötu árið
1964. Ég vann ágæta plötu með
Éjórtán fóstbræðrum og hljóm-
sveit Svavars Gests, syrpur sem ég
setti saman og við notuðum í
útvarpsþáttum. Ég fór með þess-
ar upptökur til Islenskra tóna því
að hljómsveitin mín hafði leikið
inn á plötur fyrir þá útgáfu. Þá
var Tage Ammendrup, sem var
með íslenska tóna, að draga sam-
an seglin og sagði mér að gefa
þetta bara út sjálfur.
Þetta gerði ég. Síðan komu
nokkrar plötur í kjölfariö, sem
gengu alveg prýðilega. Á þessum
árum var nánast ekkert framboð
af íslenskum hljómplötum þannig
að þetta seldist allt ágætlega,
burtséð frá því að þetta var ágætis
vara. Nú, nú, þetta var útúrdúr.
Snemma árs 1965 vorum við aö
spila á Hótel Sögu, einhver besta
hljómsveit sem ég hafði nokkru
sinni verið með og líklega einhver
albesta danshljómsveit sem hefur
verið starfrækt hér á landi. Þetta
var á dansleik hjá dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar. Ég man
nú ekki hvert tímakaupiö var um
þetta leyti en við skulum bara
segja að það hafi verið hundrað
krónur. Að dansleik loknum geri
ég upp við Heiðar og hann segir
forviða: Hvað? Kostar þetta ekki
meira? Ég segi að þetta sé taxt-
inn. Þá mælir Heiðar: Ég var að
gera upp við einhverja stráka í
Keflavík í fyrradag, sem voru að
spila fyrir mig. Þeir vissu ekkert
um neinn taxta og sögðust taka 250
krónur á tímann hver maður.
Ég sagði þá við Heiðar: Guð
minn almáttugur. Ef einhverjir
strákar í Keflavík taka 250 krónur
á tímann, hvað er ég þá aö gera í
þessu starfi með besta fólk á Is-
landi, á flottasta stað á íslandi og
hundrað krónur á tímann? Hvaða
strákar eru þetta eiginlega?
Og Heiðar svaraöi alveg
grandalaus: Þetta eru einhverjir
síðhærðir strákar þarna. . . . Þeir
kalla sigHljóma!”
— Hljómar áttu þá þátt í að þú
hættir?
„Ég flýtti mér auðvitað að
hætta og gaf svo Hljóma út á
plötu!”
Samdráttur
— Hvernig atvikaðist það að þú
gafst Hljóma út?
„Það var raunverulega enginn
annar að gefa út plötur á þessum
árum. Þeir komu til mín með
fyrstu lögin sín, Bláu augun þín og
Fyrsta kossinn, en með enskum
textum. Ég sagöi þeim auðvitað
að ég vildi fá íslenska texta við
lögin enda þekktist ekki á þessum
tíma að íslenskar hljómsveitir
flyttu lög sín á plötum með ensk-
um textum. Þeir höfðu heldur eng-
an áhuga fyrir öðru en að fá
íslenska texta. Enskuna höfðu
þeir bara notað á böllum. Svo var
þetta gefið út og varð vinsælt.”
— Alveg hörkuvinsælt?
Svavar hugsar sig um. „Jú,
fyrsta platan, með lögunum
Fyrsti kossinn og Bláu augun þín,
seldist mjög vel. En við verðum að
hafa í huga að plötur seldust ekk-
ert stórkostlega á þessum árum,
kannski í tvö þúsund eintökum,
sem þótti mjög gott. Plötuspilar-
arnir voru svo fáir.”
— Eftir rúm tuttugu ár sýnast
mér S.G. hljómplötur nú hafa nokk-
uð dregið saman seglin, er ekki
svo?
„Jú, það er rétt. Ég gaf út að
meðaltali um tólf til fjórtán plötur
á ári í þessa tvo áratugi. Síðustu
tvö árin hef ég dregið mjög úr
útgáfunni, eins og reyndar allir
þeir sem gefa út íslenskar plötur.
Starfshættir fólks hafa breyst svo
mjög. Fólk lifir lífinu allt öðruvísi
en áður var. Nú er það myndband-
ið sem tekur tímann. Útilíf spilar
einnig inn í þetta. Nú, menn tala
um að rás tvö afgreiði kannski
þörfina fyrir hlustunina á nýjustu
tónlistinni, hvort sem hún er
íslensk eða erlend. Það er ekki
bara rásin ein sem er um að
kenna. Það eru allir þessir hlutir
og kannski ennþá fleiri sem spila
saman. En þetta á eftir að breyt-
ast. Platan kemur aftur upp, eins
og hún hefur alltaf gert þegar hún
hefur fallið í öldudal. Það eru rúm
hundrað ár síðan fyrsta platan
kom út og hún hefur staðiö
ýmislegtaf sér.”
— Ætlarðu að halda áfram þar
sem frá var horfið þegar ástandið
lagast?
„Ég hef ekki tekiö ákvörðun um
það. Ég á gífurlega mikið efni
sem ég get endurútgefiö á eins
konar safnplötum. Ég hef reyndar
gefið þær út í gegnum tíðina. Ég er
stöðugt með plötur í útgáfu og
sölu, ýmiss konar barnaplötur.
Þær seljast alltaf. Fyrirtækið er
enn starfandi. Þú getur gengið inn
í nánast hvaða plötubúð sem er á
landinu og fundið S.G. hljómplötu.
Úrvalið er kannski ekki jafnmikið
og áður. Titlarnir eru færri en þeir
eruístöðugrisölu.”
— Helstu keppinautar þínir. Fálk-
inn, Steinar og Skifan, hafa snúið
sér að miklu leyti að myndbanda-
sölu með plötunum. Hefur þú ekki
hugleitt að vídeóvæðast?
„Nei. Ég hefði kannski átt að
fara að dæmi Steina og Skífunnar
og fá erlend plötuumboð. Þessi
fyrirtæki byrjuðu eins og mitt,
með því að gefa út íslenskar plöt-
ur. Meö því móti hefði þetta allt
orðið stærra og viðameira og þá
hefði myndbandið kannski mátt
fylgja á eftir. En ég hafði bara
engan áhuga fyrir slíku. Ég vil
ekki breiða úr mér og leggja mikið
undir. Ég var með þetta fyrirtæki,
S.G. hljómplötur, og lifði á því
18 Vikan 40. tbl.