Vikan


Vikan - 03.10.1985, Side 20

Vikan - 03.10.1985, Side 20
og viö svo marga. — Það varð aldrei neitt rifrildi um nokkurn skapaðan hlut en ég hef alveg ákveðnar skoðanir á skemmtiefni og hvernig á að bera fram slíkt efni, meira að segja í sjónvarpi. Ég hugsa að fáir hafi horft á meira sjónvarpsefni en ég, það er að segja af því sem gott er. Ég sleppi engu í sjónvarpinu sem ég á von á að sé gott. Sem áhorfandi veit ég alveg hvernig gott sjón- varpsefni á að vera. Og þarna held ég að skýringuna sé að finna: í sjónvarpinu var ég ekki lengur einn um alla framkvæmdina. Þarna komu svo margir við sögu.” — Hafðirðu meira gaman af að vinna stóru skemmtiþættina sem þú stjórnaðir i gamla daga en tón- listarþættina sem þú ert með á rás tvö núna, Með sinu lagi og Rökkur- tóna? „Þetta tvennt er svo ólíkt að það er ómögulegt að bera það saman. Algjörlega óskyldir hlutir. En það er náttúrlega mikil vinna aö baki hvoru tveggja. Ég var bú- inn aö lýsa geðveikinni í kringum skemmtiþættina en ég þarf vita- skuld einnig að taka til hendinni við þá þætti sem ég er með núna, bæöi þriðjudags- og fimmtudags- þáttinn. Fólk tekur kannski ekki eftir því. En það má segja um þá þætti sem fólk tekur ekki eftir að vinna hafi verið lögð í, að það sé vegna þess að þá VAR vinna lögð í þá. Ég hef gaman af að kynna þessa gömlu íslensku músík á þriðjudögum. Við verðum að gæta að því að við erum á íslandi og rás tvö er íslensk útvarpsstöð. Þeir sem hafa gaman af að hlusta á þessa tegund tónlistar eiga svo sannarlega skilið að fá svona þætti.” íslensk tónlist og rás 2 — Er of lítið leikið af islenskri tónlist á rás tvö? „Já. Það er hægt að útbúa fleiri þætti með íslenskri tónlist.” Svavar hugsar sig aðeins um. „Nýjar íslenskar plötur fá reyndar alla þá spilun sem æski- leg er og nauðsynleg. En það er hægt að hanna þætti í líkingu við þann sem ég er með á þriðjudög- um á ótal vegu. Það er til dæmis hægt að taka fyrir þjóð- lagaflokkana sem voru og hétu fyrr á árum, blanda upp með tali og rabbi við þá tónlistarmenn sem komu fram á plötunum. Möguleikarnir til að gera þætti með íslenskri músík á rás tvö eru óendanlegir að mínu mati. Ég veit bara ekki hversu mikið er til af fólki sem fæst til þess, nennir að standa í því eða hefur áhuga fyrir því.” — Erlendis hefur það gerst að lög hafi verið sett um það hvert hlutfall innlendrar tónlistar skuli vera á móti erlendri. Segjum fjörutiu af hundraði á móti sextiu. Telurðu þetta vænlega leið til að tryggja is- lenskri tónlist það sem hún á skilið? „Nei, ég er alveg á móti því að negla þetta niður með lagabók- staf. Ég tel að hver og einn eigi bara að finna þetta hjá sér. Þessi andi á að vera allt frá yfirmönn- um útvarpsins — og nú er ég ekki bara að tala um rás tvö — frá út- varpsstjóra og útvarpsráði og nið- ur úr, að íslenskt efni af öllu tagi eigi að fá meiri umfjöllun en það fær. En við verðum að passa okkur á einu. Ef viö fengjum þá skipun að íslensk tónlist ætti að vera f jörutíu prósent dagskrár á móti sextíu af erlendri, þá eru íslensku hljóm- plöturnar ekki svo ýkja margar. Þú ert því kannski farinn að endurtaka sömu plötuna viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þá er verr af stað farið heldur en heima setið.” — Hver er uppáhaldstónlistin þín í dag? „Djass, djass og aftur djass.” — Af hverju býrðu þá ekki til djassþætti? „Tja. . . Það eru ágætir menn að fást við þá þáttagerð og svo hef ég ekki verið beðinn um að gera djassþætti.” — Hefurðu þá kannski ekkert gaman af poppi? „Jú, jú. Víst hlusta ég en kannski ekki mikið. Hvers vegna skyldi ég líka vera að setja popp- plötu á fóninn heima hjá mér þegar ég á djassplötu sem mér þykir miklu meira gaman aö hlusta á. Maður getur ekki gert tvennt í einu og ég tek djassinn fram yfir alla aðra tónlist.” IMæstu tíu ættliðir — Hefurðu heyrt i hljómsveitinni Cosa Nostra? Núglottir Svavar: „Lítillega.” — Myndirðu gefa út plötu með henni ef þú yrðir beðinn? „Sennilega, ef ég væri að gefa út plötur núna. En ég er ekki að gefa út plötur núna. Ég er bara með gamalt efni í endurútgáfu.” — Aðaldriffjöðrin i Cosa Nostra er Máni sonur þinn. Þú sagðir mér áðan að þú sæir eftir því að hafa lagt út á hljómlistarbrautina. Ráð- leggurðu honum að láta tónlistar- stússið eiga sig? „Hann stundar tónlistina núna sem áhugamál með skóla og með sumarstarfi og ég vona bara að það verði aldrei nokkurn tíma meira. Ég vona aö enginn af mín- um afkomendum í næstu tíu ætt- liði eigi eftir að lifa á því að leika á hljóöfæri.” — Hefurðu ráðið Mána frá því að gera tónlistina að atvinnu? „Nei, ég geri það ekki. Hann gerir náttúrlega nákvæmlega það sem hann langar til. Nákvæmlega eins og ég gerði. Það var enginn til að taka af skarið þegar ég lagði fyrir mig hljóðfæraleik og ég hefði sennilega ekki hlustað á það.” — Kíkirðu stundum í laumi á hljóðfærin sem Cosa Nostra notast við, hljóðgervlana og hvað þau nú heita? „Það er helst að ég detti um þau þegar ég er að leita að plötum sem hafa horfið úr plötusafninu mínu.” — Hvernig líst þór á hijóðin sem er hægt að skapa úr þessum hljóð- færum? „Þau eru merkileg. Það er al- veg stórkostlegt hvað hægt er að gera nú orðið. En við verðum nátt- úrlega að líta á það sem nokkurs konar föðurlandssvik þegar sonur landsþekkts trommuleikara labb- ar út í bæ og kaupir rafmagns- trommuheila og kemur með inn á heimilið!” Frjálst útvarp og pólitík — Það eru miklar sviptingar fram undan i útvarpsmálum. Gefurðu frjálsu útvarpi auga? „Ekki til að starfa þar. Sannast sagna hef ég voðalega litla trú á frjálsuútvarpi.” — Afhverju? „Kannski er ég bara staðnaður í kreddum. En ég efast um að frjálst útvarp geti orðið mjög gott hér á landi. Það þarf svo margt til. Hafa menn til dæmis efni á að vera með mikla tónlist, lifandi eöa af plötum? Það kostar mikla pen- inga að flytja slíka tónlist. Höfundarréttargjöld og fleira og fleira. Hafa menn efni á að ráða til sín gott starfsfólk? Höfuðborgarbúum er sjálfsagt enn í fersku minni þetta frjálsa útvarp sem var í verkfalli BSRB í fyrra. Eg hlustaði stöku sinnum og aðra eins flatneskju hef ég aldrei á ævinni heyrt á öldum ljós- vakans. Þarna voru að verki góðir fjölmiölamenn á öðru sviði, sem geystust fram og ætluðu að gerast útvarpsstöð á nokkrum dögum. Ef þetta er dæmi um hvernig frjálst útvarp verður þá býð ég ekki í það. En ef að þessum stöðvum ráðast menn sem hafa vit og þekk- ingu á útvarpsmálum og það verða peningar til þá verður hægt að gera þetta frjálsa útvarp ágætt, býst ég við og vona reyndar.” — Ef „frjáls" útvarpsstjóri bankar upp á hjá þér og býöur þér vinnu, ætlaröu þá að hafna henni umsvifalaust? „Ég myndi ekki hlaupa til fyrir tvöfalt hærra kaup en ég hef núna hjá Ríkisútvarpinu og hef ég þó ekki mikið. — Ríkið hefur aldrei haft efni á að borga starfsfólki sínu, hvort sem það vinnur við út- varp eða annars staðar. Ég myndi kannski hugsa mig um fyrir enn meira en tvöfalt og jafnframt tryggingu fyrir því að þetta væri útvarpsstöð sem stæðist þær gæðakröfur sem því hlýtur að fylgja að senda út útvarpsefni til almennrar hlustunar. Ég myndi ekki vilja leggja nafn mitt við einhverja rusl-útvarps- stöð.” — Er þessi afstaða þin til frjálsra útvarpsstöðva eingöngu fagleg en ekki pólitísk líka? Eða ertu kannski allaballi i laumi? „Pólitík kemur þessu ekkert við. Mín afstaða mótast aðeins af reynslu minni við að hlusta á út- varp og starfa við það. Ég á bágt með að sjá góðar frjálsar útvarps- stöðvar koma á næstunni. Það tek- ur áreiðanlega langan tíma.” — En þetta með allaballann? Ertu pólitiskur? „Ég veit nú satt að segja ekki al- veg hvað það er. Ég hef auðvitað ákveðnar skoðanir á landsmálun- um og tel mig vera sjálfstæðis- mann. Ég var eiginlega dreginn í þann dilk þegar ég var orðinn for- maður í verkalýðsfélagi. Þar tal- aði ég á Alþýðusambandsþingi, en því miður voru menn þar ekkert endilegar fulltrúar sinna verka- lýðsfélaga, virtist mér vera. Menn voru annaðhvort íhaldsmenn eða kommúnistar.” — Ómar Ragnarsson, góður grínisti og skemmtikraftur, átti sér þann draum, þegar hann var ungur, að verða stjórnmálamaöur. Hefur þig aldrei langað á þing? „Aldrei nokkurn tíma. Ég sé eiginlega eftir því að hafa verið dreginn í pólitískan dilk á sínum tíma. Ég hefði gjarnan viljað geta haldið mig utan við þetta allt sam- an og haft mínar ákveðnu skoðan- ir án þess að vera negldur neinum ákveðnum flokki. En það hefur ekki komið sér illa fyrir mig, hvorki vel né illa.” — Heldurðu samt ekki að það vanti húmorista á þing? Svavar lýkur úr kaffibollanum áður en hann svarar. Viðtalið er á lokasprettinum. „Nei,” segir hann loks. „Það vantar ekki húmorista á þing. Það sem ég held að vanti á þing er að þeir sem eru þar taki sig alvar- lega.” — Eigum við ekki að láta þetta vera lokaorðin? „Nú, varstu með segulbands- tækið í gangi — ég hélt að þetta væri bara æfing.” 20 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.