Vikan


Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 24

Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 24
ég álít vera þessa leiðarvísa, eru á því svæði. Kom fram i kenningum Nostra- damusar hætta sú sem fólgin er í fundi fjársjóðanna? Já. Hann sá fyrir að hver sá er fyndi fjársjóðina myndi láta lifið með útsprungin augu, eins og ein- hver heföi sprengt þau innan frá höfuðkúpunni. Ég trúi þessu. Egyptar til forna voru sérfræðing- ar í að leggja gildrur. Ef hugsað er aftur í tímann man fólk eftir hvað gerðist er grafhýsi Tutankhamons var opnað. Næstum allir leiðang- ursmenn létust samstundis en þeir voru þrjátíu að tölu. Leiðangurs- stjóri hópsins, Canarvan lá- varður, lifði í fáeinar klukku- stundir en lést einnig af undar- legum sjúkdómi. Árfur úr himingeimnum Hvert er álit þitt á þessum sið- menningararfi? Ég er sannfærður um að í þess- um örkum sé geymd þekking sem stendur okkar siðmenningu að öllu leyti framar, vitsmunir hafðir að leiðarljósi. Þar að auki er ég þess fullviss að siðmenning þessi á upp- haf sitt aö rekja til annarra plán- etna, utan úr geimnum. Hvernig geturðu fullyrt það? Fyrir stuttu unnu tveir skoskir stjörnufræðingar, Duncan Lunan og Anthony Lawton, viö að hljóð- rita endurkast bylgna utan úr geimnum. Þeir urðu þess varir að munstrið virtist alltaf vera það sama. Síðar uppgötvuðu þeir ugg- vænlegan hlut. Að sólkerfið Boote, einnig þekkt sem Epsilon, hafði nákvæmlega sama munstur þrett- án þúsund árum áður. En þá lenti Epsilon í stjarnfræðilegum ham- förum og þeir sem af lifðu flúðu til jarðarinnar. Stjörnufræðingarnir tveir áttuðu sig ekki á þýðingu þessara merkja. Ég er viss um aö ég hef fundið vísbendinguna. Þessar verur frá Epsilon skildu eftir sig arfleifð okkur til handa, pýramídana. Eða það sem betra er, ófundinn leiðarvísi að visku og þekkingu sem þær komu fyrir inni í þeim. Fjársjóðurinn Hvers konar þekking heldur þú að búi i fjársjóðnum? I hinum huldu fjársjóðum mun finnast eilífðarljósið, aðferöin tiL að nota orkuna í umhverfinu, einn- ig hugarþekkinguna til aö lækna veikindi og nákvæmar upplýsingar um staðina þar sem orka mannslíkamans býr, jing og jang. Vísbendingar að fullkominni þekkingu á stjörnufræði og á einstaklingnum og samfélaginu, nú á tímum og í framtíöinni, munu einnig finnast. Þetta er arfur íbúa Epsilon sem var eitt sinn köld stjarna en varð smám saman heit svo að h'f dó út á henni. Litur hennar var eins og grænblár litur jarðar. En áður en hún hvarf úr himingeimnum náði hún að skilja eftir sig arf enda var yfirburða- menning á henni. Þessi menning geymist í örkum, þaö er pýramídum Gizeh sléttunnar. Með því að ganga inn í gegnum „hið falda auga” í einum þeirra og byrja að grafa 1469 metra frá má finna vísbendinguna. Aðhlátursefni Hr. Moracci, hvernig hefur kenn- ingum þinum verið tekið? Hingað til hef ég ekki fengið þau viðbrögð sem ég bjóst við. Ég gaf út bók mína fyrir einu ári. Þó ég hafi ekki stóra bókaútgáfu að bakhjarli er það staðreynd að þrjú upplög hafa komið út á innan við sexmánuðum. Hvers konar viðbrögðum áttir þú von á? Ég bjóst við að ríkisstjórnir tækju við sér, þjóðir styddu forn- leifafræðinga svo þeir gætu leitað að öðrum hvorum staðnum sem ég hef fundið. Fyrr eða síðar mun þetta þó gerast. Og á meðan? Á meðan mun ég bíða, vopnaður þolinmæðinni. Ég veit að maður verður að bíða og skeyta því engu þó fólk brosi, fullt efa- semda. Það er óhjákvæmilegt og ég er viðbúinn því. En ég kann að bíða. 24 Vikan 40. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.