Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 27
SMÁL NOKKUR SPURSMÁL NOKKUR SPURSMÁL að hætti Sókron Reygígings Á hitt ber einnig aö líta, aö þaö getur veriö talsverö kúnst að fara i fússi. Þaö er alls ekki sama hvernig þaö er gert. Þaö er til- gangslaust að ætla að beita þess- ari aðferð án þess aö hafa útfært hana vel. Ef þetta er klaufalega gert tekur enginn eftir neinu, í besta falli. Sumir fara að stama og mismæla sig þegar þeir ætla aö segja hinum til syndanna og hafa ekkert uppúr því nema hlátur og spé. Þaö hefur líka komið fyrir að sá sem hefur kvatt fyrir fullt og allt meö hávaða og hurðaskellum þarf að berja aftur aö dyrum því hann hefur gleymt skónum sínum, eöa af því hann kemst ekki heim og þarf aö biðja húsráðendur um að hringja á leigubíl, eða fá lánaðan hundraðkall; og einhver mun lána hundraðkallinn til að fullkomna háðungina. . . Eitt sinn, er ég varð vitni að svona uppreisn, var ég staddur í veislu í Reykjavík. Þetta var í gömlu virðulegu húsi, og það voru stórir speglar og fatahengi og kústaskápur í anddyrinu. Þarna í samkvæminu var skapmikil kona, og þegar hún hafði innbyrt nokkur glös kom að því að hún lenti uppá kant við aðra veislugesti. Að lok- um þreif hún kápuna sína úr fata- henginu, tók um hurðarhúninn og hellti sér yfir liðið. Sagðist vera farin fyrir fullt og allt. Hún ætlaði sér ekki framar að tala við eða umgangast þetta fjandans pakk. Hún tók einn af öðrum fyrir og hnoðaði saman skammirnar, og því er ekki að neita að henni tókst ansi vel upp; hún var bæði orð- heppin og meinleg. Að lokum þreif hún upp hurðina, vatt sér út með sveiflu, og með þeim orðum að vonandi þyrfti hún aldrei framar að líta nokkurt hinna augum skellti hún svo fast á eftir sér hurðinni að speglarnir hrundu af * veggjunum. Forviða horfðu hinir sam- kvæmisgestirnir á hurðina, sem i brátt opnaðist hljótt og varlega, og kafrjótt andlit konunnar birtist í gættinni. Auðvitað hafði hún ekki hitt á útidyrnar heldur lent í kústaskápnum. Þeir sem skella hurðum munu á endanum lokast inní kústaskáp. ,,Nú tek ég ekki þátt í þessu lengurl" 40. tbl. Vitcan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.