Vikan


Vikan - 03.10.1985, Page 27

Vikan - 03.10.1985, Page 27
SMÁL NOKKUR SPURSMÁL NOKKUR SPURSMÁL að hætti Sókron Reygígings Á hitt ber einnig aö líta, aö þaö getur veriö talsverö kúnst að fara i fússi. Þaö er alls ekki sama hvernig þaö er gert. Þaö er til- gangslaust að ætla að beita þess- ari aðferð án þess aö hafa útfært hana vel. Ef þetta er klaufalega gert tekur enginn eftir neinu, í besta falli. Sumir fara að stama og mismæla sig þegar þeir ætla aö segja hinum til syndanna og hafa ekkert uppúr því nema hlátur og spé. Þaö hefur líka komið fyrir að sá sem hefur kvatt fyrir fullt og allt meö hávaða og hurðaskellum þarf að berja aftur aö dyrum því hann hefur gleymt skónum sínum, eöa af því hann kemst ekki heim og þarf aö biðja húsráðendur um að hringja á leigubíl, eða fá lánaðan hundraðkall; og einhver mun lána hundraðkallinn til að fullkomna háðungina. . . Eitt sinn, er ég varð vitni að svona uppreisn, var ég staddur í veislu í Reykjavík. Þetta var í gömlu virðulegu húsi, og það voru stórir speglar og fatahengi og kústaskápur í anddyrinu. Þarna í samkvæminu var skapmikil kona, og þegar hún hafði innbyrt nokkur glös kom að því að hún lenti uppá kant við aðra veislugesti. Að lok- um þreif hún kápuna sína úr fata- henginu, tók um hurðarhúninn og hellti sér yfir liðið. Sagðist vera farin fyrir fullt og allt. Hún ætlaði sér ekki framar að tala við eða umgangast þetta fjandans pakk. Hún tók einn af öðrum fyrir og hnoðaði saman skammirnar, og því er ekki að neita að henni tókst ansi vel upp; hún var bæði orð- heppin og meinleg. Að lokum þreif hún upp hurðina, vatt sér út með sveiflu, og með þeim orðum að vonandi þyrfti hún aldrei framar að líta nokkurt hinna augum skellti hún svo fast á eftir sér hurðinni að speglarnir hrundu af * veggjunum. Forviða horfðu hinir sam- kvæmisgestirnir á hurðina, sem i brátt opnaðist hljótt og varlega, og kafrjótt andlit konunnar birtist í gættinni. Auðvitað hafði hún ekki hitt á útidyrnar heldur lent í kústaskápnum. Þeir sem skella hurðum munu á endanum lokast inní kústaskáp. ,,Nú tek ég ekki þátt í þessu lengurl" 40. tbl. Vitcan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.