Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 35
 Draumar Kaka, mamma, tröppur, vínarbrauð Kœri draumráðandi! Mig dreymdi svolítið und- arlegan draum fyrir skömmu. Mér fannst að ég, mamma og systir mín vœrum í Danmörku. Systir mín kom allt í einu hlaup- andi á móti okkur með köku og ég sagði: Hvar fékkstu þessa köku? Þá sagði hún: I búð hér rétt hjá. Svo fór hún bara og við mamma gengum áfram niður brattan, þröng- an stíg og það var alveg niðamyrkur. Við þurftum að þreifa okkur áfram með fótunum. Svo þegar við vorum komnar niður birti allt í einu upp og hellingur af krökkum kom á móti okk- ur. Svo fór mamma niður tröppur og kom aftur upp með vínarbrauð og ég œtlaði líka að fá mér einhverja köku en mér fannst þœr all- ar vera vondar. Og svo vaknaðiég. X. Þetta er afskaplega góður draumur. Þú lendir í einhverju fremur erfiðu sem mun fá góðan endi og þú verður ríkari mann- eskja eftir en áður. Svo virðist sem á móti blási hjá fjölskyldu þinni um tíma en þessi draumur bendir til þess að ágætlega rætist úr því. Það er mjög sennilegt að þessi draumur eigi að einhverju leyti við fjármál fremur en önnur fjölskyldumál eða einhver fram- kvæmdaatriði innan fjölskyld- unnar sem ekki ganga sem skyldi. Amma í svört- um kjól Kœri draumráðandi. Mig langar að láta ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi ömmu mína, en hún lést fyrir þremur árum. í draumnum fannst mér hún vera lifandi. Þá er það draumurinn: Mér fannst ég vera að labba út götuna sem amma átti heima í. Þegar ég er komin að húsinu hennar kemur hún út og er hún svartklœdd, í svörtum kjól, með svartan hatt og svarta hanska. Fannst mér eins og hún vœri nýbúin að fá hjarta- áfall. Segi ég þá við hana: Hvert ert þú að fara, amma mín ? Þá segir hún: Ég er að fara út í búð að kaupa ilm- vatn handa mér. Göngum við þá saman út götuna og að búðinni. Þegar við erum komnar að henni fer hún á undan mér inn. En ég tafðist úti. Þegar ég kem inn í bíiðina og lít á ömmu er hún mjög reið. Ég varð þá hrœdd um hana af því að ég vissi að hún hafði verið las- in. Ég tek þá utan um hana og spyr hvað sé að. Þá lítur hún á mig, mjög sorgmœdd á svip, segir ekki orð við mig en bendir á lítinn rauðan pakka á borðinu. Segi ég þá við hana að við skulum fara út. Þá fannst mér hún fara í rauða kápu og taka litla pakkann af borðinu og tvo litla postulínsskó bundna saman. Við það vaknaði ég. Með kœrri kveðju, Didda. Draumur þessi bendir til þess að einhverjir erfiðleikar séu fram- undan hjá þér, sennilega vegna óheppilegrar ákvörðunar sem þú tekur í persónulegum málefnum, þar sem þú lætur langanir þínar verða yfirsterkari því sem þú innst inni veist að er réttlátt í garð annarra. Þú teflir á tæpasta vað og það veldur þér allmiklum ama. Þú færö aðstoð úr óvæntri átt og mætir velvilja þeirra sem þykir vænt um þig en niðurstaða draumsins verður að teljast tví- sýn, það er eins og þú viljir ekki gefa þig þegar þú ert búin að bíta það í þig sem veldur þessum óþægindum. Þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú tekur ákvörðun sem orkar tvímælis. Það leynir sér ekki við hvað þetta á og þú munt ekki verða í vafa þegar að því kemur. Þú mátt ekki hika við að endur- skoða afstöðu þína, þrjóska getur sett málið í fastari hnút en ella. Fugl, saltfisk- ur, kossar Kœra Vika. Viltu hjálpa mér að ráða þennan draum. Ég var stödd í húsi, veit ekki hvar, og œtlaði að fara heim að elda matinn fyrir manninn minn en fannst faðir minn (sem er dáinn) hafa tekið bílinn okk- ar og skilað honum bensín- lausum. Mér fannst það allt í lagi, ég vissi að hann hafði alltaf langað að keyra bíl af því hann hafði aldrei lœrt á bíl. Ég segi svona: Þetta er í lagi, ég fœ jeppann hans R. að láni til að kaupa í mat- inn. Ég bauð honum nefnilega í mat í dag. Mér fannst minn maður hálffúll yfir þessu. Svo finnst mér R. koma og með lítinn dreng með sér af barnaheimilinu. Mér bregður er ég sé barnið og bið hann að fara með barnið, það megi ekki sjást hér enda ég ekki ein hérna. Hann fellst á það en með trega og ég kveð barnið með söknuði. Svo fer ég að taka matinn upp úr pottinum. Það átti að vera slátur en það kom saltfiskur og ýsu- flök, sem áttu ekki að vera þar, svo kom fugl, lítill, dauður, svartur og hvítur. Mér bregður og öskra á manninn minn og bið hann að taka fuglinn. Hann neitar og fer út, frekar fúll yfir matnum. En S. segir: Ég skal taka hann, D., og setur hann inn í svamp. Mér léttir. En þá snýr R. sér að mér og segir: Þér líður illa við að sjá fuglinn. og tekur utan um mig svo fast að ég finn til. — En hvernig heldurðu að mér líði, búinn að vinna með þér í allt sumar? Þú hef- ur breytt mínu lífi óvitandi og án þess að ég gerði mér grein fyrir því fyrr en nú. Svo finnst mér hann segja: Getur þú sagt það sama og ég ætla að segja við þig. Mér finnst hann herða takið um mig og hann segir: Ég þrái þig, ég get ekki afborið þetta lengur, og hann œtlar að kyssa mig. En þá segi ég bara: R., ég var bara að ,,djóka” í sumar. Honum bregður og segir: Það var gott að ég sagði þér ekki að ég elskaðiþigþá. Finnst mér ég taka utan um báðar hendurnar á honum og setjast í fangið á honum. Ég œtlaði að segja það sama en segi um leið: Ég er að djóka. Þá verður hann illur og segir: Ég lœt mömmu tala við þig. Þú hefur eyðilagt líf mitt og breytt því öllu. Svo setur hann R. festi um hálsinn á mér (mér fannst hún vera svört) og með stafnum R. Og (held ég hann hafi sagt) efþú tekur hana af þér, nokkurn tíma, þá kem ég með fuglinn sem þú varst svo hrœdd við. Þá fannst mér ég œtla að kyssa hann. En hann tók svo fast utan um mig að ég vaknaði hálfgrát- andi, en mér fannst ég vilja segja honum að ég myndi þrá hann jafnmikið. En úr því varð ekki. Ég vaknaði og taldi mig vera alla í mar- blettum. Svo hefur mig dreymt hann einu sinni á undan þessum draumi og einu sinni á eftir þessum draumi. Hann gaf mér hvolp í bœði skiptin og ég var mjög ánœgð. Viltu lesa úr þessu sem fyrst, annars gleymi ég draumnum. Ástarþakkir, Rósalind. Best að segja þér fyrst það sem þig sjálfsagt langar að vita: Þessi draumur hefur ekkert með þig og samskipti þín við stráka að gera, að minnsta kosti ekki þess sem er í draumnum, það er að segja ekki er neitt af því sem gerist í draumnum líklegt til að gerast í raunveruleikanum. Sennilega hefur það sitt að segja að þig dreymir þetta að þú ert með hug- ann við viðkomandi. En í þessum draumi eru óvenjusterk tákn sem benda þér á að þú stjórnir ekki lífi þínu sem skyldi. Þú ættir að reyna að gera ekkert vanhugsað og í draumnum er raunar tákn sem varar þig alvarlega við ein- hverju sem hægt er að flokka und- ir óreglusemi eða tilviljanakennt líferni. Þú skalt athuga það vel. Annars muntu hreinlega reka þig alvarlega á í lífinu, og þessi til- finning þín fyrir marblettum er hreinlega tákn um að þú sért þeg- ar farin að reka þig á að þú ert eitthvað ósátt við sjálfa þig og þinn lífsstíl. 40. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.