Vikan


Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 36

Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 36
Popp Umsjón: Halldór R. Lárusson John og Tony á leið upp í flugvólina, limósina á bak við. Flest ykkar kannast núorðið við hljómsveitina Power Station. Tvö af lögum hljómsveitarinnar fóru hátt á lista rásar 2, Some Like It Hot og Get It on. Hljómsveit- in var stofnuð sem ,,hobbí'' meðlimanna vegna þess að allir höfðu þeir getið sér nafn áður og starfa ýmist í hljómsveit eða sjálfstætt. Fyrsta ber að nefna þá Duran-stráka John Taylor og Andy Taylor, svo er það Tony Thompson sem spilað hefur með Chic Bowie og fleirum og að lokum söngvarinn Robert Palmer sem á að baki langan sólóferil. Þegar þeir félagar unnu aö breiðskífu sinni á síðasta ári kom fljótlega upp sú hugmynd aö fara í hljómleikaferðalag í nafni hljóm- sveitarinnar og viðtökurnar létu ekki á sér standa, platan fékk góö- ar viðtökur fólksins og uppselt varð á flesta hljómleika sveitar- innar. Þá kom babb í bátinn, Rob- ert Palmer dró sig út úr samstarf- inu með stuttum fyrirvara og bar því viö að hann þyrfti að ljúka við gerð eigin sólóplötu og um leið að sinna þetur eigin málum. Nú voru góð ráð dýr, söngur Palmers er ákaflega sérstakur og það var séð að erfitt yrði að fylla skarð hans svo vel færi. Lausnin birtist í líki Michael Des Barres sem á að baki langan feril í bransanum þótt, aldrei hafi borið mikið á honum. í þotu Þó svo að þetta hljómleikaferða- lag sé miklu smærra í sniðum en hljómleikar Duran Duran þá væs- ir ekki aldeilis um þá félaga. Stór þota sér um að skutla strákunum milli áfangastaða, sama hversu stutt það er, og stórar, svartar límósínur bíða þeirra á flugvellin- um. Dýrindis matur og fínasta kampavín er alltaf til reiðu um borð í vélinni. John og Andy eru með sinn lífvörðinn hvor og þeir fylgjast með hverju fótmáli þeirra. Kraftmikið rokk Power Station spilar í smærri hljómleikahöllum en Duran og tónlistin er kraftmikiö rokk, Some Like It Hot, Lonely Tonight, Go to Zero, Dancing in the Streets, Har- vest to the World og að sjálfsögðu eru nokkrir Duranslagarar með í farteskinu, til dæmis Hungry Like a Wolf og The Reflex. Andy Taylor hefur aö mínum dómi sýnt að hann hefur veriö að spila alveg kolvitlausa tónlist í gegnum árin því drengnum fer alveg stórvel að þenja gítarinn aö hætti gömlu meistaranna og er rokkhjarta hans auðsjáanlega mun stærra en það sýnist vera í Duran Duran, enda hafa gagnrýnendur verið af- skaplega hrifnir af honum. John Taylor má segja að sé aðaltalsmaður hljómsveitarinnar enda mun hún hafa verið hugar- fóstur hans í upphafi. Hann segir að tónlistin á tónleikunum hafi orðið miklu þyngri en ætlast hafi verið til og sömuleiöis öll umsetn- ingin utan um þetta „hobbí” þeirra félaga. Hann segir að hann sjálfur, Andy og Tony séu að þessu að gamni sínu og að ferðalagiö sé ágætis afsökun fyrir öllum þess- um partíum, en aö Des Barres sé af gamla skólanum, mjög agaður og svoleiðis maöur sé nauðsynleg- ur hverri hljómsveit. Hann segir að það sé að öllu leyti léttara yfir Power Station en Duran, þessi hljómsveit geti farið inn á næsta bar og spilað rokk og ról, það gæti Duran aldrei gert. Að loknu ferðalaginu, sem er líklega um svipað leyti og þú lest þetta (það er að segja ef þú ert að lesa þetta í sept./okt. ’85) tekur við hvíld hjá þeim félögum en síð- an eiga víst að hefjast upptökur á nýrri Duranplötu. Tony Thompson hefur verið orðaður við trommu- leikarasætið í nýupprisinni Led Zeppelin (hann var meö þeim á Live Aid) en hvað Des Barres tek- ur sér fyrir hendur veit ég ekki, vona bara aö gæfan haldi áfram að brosa við honum eins og félög- umhans. 36 Vikan 40. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.