Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 42
L3I
Vídeó-Vikan
VINSÆLIR LEIKARAR:
ROBERT DE NIRO
Það er engum efa bundið að Robert De Niro
er einhver hæfileikamesti kvikmyndaleikari
sem uppi hefur verið. Á síðustu tíu árum hef-
ur hann unnið hvern leiksigurinn á fætur öðr-
um og hefur enginn leikari gert hlutverk sín
eins trúverðug síðan Marlon Brando var ung-
ur og átti hvern leiksigurinn á fætur öðrum.
Það virðist sama hvaða hlutverk De Niro tek-
ur að sér — hvort sem það eru vandræðageml-
ingar í myndum Martin Scorcese eða virðu-
legir bisnessmenn á borð við þann er hann lék
í Tho Last Tyccon — hann gæðir hlutverk sín
einhverjum þokka sem aðrir eiga ekki jafn-
auðvelt með að ná.
Robert De Niro fæddist 1944 í Greenwich
Village í New York. Hann var ekki nema tíu
ára þegar hann ákvað að verða leikari. Hann
byrjaði leiknám sitt í American Dramatic
Workshop. Þegar hann var sextán ára lagði
hann leiö sína, eins og svo margir aðrir, í
Actor’s Studio sem stjórnað er af Lee Strass-
berg.
Sá sem á heiðurinn af að hafa fyrst tekið
eftir honum er Brian De Palma. Hann tók
eftir honum í leikriti utan Broadway og fékk
honum fyrsta kvikmyndahlutverkið. Var það
í Tho Wedding Party, kvikmynd sem öllum
væri gleymd ef ekki væri fyrir að Robert De
Niro hóf feril sinn í henni ásamt Jill
Clayburgh.
Það var aftur á móti Martin Scorcese sem
lét hann hafa hlutverk í Mean Streots. Sú
kvikmynd vakti fyrst athygli á honum. Var
það byrjunin á farsælu samstarfi þessara
tveggja stórmenna í kvikmyndaheiminum.
Hlutverkið í Mean Streets varð til þess að hon-
um var boðið hlutverk hins unga Vito
Corleone í Godfather ll.
I fyrri myndinni hafði Marlon Brando leikið
Corleone og gert það ógleymanlega og fékk
hann óskarsverðlaun fyrir vikið. Robert De
Niro var ekki síðri sem Corleone á yngri
árum. Næsta mynd De Niro var Taxi Driver
sem Martin Scorcese stjórnaði. Er erfitt að
ímynda sér að nokkur annar leikari hefði get-
að leikið þennan truflaða fyrrverandi Víet-
namhermann jafneftirminnilega og Robert
De Nero. Eftir leiksigur í Taxi Driver
streymdu tilboðin til De Niro en hann kaus að
fara til ítalíu og leika í kvikmynd Bernardo
Ekki fyrir viðkvæma
★ ★ ★
Blood Slmple.
Leikstjóri: Joel Coen.
Aðalleikarar: John Getz, Frances McDormand og E. Emmet Walsh.
Sýningortími: 85 minútur.
Blood Simple er mynd sem vakið
hefur nokkra athygli fyrir fáguö
vinnubrögð og spennandi söguþráö.
Myndin er sakamálamynd af grófari
gerðinni. Mikið er um atriði sem
hæglega geta ofboðið fínum taugum
áhorfenda.
I firnagóðu byrjunaratriöi kynn-
umst við aðalpersónum sögunnar,
eiginkonu klúbbeiganda nokkurs,
sem er aö flýja eiginmann sinn, og
barþjóni sem hefur starfaö hjá
honum. I laumi hefur barþjónninn
dáðst aö eiginkonunni. Ferð þeirra
endar á móteli, þar sem þau halda aö
þau séu falin fyrir umheiminum.
Ástarleik þeirra er varla lokið þegar
síminn hringir og er enginn annar en
eiginmaðurinn í símanum.
Eiginmanninum finnst hann auð-
mýktur og ræður einkaspæjara, sem
er í þjónustu hans, til að drepa parið
og koma því þannig fyrir að hann
verði ekki grunaður.
Einkaspæjarinn hefur aftur á móti
sínar hugmyndir um lausn málsins
og fer sú lausn ekki saman við ráða-
brugg eiginmannsins. Parið aftur á
móti grunar ekkert og þaö er ekki
fyrr en barþjónninn kemur að hús-
bónda sínum myrtum og það lítur út
fyrir að eiginkonan hafi framiö
morðið að hlutirnir fara að taka á sig
heldur óhugnanlega mynd.
Blood Simple heldur áhorfandan-
um vel spenntum meðan á sýningu
stendur. Fer saman virkilega
mögnuö kvikmyndataka og góöur
leikur óþekktra leikara í aðalhlut-
verkunum. Myndin er kjörin fyrir
alla aðdáendur spennumynda en
vert er að taka fram aö börn hafa
síður en svo gott af að sjá myndina.
Þaö eru nokkur atriöi í myndinni
sem eru virkilega óhugguleg og
leikstjórinn, Joel Coen, lætur mynda-
vélina lýsa atburðunum á nákvæman
og áhrifamikinn hátt.
Drottning frumskógarins
★ ★
Sheena.
Leikstjóri: John Guillermin.
Aðalleikarar: Tanya Roberts, Ted Wass og Donovan Scott.
Sýningartími: 112mínútur.
Sheena er hreinræktuð ævintýra-
mynd sem krakkar ættu að hafa
meira gaman af en fullorönir. Sjálf-
sagt hafa framleiðendur ætlað hana
fullorönum einnig en söguþráöurinn
er slíkur aö eingöngu unnendur has-
armynda, þar sem söguþráður
skiptir litlu máli, hafa gaman af.
Sheena er nokkurs konar kvenút-
gáfa af Tarsan. Foreldrar hennar
koma meö hana barn að aldri í frum-
skóga Afríku, voru þeir aö leita uppi
töfrasand sem hafði lækningamátt.
Foreldrarnir farast af slysförum og
barniö er tekið í fóstur af kvenkyns
töfralækni. Sheena elst upp í
/íA
.KA
skóginum og verður hin fegursta á aö
líta. öll dýr laðast að henni og getur
hún kallað á þau með hugsun einni.
Víkur nú sögunni til siðmenning-
arinnar. Sjónvarpsfréttamaðurinn
Vic Casey verður vitni að því þeg-
ar konungur er myrtur og saklaus
kona er sökuð um moröið. Sú kona er
engin önnur en fóstra Sheenu og
kemur Sheena fóstru sinni til hjálpar
ásamt dýrum skógarins.
Casey hrífst af Sheenu og áður en
langt um líður eru þau á flótta undan
hersveitum prinsins sem lét drepa
konunginn. Prinsinn hefur, eins og
foreldrar Sheenu, áhuga á hinu
dularfulla fjalli sem hefur lækninga-
mátt. Hann telur þar mikla auðlind
málms. Sheena, Casey og innfæddir
láta yfirráðasvæði sitt aftur á móti
ekki mótþróalaust af hendi og veröa
harðir bardagar áður en skötuhjúin
hrósa sigri.
Það er ekki margt sem gleður
augað í myndinni. Tanya Roberts er
virkilega iiugguleg en leikkona er
hún lítil og sama er hægt að segja um
Ted Wass. Ekki hjálpar handritið
upp á. Væmnar klisjusetningar eru
yfirgnæfandi. I lokin er allt opið fyrir
framhaldsmynd. Við verðum bara
að vona að framleiöendur sjái að sér
og láti þessa nægja.
42 Vikan 40. tbl.