Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 43
Umsjón: Hilmar Karlsson
Bertolucci, 1900. Var hann þar 1 góöum félags-
skap annarra úrvalsleikara, svo sem Burt
Lancaster og Donald Sutherland.
Það er svo áriö 1978 sem Robert De Niro
leikur í The Deer Hunter. Aftur er það Víet-
namstríðið sem er miðdepill atburðarás-
arinnar. Leikur hans þar er ógleymanlegur
þeim sem séð hafa. Ekki voru allar myndir
sem Robert De Niro lék í á þessum tíma jafn-
vel heppnaðar. New York, New York Og The
Last Tyccon þóttu báðar misheppnaðar þrátt
fyrir góðan leik De Niro.
1980 á hann svo enn einu sinni samstarf við
Martin Scorcese. ÍJtkoman er Raging Bull,
einhver magnaðasta kvikmynd um ævi
íþróttamanns sem gerð hefur verið. Lék
Robert De Niro boxarann Jake La Motta.
Ekki er hægt annað að segja en að De Niro
hafi lagt mikið á sig til að ná fullkomnun í því
hlutverki. Meðal annars bætti hann á sig
tugum kílóa til að geta leikið La Motta þegar
ferill hans sem boxara var afstaðinn og
Einhver eftjrminnilegasta kvikmynd sem
Robert De Niro hefur leikið í er The Deer Hunt-
sukklífið var yfirþyrmandi. Robert De Niro
fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Raging
Bull.
Af síðustu myndum De Niro eru sjálfsagt
eftirminnilegustu hlutverkin misheppnaður
kómíker í The King Of Comedy Og glæpa-
maðurinn í meistaraverki Sergio Leone, Once
Upon A Time In America. Það er Sama hvað
Robert De Niro tekur fyrir í framtíðinni. Það
verður alltaf forvitnilegt og spennandi að sjá
útkomuna.
,Á’
r&M
Nokkrar myndir sem fáanlegar eru
með Robert De Niro i vídeóleigum:
Bang The Drum Slowly
The Gang That Couldn's Shoot Straight
Mean Streets
The Godfather, Part II
Taxi Driver
The Last Tycoon
New York, New York
The Deer Hunter
Raging Bull
True Confessions
The King Of Comedy
Once Upon A Time In America
Róstusamt
í kvennafangelsi
Chained Heat. Leikstjóri: Paul Nicholas.
Aðalleikarar: Linda Blair, John Vernon, Sybil Danning og Stella Stevens.
Sýningartimi: 86 minútur.
Chained Heat gerist að langmestu
leyti innan múra kvennafangelsis í
Bandaríkjunum. Þar ríkir alls konar
ofbeldi og spilling meðal fanga sem
fangavarða. Linda Blair leikur unga
stúlku sem dæmd er til fangavistar.
Hún er sakleysið uppmálað þegar
komið er í fangelsið, þótt hún hafi
verið dæmd fyrir manndráp. Hún er
fljót að komast á snoðir um að lífið í
fangelsinu er barningur til að halda
lífi og limum jafnt á nóttu sem degi.
ISLENSKUR TEXTI
Jh
Fangarnir skiptast í tvo hópa.
Litaðar konur halda sig frá þeim
hvítu sem halda sig saman. Dópsala
er mikil innan fangelsismúranna og
eru þaö fangelsisstjórinn og
aðstoðarmenn hans sem stjórna dóp-
sölunni. Fangelsisstjórinn er hinn
mesti kvennamaður og notfærir sér
tign sína til aö fá stúlkurnar til sín á
kvöldin. Og eru margar meira en
fúsar til að heimsækja hann. Hann
tekur athafnir sínar og stúlknanna
upp á vídeó sér til ánægju.
En meðal fangavarðanna er einnig
barátta um völdin og kvöld eitt er
fangelsisstjórinn myrtur af undir-
mönnum sínum, sem ætla sér að
koma sökinni á fyrirliða hvítu fang-
anna. Þá er föngunum nóg boðið og
sameinast í uppreisn sem endar með
allsherjar blóðbaði.
Chained Heat er frekar óhugguleg
kvikmynd þar sem ofbeldi og
saurlifnaður er í fyrirrúmi.
Söguþráðurinn er nokkuð ótrúlegur á
köflum. Linda Blair, sem gerði garð-
inn frægan í Exorcistmyndunum, á
að vera aðalstjaman í myndinni en
hún fellur í skuggann fyrir öðrum
kraftmeiri stúlkum. Chained Heat er
sæmileg afþreying fyrir fullorðna
sem vilja kynlíf og ofbeldi en börnum
ætti ekki að sýna myndina.
Óheppnar geimverur
★ ★
Stjörnuglópar (Morons From Outer Space).
Leikstjóri: Mike Hodges.
Aðalleikarar: Mel Smith, Griff Rhys Jones og James B. Sikking.
Sýningartími: 91 minúta.
Stjörnuglópar er bresk gaman-
mynd þar sem gert er óspart grín að
frægum geimmyndum, sérstaklega
fær Close Encounter... að kenna á
gríni þeirra Mel Smith og Griff Rhys
Jones. Þeir eru handritshöfundar
auk þess að vera aðalleikarar. En
þótt hugmyndin aö myndinni sé
snjöll og mörg atriði fyndin ná
Stjömuglópar því aldrei aö verða
nema sæmilegasti farsi, aðallega
vegna þess að persónur myndarinn-
ar eru ekki nógu fyndnar.
Myndin segir af því þegar mannað
geimfar viilist og verður að lenda á
jörðinni. Innanþorðs eru menn eins
k
Th«y IOHM from anottnr
planet... wot thelr journcy
nally ncccuary?
5TJQRMU
og við, aðeins frá öðrum stað í himin-
geimnum. Það er rokið upp til handa
og fóta við að rannsaka þessar verur
og á mannkynið bágt með aö trúa því
aö aumingja geimverurnar séu ekk-
ert ööruvísi. Ef eitthvað er þá finnst
mönnum þær vera heimskari en við
og er einn þeirra settur á geðveikra-
hæli fyrir að halda að sorptunnur séu
lifandi verur.
Fljótlega fer geimverunum að líka
lífið á jörðinni. Athygli allra beinist
að þeim og þær ákveða aö reyna
fyrir sér sem poppstjörnur. Tekst
það með ágætum en sælan er úti
þegar stórt geimfar lendir og tekur
þær til síns heima — að vísu verður
einn eftir....
Eins og áður sagði eru Stjörnu-
glópar fyndnir á stöku staö og eru
kannski þau atriði best þegar stæld
eru þekkt atriöi úr frægum geim-
myndum. Aftur á móti eru einnig
atriði sem eiga aö vera fyndin en eru
ekki fyndnari en svo að maður nær
aldrei að ná nema rétt brosi á varirn-
ar. Leikararnir eru flestir óþekktir
og er enginn sem stendur upp úr.
Stjörnuglópar eru tilraun til að gera
almennilega gamanmynd í geim-
myndastíl og þótt ekki hafi tekist
betur til er myndin stundum hlægi-
leg.
40. tbl. Vikan 43