Vikan - 03.10.1985, Page 45
TOMAS R.
EINARSSON
Á öðrum fæti að þessu sinni er Tómas R.
Einarsson kontrabassaleikari. Hann byrjaði að
leika á bassann 26 ára. Þar áður hafði hann leikið á
harmoníku.
Tómas er menntaður í sagnfræði og spænsku.
Tómas er atvinnutónlistarmaður og leikur djass
um allt land og með ýmsum öðrum djassmúsík-
öntum.
Nýlega kom út plata sem heitir Þessi ófétis jazz
og er aðallega með lögum eftir Tómas. Meðleikar-
ar hans voru piltar úr Mezzoforte.
Þess má geta hér í viðbót til skýringar að Tómas
hefur að öllum líkindum borið fleiri gerðir af
skeggi en flestir núlifandi Islendingar.
Daiirnir:
Stefán frá Hvítadal, Steinn Steinarr og Jóhannes úr Kötlum ortu sín bestu
kvæði i Reykjavík.
Suður-Ameríka:
Öbreytt ástand I Rómönsku Ameríku gerir bandariska hernum kleift að
fóðra íslensk svín.
Harmoníka:
Hennar tími er sumarnóttin — þegar gítargaulurum hefur verið hótað lifláti,
farið er að lækka í vasapelum og heiðarlegt fólk vill stíga dans.
Róttækni:
Sál roskins manns er storknað hraun (Vefarinn).
Halldór Laxness:
Skáld sem dregur mann suður til Sikileyjar að lesa áletrun yfir kirkjugarðs-
hliði.
Alfreð Clausen:
Tikk, takk, tikk, takk. . . — það er með ömmubæn eins og Faðirvorið; það
er ekki hægt að gleyma henni þótt maður feginn vildi.
Niels-Henning örsted Pedersen:
18 ára hafði hann náð þeim hæðum sem flestir kollegar hans eygja aldrei.
Djassplata/Þessi ófétis jazz!
Ég vona að tryllingurinn I Striðsdansi og lýrikkin I Vor hinsti dagur snerti
fleiri en mig.
Skegg:
Helst í hendur við kjörfylgi Alþýðubandalagsins.
40. tbl. Víkan 45