Vikan


Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 46

Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon £t Schuster. Kata andvarpaði og ekkert heyrðist nema hljóðið í vatns- pípunum. „Fyrstu tvö fóstrin missti ég á 29. og 27. viku en þetta var á 32. viku og fæddist andvana.” Hún gretti sig. „Ég get ekki lýst því hvað þetta tekur á mig, hvað þetta leggst þungt á mig. Maður fær hríðirnar og þetta er hræðilega sárt og manni líður eins og í fæðingu og allan tímann veit maður að allt og sumt sem kemur er lxtill, andvana líkami.” ,,En kemur þetta alveg fyrirvaralaust? Gætir þú ekki lagst niður og stöðvað þetta?” ,,I fyrsta skiptið, þegar mér fór að blæða, var ég sofandi og fékk síðan verkina og missti barnið. Á sjúkrahúsinu var vitnað blíðlega í tölur eins og verið væri að reikna út meðaltal. „Hresstu þig upp, ein af hverjum sex þungunum endar með fósturláti. Reyndu aftur.” En ég vissi að þeir voru að ljúga til þess að vera góðir við mig. Ég vissi að nær öll þessi fósturlát verða fyrir 14. viku ...” Hún lyktaði af ilmandi vor- blómunum. „Engir vasar eftir, er ég hrædd um. Ég spurði í morgun. Það eru aldrei neinir andskotans vasar á sjúkra- húsum.” „Fjandinn, ég gleymdi því. Ég hefði átt að koma með pottablóm.” Maxín setti blómin í vaskinn og Kata hélt áfram. „Það var verra í annað skiptið. Ég komst ekki einu sinni á spítalann í tæka tíð. Vissir þú að ef maður missir fóstur á maður að setja fóstrið og fylgjuna í hreina skál eða poka og fara með það á spítalann til þess að það sé hægt að rannsaka það á rann- sóknarstofunni og segja hvers vegna maður missti það? Ég vissi það ekki heldur svo ég var heppin að læknirinn náði til mín í tæka tíð.” „Já, en af hverju missir þú fóstur?” „Þú skalt ekki halda að ég hafi ekki spurt að því. í fyrsta skiptið var mér sagt að fóstrið hefði losnað frá fylgjunni, í annað skiptið að leghálsinn í mér væri veikburða því hann Shirley Conran ÞRÍTUGASTI HLUTI Það sem á undan er gengið. . . Árið 1963 gengsl þrettán ára stúlkubarn undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjörnunnar Lilíar. Þter Heiðna, Kata. Maxtn ogjúdý vita ekki að þeim erstefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. , Jæja, tæfurnar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. Árið 1948 eru Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla íSviss. Þærkynnast Júdý sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Að skóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er barnshafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar fer Júdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upprennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik ferjúdý heim til Randaríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrirtæki. Sögunni víkur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Fclix er ungverskur flóttamaður. Hann fer með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lilí, eins og Felix kallaði hana. Maxín heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýhtfræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar forngripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endurbyggingu á gömlum herragarði sem er í eigu félítils greifa og kampavínsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast þrjá syni. Heiðna og Kata stunda samkvæmislífið í London grimmt. Kata fer að vera með ungum bankastjórasyni sem býr í Kaíró. Hún fer þangað ásamt Heiðnu en eftir nokk- urn tíma kemst bankastjórinn að því að Heiðna sé vænlegra kvonfang en Kata fyrir son sinn og stuðlar að því að sonurinn láti Kötu róa en snúi sér að Heiðnu, sem hann og gerir meðsvikum og prettutn. Heiðna giftist síðan bankastjórasyninum en hjónabandið vcrður ekki farsælt. Hún ler lieim til móður sinnar á Englandi og hallar sér æ meira að (löskunni. Á meðan á Lilí litla, sem nú er orðin falleg stúlka, erflða ævi í París. Þegar hún er 13 ára kynnist hún ungum manni sem fær hana til lags við sig. Hún verður barnshafandi og tjárinagnar fóstureyðingu mcð þvíaðsitja fyrirá nektarmyndum. Kata hefur loks uppi á Heiðnu og reynir að hjálpa henni til að hætta að drekka. Heiðna kynnist virtum lífeðlisfræðingi sem er allmiklu eldri en hún og þau gifta sig. Kata er lengi að jafna sig eftir Kaíró-ævintýrið. Hún fær sér vinnu sem þýðandi og giftist ungum og upprennandi arkitekt. opnaðist of snemma. Svo það var gert eitthvað við því. En nú kom aftur upp það sama. Nú á að hreinsa út á mér legið. ” Það varð þögn, síðan bætti hún við: „Læknarnir hafa ofur elskulega bent á að við þurfum ekki að reyna aftur.” Hún lá með hendurnar máttlausar og virtist sem henni væri alveg sama en satt að segja hafði Kata tekið þessu afar illa — verr en flestar konur, sögðu læknarnir sem stungu upp á því við Toby að þau ættleiddu barn. Við það hafði Kata misst stjórn á sér og sagt að hann mætti aldrei, aldrei, aldrei segja neitt svona aftur. „Góða, láttu ekki svona óhemjulega,” sagði Toby róandi. „Þú segir þetta bara af því þú hefur aldrei hugsað neitt um ættleiðingar.” „Ég hef það, ég hef það. Ö, það veit guð að ég hef.” Kata varð enn ofsafengnari þar til hjúkrunarkona kom æðandi inn með sprautu og ýtti Toby út. Kata fór heim, veikburða, þreytt og óumræðilega döpur. Toby skildi ekki hvers vegna hún fann til svo djúps saknaðar, hvers vegna henni leið svo ömurlega. Hún hafði ekki einu sinni haldið á þessu barni sem hún hafði misst. Hún gat ekki talað við nokkurn mann, hún vildi vera ein en vildi þó ekki vera ein — og grét dögum saman. Toby huggaði hana, en hann gat ekki verið mikið heima því hann var að ljúka við verk nálægt Swindon. Það hittist svo á að það var heilsuhæli fyrir börn. Kötu fannst sárt að sjá brjóst sín minnka aftur niður í eðlilega stærð og magann verða aftur slappan og linan þegar hann hafði verið stinnur og harður fyrir aðeins mánuði. Hún fann aftur fyrir því sem hún hafði fundið fyrir við jarðarför föður síns — einkennilegum söknuði og ör- vilnun. Hvað hafði hún gert rangt? Hún hlaut að hafa gert eitthvað rangt! Hvers vegna varð hún sí og æ fyrir von- brigðum þegar hún þráði 46 Vikan 40. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.