Vikan - 03.10.1985, Qupperneq 48
setja gleraugun aftur á nefið svo
þú getir í það minnsta séð
plötuna á skrifborðinu mínu.
Ég hef séð myndir af þér og
þessum litla Frakka og þú varst
með gleraugu á þeim öllum.
Kona sem er með gleraugu á
myndum sér ekki rassgat án
þeirra.”
Júdý tók stóru, svörtu gler-
augun upp úr veskinu sínu,
setti þau á nefið, settist upp og
brosti vongóð við honum. Ef
hún lét sem hún væri viðkvæm
þá fyrirgaf fólk henni
venjulega. En Tom var vanur
því að þokkafull smástirni af
báðum kynjum gerðu hosur
sínar grænar fyrir honum.
,,Hættu þessu,” sagði hann.
,,Við skulum ekki láta meiri
tímafara til spillis.”
Þegar þau voru búin að
vinna saman í tvo mánuði bauð
Tom henni út að borða á Cote
Basque og sagði: „Þúertgóð.”
,,Ég veit það.”
,,Ég er góður.”
,,Ég veit það. Við værum
góð saman.”
,,Því ekki það.” Tom
beygði sig yfir borðið og lagði
hönd sína yfir höndina á
henni.
„Taktu burt krumlurnar. Ef
þér er algjör alvara þá ert þú
eini maðurinn sem ég færi
aldrei með f rúmið.’’
,,Þegar þú ert annars vegar
getur lítil hönd gert mikið
gagn,” sagði Tom súr í bragði.
„Segir þú þetta við alla
karlmenn sem bjóða þér út að
borða?”
„Ó, já, ég geri þeim það
alveg ljóst að það sé ekki vegna
þess að ég sé ekki þakklát fyrir
hamborgarann. Ég er hrein-
skilin en kurteis.”
, ,Þá er eins gott fyrir mig að
gefast upp og segja þér hvað
við getum gert saman. Mig
langar til að hætta í vinnunni
sem ég er í, vinna með þér og
breyta skrifstofunni þinni í lítið
kynningarfyrirtæki með starfs-
svið stranda á milli. ’ ’
„Þú sagðir lxtið?”
,Já. Aðalstöðvar í New
York og tengsl við aðrar aug-
lýsingastofur og kynningar-
fyrirtæki í stærri borgum.’’
„Hvað fengju þau út úr
því?”
„Peninga. Sambandsskrif-
stofu í New York. Ég hef eytt
bestu árum ævi minnar í að
ferðast með mislyndar kvik-
myndastjörnur fyrir Empire og
ég veit hvernig á að fara að
þessu. Það þýðir að skrif-
stofurnar á hverjum stað fengju
að hitta athyglisvert fólk sem
er kærkomin tilbreyting frá
þvottaefniskynningunum. ’ ’
Tom pantaði aðra flösku af
Perrier vatni. „Ég vil stefna að
því að fá hvort tveggja, stöku
viðskipti og fasta viðskiptavini.
Ég vil að fólk snúi sér til okkar
þegar of mikið er að gera á þess
eigin kynningarskrifstofu eða
þegar einhver stjarna þarf að fá
sérstaklega mikla kynningu.”
„Hvers vegna ætti einhver
stjarna að vilja láta okkur um
sín mál?”
„Ef maður reynir að
skipuleggja ferð frá New York
þá er fyrirhöfnin að mestu til
einskis vegna þess að það getur
engin ein skrifstofa fylgst með
öllu því sem er að gerast í
f)ölmiðlum um öll Bandaríkin.
En það gera skrifstofur á hinum
ýmsu stöðum alltaf. Þar vita
menn hvaða maður í bænum er
áhrifamestur.”
„Af hverju kemurðu til
mín?” spurðijúdý.
„Ég hef verið að svipast um
eftir einhverjum. Þú getur gert
þetta.”
„Þarf ég að segja upp ein-
hverjum af núverandi
viðskiptavinum mínum?”
„Nei. Þeir verða undir-
staðan sem við byggjum á. ”
„Þarf ég að leggja fram ein-
hverjapeninga?”
„Svolítið, auðvitað. Við
þurfum að fá peninga fyrir
góðum skrifstofum og
starfsliði.”
„Þá verð ég að segja nei því
ég á enga peninga.”
„Ég gæti kannski ábyrgst
bankalán fyrir þig. ’ ’
Ég hlýt að hafa svona heiðar-
legan svip, hugsaði Júdý með
sér. „Hvar fengir þú pen-
inga?”
, ,Ég hef fjárfest tíu af hundr-
aði tekna minna í verðbréfum
síðan ég var nítján ára. ”
, ,Ég held að ég verði samt að
segja nei. Ég er rétt nýbúin að
greiða skuld mína við banka og
mér þykir frekar gott að sofa á
nóttunni.”
Þessi þrjú ár, sem Júdý hafði
rekið eigið fyrirtæki, hafði hún
haft stöðugar fjárhagsáhyggjur.
Júdý gat annast kynningar en
ef undan var skilið einfalt bók-
haldið fyrir Guy hafði hún
•aldrei komið nálægt viðskipta-
lífinu og það hafði verið henni
mikið áfall að komast að því að
í þessum heimi var til fólk sem
ekki borgaði skuldir sínar, ann-
aðhvort vegna þess að það gat
það ekki, vildi það ekki eða
hafði aldrei ætlað sér að gera
það. Tvisvar sinnum hafði Júdý
verið sagt upp einstaklings-
íbúðinni sem hún leigði vegna
þess að hún hafði ekki greitt
leiguna. í fyrra tilfellinu hafði
fyrrum yfirmaður hennar, Pat
Rogers, sem hafði haldist trygg
vinkona, greitt skuldina. I síð-
ara skiptið hafði Pat krafist þess
að Júdý fengi sér nýjan endur-
skoðanda. Síðan hafði hún
skrifað upp á ríflegt bankalán
fyrir Júdý og þegjandi og
hljóðalaust látið hana hafa tvö
smáverkefni, fyrir gólfbón og
ungan, upprennandi söngvara,
Joe Sawy.
„Það rekur mig enginn fyrir
þetta,” fullvissaði Pat Júdý,
„vegna þess að mér hefur verið
boðið að skrifa greinar fyrir
Harper’s svo ég er aftur á leið í
blaðamennskuna með hraða
ljóssins.”
Júdý minntist þess hve það
hafði verið erfitt að borga lán
Pat til baka. Hún hristi höfúðið
og sagði: „Nei, Tom, ég get
ekki verið með þér í þessu. Ég
hef einfaldlega ekki fjármagn
til þess.”
„Heyrðu mig, ef þú vilt
heldur að ég láni þér pening-
ana skal ég gera það, Júdý.”
„Af hverju ætti ég að leggja
fram helminginn af peningun-
um þegar ég er með alla við-
skiptavinina en þú ekki?” Hún
horfði óskammfeilin á Tom
með dökkbláu augunum sín-
um. „Af hverju kaupir þú ekki
bara liðveislu mína fyrir til
dæmis tuttugu þúsund doll-
ara?”
„Þú ert vitanlega að gera að
gamni þínu.” Hann hallaði sér
aftur á bak. Hún segði já.
Þau sötruðu kartöflusúpuna
og snæddu grillaðan kola. Yfir
hunangsbúðingnum urðu þau
að lokum sammála um að Tom
greiddi henni sjö þúsund doll-
ara fyrir liðveisluna og fjárfesti
fjögur þúsund dollara í viðbót í
nýjafyrirtækinu.
„En við getum ekki rekið
starfsemina undir þínu nafni
eingöngu,” sagðiTom.
„Hvað viltu kalla það?”
„Hvað um Viðskiptaefling
framgjarnra og upprennandi?”
„Er það nú ekki dálítil
langavitleysa...”
, ,Ekki ef maður skammstafar
það.”
„VEFUR. Flott.”
Jafnvel áður en þau voru
búin að skipuleggja starfsem-
ina um landið allt var VEFUR
farinn að skila hagnaði. „En ég
skil ekki hvers vegna!
„Það er að þakka rökhugsun
minni og uppeldi og rándýrs-
árunum mínum tólf í
kvikmyndaiðnaðinum,” geisp-
aði Tom. „Klukkan er bráðum
orðin tíu. Við skulum hætta og
fara heim. ’ ’
„Ég vona að þú hafir fjárfest
fé þitt frá unglingsárunum í
Bell símafélaginu,” sagðijúdý
og tók símareikning upp úr
reikningastaflanum og hélt
honum frá sér. „Það hefði
verið rökrétt.”
Tom geispaði aftur. „Það
starfar enginn eftir rökvísi, sér í
lagi ekki konur. Rökvísi fyrir
konur er aðeins aðferð til að
réttlæta það sem þær ætla sér
hvort sem er að gera.
,, Og hvað um karlmenn ? ’ ’
„Karlmaður er heldur ekki
rökvís, heldur lætur hann
ráðast stjórnlaust af ótta. ’ ’
„Er það þess vegna sem
okkur gengur svona vel? Vegna
þess að þú gerir fólk ótta-
slegið?”
, ,Örugglega vegna þess að ég
víla ekki fyrir mér að beita óbil-
girni. Ef fólk sér ekki að maður
er reiðubúinn til þess þá not-
færir það sér mann. Þú lést það
gera það en ég læt það ekki
komast upp með það. Það er
munurinn.”
„Og nýja greiðslufyrirkomu-
lagið sakar heldur ekki. ’ ’
Tom krafðist þess að öll
þóknun væri greidd fyrirfram
og það innan mánaðar. Þau
lyftu ekki sfmtóli nema búið
væri að undirrita samninginn
48 Vikatt 40. tbl.