Vikan


Vikan - 20.02.1986, Page 12

Vikan - 20.02.1986, Page 12
KONUNGLEG ILLINDI Játvarður VIII Englandskonungur afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að kvænast konunni sem hann elskaði, Wallis Simpson, Saga þeirra er án efa ein frægasta ástarsaga aldarinnar, Á sínum tíma olli samband Wallis og Játvarðar og afleiðing þess ýmist hrifningu eða hneykslan. Þeir rómantískari máttu vart vatni halda yfir hugprýði konungsins og tryggð við sína elskuðu. En fyrir siðavanda og íhaldssama konungssinna og ekki síst kóngafólkið sjálft var þetta hreinasta skelfmg. Aldrei fyrr hafði neitt svo óviðurkvæmilegt átt sér stað. Kóngar og prinsar urðu oft og iðulega ástfangnir af konum af borgaralegum ættum en þeir létu sér nægja að halda við þær á laun. Wallis Simpson var tvífráskilin bandarísk kona. Hún var hávaxin, dökkhærð, fríð sýnum og afar glæsileg. Hún var greind, metnaðargjörn og aufúsu- gestur alls staðar í samkvæmum fína fólksins austan hafsog vestan. Eftir að Játvarður og Wallis voru gefin saman fékk hann titilinn hertoginn af Windsor. Þau hjón voru með öllu útilokuð frá hirðinni í Englandi. Sú sem átti stærstan þátt í því að frysta hertogahjónin úti var Elísabet, núverandi drottningarmóðir. Elísa- bet var hertogaynja af Jórvík (York) og var gift Georg hertoga, bróður Játvarðar, þegar samband þeirra Wallis hófst. Eftir að Játvarður afsalaði sér völdum varð Georg Jórvíkurhertogi Georg VI Eng- landskonungur og Elísabet kona hans drottning. Elísabet gat aldrei fyrirgefið Wallis að hún skyldi verða til þess að Georg neyddist til að taka við Svilkonurnar við útför Játvarðar hertoga af Windsor 1972. embætti konungs en því voru bæði hann og Elísabet með öllu óviðbúin. Það hefur ætíð andað köldu milli svilkvennanna. Elísabet af Jórvík var hæglát, siðavönd og konung- holl. Hún var hneyksluð og reið vegna atferlis Ját- varðar og dauðhrædd við að taka að sér skyldurnar sem konungsembættinu fylgja. Wallis hélt því fram að Elísabet væri bara afbrýðisöm vegna þess að hún hefði sjálf viljað giftast Játvarði. Hún átti það oft til að skemmta gestum með því að hafa eftir Elísa- betu sem hún kallaði „hallærislegu hertogafrúna". Georg VI og Elisabet drottning urðu mjög ástsæl meðal þegna sinna og Játvarður og Wallis hættu að skyggja á þau. En þegar Georg VI lést fyrir aldur fram árið 1952 kenndi Elísabet álaginu af konung- dóminum um að hafa flýtt dauða hans og á að hafa kallað Wallis „konuna sem drap manninn minn“. Þegar Wallis hitti drottningarmóðurina í fyrsta sinn í þrjátíu ár, í samkvæmi sem ráðgjafar Elísabetar II drottningar höfðu ráðlagt, neitaði hún að hneigja sig fyrir drottningarmóðurinni. Þegar Játvarður af Windsor lést árið 1972 fylgdu báðar konurnar honum til grafar og stóðu hlið við hlið. Svo var látið líta út sem allt væri fallið í Ijúfa löð en svo var þó alls ekki í reynd. Elísabet drottn- ingarmóðir hefur sagt að eftir því sem aldurinn færðist yfir hana hafi hún orðið umburðarlyndari og sér þyki það í raun og veru miður. 12 Vikan8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.