Vikan


Vikan - 03.07.1986, Page 16

Vikan - 03.07.1986, Page 16
LÆKNISVITJUN Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist- bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda. Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynum að sinna öllum. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja. Utanáskriftin er: Læknisvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík HITI OGMEÐUL SPURNING: Tveggja ára sonur minn fékk flensu um daginn, með 40 stiga hita. Læknirinn sagði að ég skyldi fara varlega í að gefa honum hita- lækkandi meðul, til dæmis magnyl. Hvernig stendurá þessu? SVAR: Hiti er algengasta einkenni hvers konar sýkingar. Við sýkingar örvast hvít blóðkorn til dáða og elga þau þátt í því að vinna bug á sýkingunni. Um leið framleiða þau efni sem berst til hitastjórn- stöðvar í heilanum og veldur þvi að líkamshiti hækkar. Það er lík- legt að aukinn líkamshiti eigi þátt I því að hemja þann sýkil sem sýk- ingunni veldur. Til dæmis er vitað að algengar veirur, sem valda kvefsóttum og flensu, vaxa mun hægar I tilraunaglösum við 40 stig heldur en við 3 7 stig sem er venju- legur líkamshiti. Þessu er einnig svo farið með flestar bakteríur. Þess vegna er ekki víst að líkaman - um sé verulegur greiði gerður með þvi að lækka hita. Lyf sem inni- halda asperín, til dæmis magnyl, geta einnig aukið hættu á svo- nefndum reyessjúkdómi hjá börnum. Þetta er mjög sjaldgæft en kemur helst i kjölfar veirusýk- inga, inflúensu og hlaupabólu, einkanlega hjá börnum. Einkenn- ist það af meðvitundarleysi, krömpum og lifrarskaða og leiðir oft til dauða. Ýmislegt bendir til að lyf, sem innihalda asperín, geti aukið þessa hættu lítillega. Þess vegna er óráðlegt að gefa börnum asperíninnihaldandi lyf við hita. Annað lyf, sem heitir parasetamól, kemur að sömu notum. Kaupa má það í apótekum án lyfseðils en fara þarf nákvæmlega eftir ráð- leggingum um skömmtun. Líkamshiti manna getur verið mjög mismunandi og er eðlilegt að hann getl verið 36-38 stig. Margir hafa 38 stiga hita á kvöld- in og er það i flestum tilvikum ekki sjúklegt ef fólki líður að öðru leyti vel. Hiti getur einnig hækkað þó ekki sé sýking á ferðinni. Hann hækkar oft við áreynslu, áverka, til dæm/s skurðaðgerðir og bein- brot hjá þeim er hafa of virkan skjaldkirtil. Loks fá flestar konur lítillega hitahækkun i tengslum við egglos í miðjum tiðahring. Það fyrirbrigði er þó óáreiðanlegt, sér- staklega eigi að nota það sem getnaðarvörn. ÁFENGIOG MEÐGANGA SPURNING: Hefur áfengisneysla einhver skaðleg áhrif á fóstur ef þunguð kona drekkur á meðgöngutíma? SVAR: Árið 1748 skrifaði sænski grasafræðingurinn Carl von Linné: ,,Guð forðisérhverri mann- eskju frá því að gefa börnum sínum brennivín, sem enn eru að vaxa. Finir lífsþræðir, sem eru að vaxa, þorna við það og harðna langt um aldur fram." Um aldir hafa menn gert sér hugmyndir um skaðleg áhrif áfengis á fóstur, en það var ekki fyrr en á sjöunda ára- tugnum sem læknar lýstu þeim skaða sem áfengi getur valdið á börnum. Fyrirbærið var nefnt áfengiseinkenni fósturs og hefur 3 þætti sem eru: 1. Lítill fæðingarþungi: Börnin vaxa verr en önnur, bæði fyrir og eftir fæðingu, og eru því oft stuttvaxin og grönn miðað við aldur. 2. Vanskapnaður: Þessi börn geta haft ýmiss konar vanskapnað eins og hjartagalla og galla á miðtaugakerfi og þvag- færum, en þekktastur er van- skapnaður á andliti, það er lítil augu, eyru sem Hggja lágt á höfð- inu, stutt nef og þunn efrivör. 3. Heilaskaði: Börn með áfengiseinkenni fósturs eru oft heilasköðuð, þau eru óró- leg og æst og eiga erfitt með alla einbeitingu. Þessi börn eiga erfitt með að samræma hreyfingu augna og handar, erfitt með að teikna myndir og fleira. Þessi einkenni finnast hjá börn- um mæðra sem drekka meira en 80 g af áfengi daglega (ca 25 cl af sterku áfengi eða 1 flösku af léttu vini) meðan á meðgöngu stendur. Þó er haldið að minni áfengisnotkun en þessi geti leitt til þess að börnin séu léttari en önnur. I þessu tilliti er enginn munur á vintegundum eða á skað- legum áhrifum bjórs, víns og sterks áfengis. Talið er að tíðni einkennisins sé 1 á hver 300 börn i Frakklandi, i Sviþjóð 1 á 600 fædd börn og i Bandaríkjunum 1 á 750 fædd börn. Ekki er vitað hvernig áfengið skaðar fóstrin á þennan hátt. Einu sinni var álitið að mæðurnar borð- uðu lítið og þess vegna yrðu börnin lítil en börn mæðra, sem einungis þjást af næringarskorti, vaxa mjög hratt og ná jafnöldrum sínum eftir fæðingu en börn alkó- hólista halda áfram að vaxa illa eftir fæðingu. talið er að áfengið valdi því að eggjahvita flyst verr yfir legkökuna og auk þess hefur áfengið hemjandi áhrif á upp- byggingu eggjahvitu sem mögu- lega gæti skýrt truflun á vexti í heila, hjarta og lifur, sem sýnt hefur verið fram á i rottum sem gefið hefur verið mikið áfengi. Áfengi hefur auk þess áhrif á svefninn og þar sem fóstrið sefur mikinn hluta af veru sinni i móður- kviði og svefn er nauðsynlegur fyrir þróun heilans er hugsanlegt að áfengi hafi áhrif á vöxt heilans með truflun á svefninum. Alkóhól- istar hafa oft sinkskort og sýnt hefur verið fram á samband milli sinkskorts og vanskapnaðar I fóstrum. Ef þungaðri apynju er gefið áfengi í æð verður þegar i stað truflun á blóðrásinni i nafla- strengnum. Apafóstrið fær auk þess mikla sýrumyndun og súrefn - isskort. Það hefur því verið talið að mikil áfengisdrykkja á með- göngutíma valdi súrefnisskorti i fóstrinu og þar með heilaskaða. Þessa hluti er erfitt að meta en þungaðar, drykkjusjúkar konur hafa oft skýrt svo frá að eftir mikla drykkju hætti fósturhreyfingar I um það bil sólarhring. Alkóhól fer yfir i fóstrið með legkökunni og yfir í legvatnið. Frásog alkóhóls frá legvatninu er hægt og talið er að alkóhóláhrifin sitji í legvatninu mun lengur en i blóði móðurinn- ar. Þetta þýðir að fóstrið verður fyrir mun lengri og alvarlegri áfengisáhrifum gegnum legvatnið heldur en móðir þess. Það er því mjög mikilvægt að ganga úr skugga um við mæðravernd hversu mikið áfengi þungaðar konur drekka og teiða þeim fyrir sjónir að öll áfengisneysla sé mögulega skaðleg fyrir fóstrið. 16 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.