Vikan - 03.07.1986, Page 20
Eldhús Vikunnar:
Skiptið steiktum kjúklingi í
8 bita eða takið kjötið af
beinunum og skerið í
smærri bita. Skerið tómat-
ana í báta. Ef vill má
afhýða þá áður. Látið tóm-
atana þá í sjóðandi vatn í
1 mínútu og afhýðið síðan. Sker-
ið paprikurnar í sneiðar. Setjið
tómata, papriku og sveppi í pott
með smjöri og látið steikjast við
vægan hita í nokkrar minútur.
Hellið soðinu yfir og kryddið.
Setjið lok á pottinn og látið þetta
malla í um 10 mínútur. Setjið
kjúklingabitana þá í. Þynnið
sýrða rjómann lítið eitt með
vatni og hellið yfir. Látið allt
hitna í gegn. Klippið steinselju-
búnt yfir réttinn áður en hann
er borinn fram.
ÍRSKUR LAMBAKJÖTRÉTT-
UR
(Irish stew)
ú fer í hönd sá tími þegar
nýtt grænmeti hellist á
markaðinn. Það er sjálf-
sagt að nýta sér framboð-
ið og borða sem mest af
grænmeti í hvert mál.
Best er að borða sem mest
af því nýju, en þegar grænmeti
er soðið í pottréttum, þannig að
soðsins er neytt, fer lítið af nær-
ingarefnum í vaskinn. í kjúkl-
ingaréttunum má flýta fyrir sér
með því að kaupa tilbúna, steikta
kjúklinga.
OFNBAKAÐUR KJÚKLINGA-
RÉTTUR með osti og grænmeti
1 steiktur kjúklingur
2 laukar
1 rauð og 1 græn paprika
3 selleríleggir
2 hvítlauksrif
smjör til steikingar
400 g tómatar
klippt steinselja
1 'A dl rjómi
U2 tsk. engifer, 1 msk. pap-
rikuduft
salt, pipar
8 þykkar sneiðar af brauðosti
Skerið papriku, lauk og sel-
lerí og látið malla í smjöri
á pönnu við vægan hita.
Skerið tómata í báta og
setjið út á. Kryddið vel með
salti, pipar og kryddi.
Engiferbragðið á ekki að
fara á milli mála. Setjið lok á
pönnuna og látið þetta malla í
nokkrar mínútur. Skerið steikt-
an kjúkling í 8 hluta. Hellið
grænmetinu í eldfast mót. Leggið
kjúklingabitana ofan á og setjið
þykka ostsneið ofan á hvern.
Setjið formið í 225 gráða heitan
ofn og hitið þar til osturinn er
bráðinn og gullinn. Berið fram
með nýjum kartöflum, hrísgrjón-
um og brauði.
SÆLKERARÉTTUR
1 steiktur kjúklingur
2 msk. smjör
4 tómatar
2 paprikur
200 g nýir sveppir
1 tsk. paprikuduft
salt, pipar
2 dl kjötkraftur
1 dós sýrður rjómi
klippt steinselja
1 kg súpukjöt
8-12 kartöflur eftir stærð
4 gulrætur
2 selleríleggir
1 púrrulaukur
salt, pipar, klippt steinselja
Setjið vatn í pott þannig að
rétt fljóti yfir kjötbitana.
Saltið vatnið og sjóðið í 45
mínútur. Fleytið alla froðu
ofan af. Afhýðið kartöflur,
skafið gulrætur og þvoið
púrrulaukinn og selleríið.
Skerið grænmetið eins smátt og
hægt er og látið í pottinn. Látið
malla við vægan hita í um 30
mínútur. Kryddið með salti og
vænum skammti af nýmöluðum
pipar. Klippið steinseljuna yfir
rétt áður en rétturinn er borinn
fram. Berið fram með grófu
brauði.
20 VIKAN 27. TBL